NFL-ferill Jason Pierre-Paul er ansi skrautlegur og nú er talið líklegt að hann geti ekkert spilað í deildinni næsta vetur.
Pierre-Paul, eða JPP, lenti í bílslysi á dögunum og meiddist illa á hálsi. Hann þarf væntanlega að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna. Sú aðgerð myndi þá binda enda á vonir hans um að spila næsta vetur.
JPP spilar með Tampa Bay Buccaneers í dag eftir að hafa verið lengst af í herbúðum NY Giants.
Árið 2015 meiddist hann alvarlega er hann var að leika sér með flugelda og einn slíkur sprakk í hendi hans. Hann missti hluta af hendinni en hefur engu að síður náð að spila í deildinni.
Leikmaðurinn er orðinn þrítugur og spurning hvort við fáum að sjá hann á vellinum veturinn 2020.
