Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 07:53 Deutsche bank hefur verið helsti lánveitandi Bandaríkjaforseta. Hann vill nú að bankinn svari ekki stefnum Bandaríkjaþings um gögn. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti, börn hans og fyrirtæki hafa stefnt Deutsche Bank og Capital One og krefjast þess að fjármálastofnanirnar svari ekki stefnum Bandaríkjaþings um gögn. Stefnan er nýjasta útspil forsetans til að koma sér og ríkisstjórn sinni undan eftirliti þingnefnda. Eftir að demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þeir nýtt formennsku sína í nefndum þingsins til þess að rannsaka Trump forseta og aðgerðir hans og ríkisstjórnar hans. Nýverið hefur Trump gripið til þess ráðs að skipa embættismönnum sínum að virða stefnur þingnefndanna að vettugi, þar á meðal varðandi skattskýrslur hans sem demókratar vilja fá aðgang að.Washington Post segir að forsetinn, þrjú elstu börn hans og Trump-fyrirtækið hafi stefnt Deutsche bank og Capital One í gær. Deutsche bank hefur lánað Trump meira en 360 milljónir dollara undanfarin ár. Leyniþjónustu- og fjármálaþjónustunefndir fulltrúadeildarinnar höfðu stefnt bönkunum um gögn. Þær eru sagðar hluti af rannsókn á mögulegu peningaþvætti á illa fengnu rússnesku fé. Í stefnunni halda lögfræðingar Trump-fjölskyldunnar fram sömu rökum og forsetinn og málsvarar hans hafa gert opinberlega undanfarið. Stefnur þingnefndanna séu „áreitni“ gegn forsetanum og að þeim sé ætlað að grúska í persónulegum upplýsingum hans, fjölskyldu hans og fyrirtækis til að finna efni sem gæti komið höggi á hann pólitískt. Stefnur þingnefndanna séu ólöglegar. Áður hefur forsetinn stefnt bókhaldsfyrirtæki sínu til þess að koma í veg fyrir að það afhendi eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar gögn um fjármál hans sem hún hefur gefið út stefnu um. Lögspekingar telja þó ólíklegt að þau rök haldi. Líklegt sé þó að málaferlin geti seinkað því að nefndirnar komist yfir gögn um fjármál og viðskipti forsetans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00 Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti, börn hans og fyrirtæki hafa stefnt Deutsche Bank og Capital One og krefjast þess að fjármálastofnanirnar svari ekki stefnum Bandaríkjaþings um gögn. Stefnan er nýjasta útspil forsetans til að koma sér og ríkisstjórn sinni undan eftirliti þingnefnda. Eftir að demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þeir nýtt formennsku sína í nefndum þingsins til þess að rannsaka Trump forseta og aðgerðir hans og ríkisstjórnar hans. Nýverið hefur Trump gripið til þess ráðs að skipa embættismönnum sínum að virða stefnur þingnefndanna að vettugi, þar á meðal varðandi skattskýrslur hans sem demókratar vilja fá aðgang að.Washington Post segir að forsetinn, þrjú elstu börn hans og Trump-fyrirtækið hafi stefnt Deutsche bank og Capital One í gær. Deutsche bank hefur lánað Trump meira en 360 milljónir dollara undanfarin ár. Leyniþjónustu- og fjármálaþjónustunefndir fulltrúadeildarinnar höfðu stefnt bönkunum um gögn. Þær eru sagðar hluti af rannsókn á mögulegu peningaþvætti á illa fengnu rússnesku fé. Í stefnunni halda lögfræðingar Trump-fjölskyldunnar fram sömu rökum og forsetinn og málsvarar hans hafa gert opinberlega undanfarið. Stefnur þingnefndanna séu „áreitni“ gegn forsetanum og að þeim sé ætlað að grúska í persónulegum upplýsingum hans, fjölskyldu hans og fyrirtækis til að finna efni sem gæti komið höggi á hann pólitískt. Stefnur þingnefndanna séu ólöglegar. Áður hefur forsetinn stefnt bókhaldsfyrirtæki sínu til þess að koma í veg fyrir að það afhendi eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar gögn um fjármál hans sem hún hefur gefið út stefnu um. Lögspekingar telja þó ólíklegt að þau rök haldi. Líklegt sé þó að málaferlin geti seinkað því að nefndirnar komist yfir gögn um fjármál og viðskipti forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00 Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00
Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00
Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33