Fleiri slasast vegna fíkniefna- en ölvunaraksturs Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2019 15:43 Frá vettvangi umferðarslyss í fyrra. Vísir/MHH Þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið „að mörgu leyti gott ár í umferðinni á Íslandi,“ stendur tvennt upp úr er varðar neikvæða þróun: Fjölgun slysa vegna fíkniefnaaksturs og vegna framanákeyrslna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi í fyrra. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi hækkað úr 16 í 18 milli ára fækkaði slösuðum í umferðinni um 7 prósent, fækkaði úr 1387 í 1289. Af 15 banaslysum, sem í létust fyrrnefndir 18 einstaklingar, áttu karlmenn sök að máli í 14 tilfellum. Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut (Háaleitisbraut og Grensásvegur) og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði. Þegar kemur að slysum með meiðslum eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar einnig með flest slys. Þar á eftir eru svo gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Hæst hlutfall Grindvíkinga og Selfyssinga slasast í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum, sé miðað við íbúafjölda á viðkomandi stað. Flestir ökumenn sem lenda í slysum miðað við íbúafjölda koma frá Akranesi og Egilsstöðum. Slösuðum af völdum ölvunaraksturs fækkaði á milli ára, úr 69 í 64, en slösuðum af völdum fíkniefnaaksturs fjölgaði umtalsvert. Alls slösuðust 52 vegna fíkniefnaaksturs árið 2017 en 85 í fyrra. Má því sjá að fleiri slasast af völdum fíkniefna heldur en ölvunaraksturs. Sem fyrr segir hefur að sama skapi gengið illa að fækka slysum vegna framanákeyrslna. Alls voru 559 slík slys í fyrra og í þeim slösuðust 137 einstaklingar.Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér. Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið „að mörgu leyti gott ár í umferðinni á Íslandi,“ stendur tvennt upp úr er varðar neikvæða þróun: Fjölgun slysa vegna fíkniefnaaksturs og vegna framanákeyrslna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi í fyrra. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi hækkað úr 16 í 18 milli ára fækkaði slösuðum í umferðinni um 7 prósent, fækkaði úr 1387 í 1289. Af 15 banaslysum, sem í létust fyrrnefndir 18 einstaklingar, áttu karlmenn sök að máli í 14 tilfellum. Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut (Háaleitisbraut og Grensásvegur) og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði. Þegar kemur að slysum með meiðslum eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar einnig með flest slys. Þar á eftir eru svo gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Hæst hlutfall Grindvíkinga og Selfyssinga slasast í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum, sé miðað við íbúafjölda á viðkomandi stað. Flestir ökumenn sem lenda í slysum miðað við íbúafjölda koma frá Akranesi og Egilsstöðum. Slösuðum af völdum ölvunaraksturs fækkaði á milli ára, úr 69 í 64, en slösuðum af völdum fíkniefnaaksturs fjölgaði umtalsvert. Alls slösuðust 52 vegna fíkniefnaaksturs árið 2017 en 85 í fyrra. Má því sjá að fleiri slasast af völdum fíkniefna heldur en ölvunaraksturs. Sem fyrr segir hefur að sama skapi gengið illa að fækka slysum vegna framanákeyrslna. Alls voru 559 slík slys í fyrra og í þeim slösuðust 137 einstaklingar.Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér.
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira