Brenglun Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. apríl 2019 11:00 Til stendur að gera Laugaveginn að varanlegri göngugötu, en tilraunir og útfærslur í þá átt hafa verið prófaðar undanfarin ár. Eins og endranær vakna gamalkunnar umkvörtunarraddir þegar þessi mál ber á góma. Í furðulega framsettri forsíðufrétt Morgunblaðsins var því meira að segja haldið fram fullum fetum að allir kaupmenn á Laugavegi sem vettlingi geta valdið séu á sömu skoðun: Varanleg göngugata muni „stórskaða rekstur og ýta undir hnignun“. Hægt er að búa til hvaða fyrirsögn sem er ef viðmælendahópurinn er handvalinn. Í þessu tilviki virðist það raunin. Viðbrögðin sýna að kaupmenn við Laugaveg eru alls ekki á einu máli. Raunar benda faglegar kannanir til þess að meirihluti kaupmanna við Laugaveg sé fylgjandi götulokunum. Einnig er því ósvarað hvort borgaryfirvöld eigi almennt að miða stefnumótandi ákvarðanir við hagsmuni lítilla, skipulagðra og háværra hópa, eða hvort almennari mælikvarða eigi að nota. Það er almenn stefna borgaryfirvalda í nánast öllum málsmetandi borgum að þrengja að bílaumferð og setja gangandi vegfarendur í öndvegi. Þetta hafa hægrisinnuðustu stjórnmálamenn verið að gera í áratugi víða um lönd. Það virðist séríslenskur siður að rugla skilyrðislausri ást á einkabílnum saman við hægristefnu. Auðvitað þarf að taka tillit til kaupmanna við stefnumótun. Gallinn í málflutningi þeirra er bara sá að miðborg Reykjavíkur er sennilega sá borgarkjarni í heiminum sem hvað auðveldast er að komast um á einkabíl. Óháð því hvort bílar komist um Laugaveg eða ekki. Það er ofgnótt bílastæða og bílastæðahúsa, en frá slíkum húsum þarf að ganga um 350 metra að hámarki til að komast í verslanir. Hversu mikið nær þarf að komast, eða eru þessir kaupmenn að mælast til þess að þeim verði heimilt að starfrækja bílalúgur? Hvað rekstrarvanda verslana varðar þá er það vissulega rétt að við Laugaveg og nærliggjandi götur er ofgnótt af tómu verslunarhúsnæði. Það er ekki séríslensk þróun, heldur tengist hún alþjóðlegu munstri og innreið netverslana. Sami vandi er uppi á Manhattan og í miðborg Lundúna. Og meira að segja í Kringlunni og Smáralind. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja. Á Íslandi sem annars staðar. Í Reykjavík hafa skipulagsákvarðanir borgaryfirvalda ekki hjálpað til, en þau hafa gert óraunhæfar kröfur um verslunarhúsnæði í nýbyggingum. Þetta hefur valdið framboði umfram eftirspurn. Vinda þarf ofan af því. Kvabbið í kaupmönnunum er algerlega á skjön við raunveruleikann. Verst er þó að þeir draga upp svarta mynd af miðbæ Reykjavíkur sem þeir sem þar eiga leið um daglega kannast ekki við. Með því ganga þeir ekki bara á eigin hagsmuni heldur líka kollega þeirra sem eru á öndverðum meiði, og vinna hörðum höndum að því að gera miðbæinn að eftirsóknarverðum samkomustað fyrir okkur öll og þá sem sækja okkur heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Reykjavík Skipulag Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Til stendur að gera Laugaveginn að varanlegri göngugötu, en tilraunir og útfærslur í þá átt hafa verið prófaðar undanfarin ár. Eins og endranær vakna gamalkunnar umkvörtunarraddir þegar þessi mál ber á góma. Í furðulega framsettri forsíðufrétt Morgunblaðsins var því meira að segja haldið fram fullum fetum að allir kaupmenn á Laugavegi sem vettlingi geta valdið séu á sömu skoðun: Varanleg göngugata muni „stórskaða rekstur og ýta undir hnignun“. Hægt er að búa til hvaða fyrirsögn sem er ef viðmælendahópurinn er handvalinn. Í þessu tilviki virðist það raunin. Viðbrögðin sýna að kaupmenn við Laugaveg eru alls ekki á einu máli. Raunar benda faglegar kannanir til þess að meirihluti kaupmanna við Laugaveg sé fylgjandi götulokunum. Einnig er því ósvarað hvort borgaryfirvöld eigi almennt að miða stefnumótandi ákvarðanir við hagsmuni lítilla, skipulagðra og háværra hópa, eða hvort almennari mælikvarða eigi að nota. Það er almenn stefna borgaryfirvalda í nánast öllum málsmetandi borgum að þrengja að bílaumferð og setja gangandi vegfarendur í öndvegi. Þetta hafa hægrisinnuðustu stjórnmálamenn verið að gera í áratugi víða um lönd. Það virðist séríslenskur siður að rugla skilyrðislausri ást á einkabílnum saman við hægristefnu. Auðvitað þarf að taka tillit til kaupmanna við stefnumótun. Gallinn í málflutningi þeirra er bara sá að miðborg Reykjavíkur er sennilega sá borgarkjarni í heiminum sem hvað auðveldast er að komast um á einkabíl. Óháð því hvort bílar komist um Laugaveg eða ekki. Það er ofgnótt bílastæða og bílastæðahúsa, en frá slíkum húsum þarf að ganga um 350 metra að hámarki til að komast í verslanir. Hversu mikið nær þarf að komast, eða eru þessir kaupmenn að mælast til þess að þeim verði heimilt að starfrækja bílalúgur? Hvað rekstrarvanda verslana varðar þá er það vissulega rétt að við Laugaveg og nærliggjandi götur er ofgnótt af tómu verslunarhúsnæði. Það er ekki séríslensk þróun, heldur tengist hún alþjóðlegu munstri og innreið netverslana. Sami vandi er uppi á Manhattan og í miðborg Lundúna. Og meira að segja í Kringlunni og Smáralind. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja. Á Íslandi sem annars staðar. Í Reykjavík hafa skipulagsákvarðanir borgaryfirvalda ekki hjálpað til, en þau hafa gert óraunhæfar kröfur um verslunarhúsnæði í nýbyggingum. Þetta hefur valdið framboði umfram eftirspurn. Vinda þarf ofan af því. Kvabbið í kaupmönnunum er algerlega á skjön við raunveruleikann. Verst er þó að þeir draga upp svarta mynd af miðbæ Reykjavíkur sem þeir sem þar eiga leið um daglega kannast ekki við. Með því ganga þeir ekki bara á eigin hagsmuni heldur líka kollega þeirra sem eru á öndverðum meiði, og vinna hörðum höndum að því að gera miðbæinn að eftirsóknarverðum samkomustað fyrir okkur öll og þá sem sækja okkur heim.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun