Katrín á BBC: Gerðum málamiðlun um NATO Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2019 13:31 Katrín Jakobsdóttir í Hardtalk. BBC Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græna hafa valið málamiðlun í afstöðu sinni gagnvart Atlantshafsbandalaginu NATO til að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfinu og ná þannig fram mikilvægum málum. Þetta sagði Katrín í viðtali við Shaun Levy í þættinum Hardtalk á breska ríkissjónvarpinu BBC. „Mín persónulega skoðun og flokksins er sú að við ættum ekki að vera hluti af NATO. Hins vegar höfum við þjóðaröryggisstefnu sem allir flokkar þingsins samþykktu, fyrir utan okkur, því að aðild að NATO er hornsteinn þeirrar stefnu,“ sagði Katrín. Hún sagðist ekki telja það næga ástæðu til að vera ekki hluti af ríkisstjórn þar sem hægt er að ná fram mikilvægum málum. Því hafi verið gerð málamiðlun í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að fylgja þjóðaröryggisstefnunni. Shaun Levy sagði Vinstri græna hafa verið harðorða í garð NATO og að þeir telji það hernaðarbandalag sem sé grunnur að heimsyfirráðum og dauða milljóna. Katrín svaraði að hún hefði nýtt tækifærið á NATO-þingi síðastliðið sumar til að endurspegla viðhorf sitt. Spurð hvort að ekki ætti að fara með aðild Íslands að NATO í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG hefur lagt til, sagði Katrín að það hafi ekki verið gert þegar Ísland gekk til liðs við NATO árið 1949 en hefði mögulega átt að vera þá. Hún sagði að eftir að VG komst í ríkisstjórn hefði orðið breyting til batnaðar þegar kemur að félagsmálakerfinu, heilbrigðiskerfinu, menntamálum og nú í fyrsta sinn vinni íslensk yfirvöld eftir loftslagsáætlun sem hefur hlotið talsvert fjármagn. NATO Utanríkismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græna hafa valið málamiðlun í afstöðu sinni gagnvart Atlantshafsbandalaginu NATO til að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfinu og ná þannig fram mikilvægum málum. Þetta sagði Katrín í viðtali við Shaun Levy í þættinum Hardtalk á breska ríkissjónvarpinu BBC. „Mín persónulega skoðun og flokksins er sú að við ættum ekki að vera hluti af NATO. Hins vegar höfum við þjóðaröryggisstefnu sem allir flokkar þingsins samþykktu, fyrir utan okkur, því að aðild að NATO er hornsteinn þeirrar stefnu,“ sagði Katrín. Hún sagðist ekki telja það næga ástæðu til að vera ekki hluti af ríkisstjórn þar sem hægt er að ná fram mikilvægum málum. Því hafi verið gerð málamiðlun í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að fylgja þjóðaröryggisstefnunni. Shaun Levy sagði Vinstri græna hafa verið harðorða í garð NATO og að þeir telji það hernaðarbandalag sem sé grunnur að heimsyfirráðum og dauða milljóna. Katrín svaraði að hún hefði nýtt tækifærið á NATO-þingi síðastliðið sumar til að endurspegla viðhorf sitt. Spurð hvort að ekki ætti að fara með aðild Íslands að NATO í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG hefur lagt til, sagði Katrín að það hafi ekki verið gert þegar Ísland gekk til liðs við NATO árið 1949 en hefði mögulega átt að vera þá. Hún sagði að eftir að VG komst í ríkisstjórn hefði orðið breyting til batnaðar þegar kemur að félagsmálakerfinu, heilbrigðiskerfinu, menntamálum og nú í fyrsta sinn vinni íslensk yfirvöld eftir loftslagsáætlun sem hefur hlotið talsvert fjármagn.
NATO Utanríkismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Sjá meira