Orka staðreyndavitundar Konráð S.Guðjónsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Í samfélagi þar sem stanslaus holskefla upplýsinga dynur á okkur er oft erfitt að fóta sig. „Ísland missir yfirráð yfir orkuauðlindum!“ og „ESB getur þvingað okkur til að leggja sæstreng!“ eru til dæmis frasar sem eru lýsandi fyrir það sem á okkur dynur um þriðja orkupakkann. Að vísu er hvorugt rétt, eins og fjallað er um í umsögn Viðskiptaráðs um málið. Málið er þó óneitanlega nokkuð flókið og umræðan jafnvel enn flóknari. Hvað er þá til ráða? Núvitund, að hafa athyglina í núinu á opinn og virkan hátt, hefur rutt sér mikið til rúms á síðustu árum. Þurfum við meira af henni? Eflaust, en það virðist líka þurfa annars konar vitundarvakningu. Beitingu vitundarinnar á enn betri hátt. Það getur til dæmis verið í átt að staðreyndum. Þurfum við meiri staðreyndavitund?Bók Rosling Ein umtalaðasta bók síðustu ára er Factfulness, sem kalla má Staðreyndavitund, eftir sænska lækninn og tölfræðinginn Hans heitinn Rosling. Bókin varpar ljósi á hversu skökk heimsmynd okkar gjarnan er. Dæmi um þetta er að fólk svarar kerfisbundið rangt spurningum um íbúafjölda, menntun og heilsu á heimsvísu. Svo kerfisbundið að simpansi sem svarar handahófskennt myndi standa sig betur. Bókin fjallar einnig um hvernig við höfum tilhneigingu til að líta á heiminn með órökréttum hætti. Er nema von að maður upplifi heiminn sífellt hættulegri þegar á okkur dynja fréttir um stríðsátök og náttúruhamfarir? Án þess að gera lítið úr slíkum hörmungum er staðreynd málsins samt sú að við lifum á friðsömustu og öruggustu tímum sögunnar. Rosling lagði til að við tileinkum okkur staðreyndavitund sem hann skilgreinir sem „þann róandi vana að hafa aðeins skoðanir á því sem þú getur rökstutt með staðreyndum“. Það þýðir að við eigum að draga andann djúpt og fara varlega í að mynda okkur skoðanir á málum sem við höfum lítið kynnt okkur. Á okkar tímum þar sem áreiti samfélagsmiðla er stanslaust er tilhugsunin ein um staðreyndavitund róandi og frelsandi. Ef Nonni frændi fullyrðir í stuttum status að ný lög um umferðarlög séu algjör þvæla ættu viðbrögð þín með staðreyndavitund að vopni að vera: Engin skoðun, bara yfirvegun. Enda þekkir þú ekki málið.Orkupakkaumræða án staðreyndavitundar? Í orkupakkaumræðunni virðist vanta staðreyndavitund – að tekin sé málefnaleg og gagnrýnin afstaða byggð á staðreyndum málsins en ekki upphrópunum. Það er óneitanlega auðvelt að hoppa á vagninn þegar talað er um afsal fullveldis, mikla hækkun raforkuverðs til heimila og að yfirráð yfir auðlindum fari til Brussel. Allt er þetta eitthvað sem fólk virðist óttast og því í sjálfu sér rökrétt að mynda sér skoðun á móti pakkanum, án þess að beita staðreyndavitund. Nema auðvitað að ekkert af þessu er rétt og málið er raunar talsvert flóknara, sérstaklega ef hinum gríðarlega mikilvæga EES-samningi er bætt inn í myndina, sem ómögulegt er að skilja frá umræðu um pakkann. Þess vegna kemur óþægilega lítið á óvart að stuðningur við þriðja orkupakkann er langmestur hjá þeim sem segjast hafa kynnt sér málið (46%) en minnstur hjá þeim sem segjast ekki hafa kynnt sér málið (12%) samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Af öllum landsmönnum eru 30% hlynnt og 49% andvíg pakkanum. Ekki þarf miklar getgátur eða flókna útreikninga til að sjá að stuðningur við orkupakkann væri líkast til meiri en andstaðan ef allir hefðu kynnt sér málið.Vörn gegn popúlisma Þó að staðreyndavitund sé róandi gefur hún okkur líka orku. Orku til að leggja áherslu á brýnustu málin þar sem mest er í húfi. Orku til að mæta popúlisma og afvegaleiðingu umræðunnar sem sagan kennir okkur að getur valdið stórkostlegum skaða. Staðreyndavitund mun því vonandi forða okkur frá vegferð sem endar með atkvæðagreiðslu þar sem margir gúgla „Hvað er EES?“ daginn eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í samfélagi þar sem stanslaus holskefla upplýsinga dynur á okkur er oft erfitt að fóta sig. „Ísland missir yfirráð yfir orkuauðlindum!“ og „ESB getur þvingað okkur til að leggja sæstreng!“ eru til dæmis frasar sem eru lýsandi fyrir það sem á okkur dynur um þriðja orkupakkann. Að vísu er hvorugt rétt, eins og fjallað er um í umsögn Viðskiptaráðs um málið. Málið er þó óneitanlega nokkuð flókið og umræðan jafnvel enn flóknari. Hvað er þá til ráða? Núvitund, að hafa athyglina í núinu á opinn og virkan hátt, hefur rutt sér mikið til rúms á síðustu árum. Þurfum við meira af henni? Eflaust, en það virðist líka þurfa annars konar vitundarvakningu. Beitingu vitundarinnar á enn betri hátt. Það getur til dæmis verið í átt að staðreyndum. Þurfum við meiri staðreyndavitund?Bók Rosling Ein umtalaðasta bók síðustu ára er Factfulness, sem kalla má Staðreyndavitund, eftir sænska lækninn og tölfræðinginn Hans heitinn Rosling. Bókin varpar ljósi á hversu skökk heimsmynd okkar gjarnan er. Dæmi um þetta er að fólk svarar kerfisbundið rangt spurningum um íbúafjölda, menntun og heilsu á heimsvísu. Svo kerfisbundið að simpansi sem svarar handahófskennt myndi standa sig betur. Bókin fjallar einnig um hvernig við höfum tilhneigingu til að líta á heiminn með órökréttum hætti. Er nema von að maður upplifi heiminn sífellt hættulegri þegar á okkur dynja fréttir um stríðsátök og náttúruhamfarir? Án þess að gera lítið úr slíkum hörmungum er staðreynd málsins samt sú að við lifum á friðsömustu og öruggustu tímum sögunnar. Rosling lagði til að við tileinkum okkur staðreyndavitund sem hann skilgreinir sem „þann róandi vana að hafa aðeins skoðanir á því sem þú getur rökstutt með staðreyndum“. Það þýðir að við eigum að draga andann djúpt og fara varlega í að mynda okkur skoðanir á málum sem við höfum lítið kynnt okkur. Á okkar tímum þar sem áreiti samfélagsmiðla er stanslaust er tilhugsunin ein um staðreyndavitund róandi og frelsandi. Ef Nonni frændi fullyrðir í stuttum status að ný lög um umferðarlög séu algjör þvæla ættu viðbrögð þín með staðreyndavitund að vopni að vera: Engin skoðun, bara yfirvegun. Enda þekkir þú ekki málið.Orkupakkaumræða án staðreyndavitundar? Í orkupakkaumræðunni virðist vanta staðreyndavitund – að tekin sé málefnaleg og gagnrýnin afstaða byggð á staðreyndum málsins en ekki upphrópunum. Það er óneitanlega auðvelt að hoppa á vagninn þegar talað er um afsal fullveldis, mikla hækkun raforkuverðs til heimila og að yfirráð yfir auðlindum fari til Brussel. Allt er þetta eitthvað sem fólk virðist óttast og því í sjálfu sér rökrétt að mynda sér skoðun á móti pakkanum, án þess að beita staðreyndavitund. Nema auðvitað að ekkert af þessu er rétt og málið er raunar talsvert flóknara, sérstaklega ef hinum gríðarlega mikilvæga EES-samningi er bætt inn í myndina, sem ómögulegt er að skilja frá umræðu um pakkann. Þess vegna kemur óþægilega lítið á óvart að stuðningur við þriðja orkupakkann er langmestur hjá þeim sem segjast hafa kynnt sér málið (46%) en minnstur hjá þeim sem segjast ekki hafa kynnt sér málið (12%) samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Af öllum landsmönnum eru 30% hlynnt og 49% andvíg pakkanum. Ekki þarf miklar getgátur eða flókna útreikninga til að sjá að stuðningur við orkupakkann væri líkast til meiri en andstaðan ef allir hefðu kynnt sér málið.Vörn gegn popúlisma Þó að staðreyndavitund sé róandi gefur hún okkur líka orku. Orku til að leggja áherslu á brýnustu málin þar sem mest er í húfi. Orku til að mæta popúlisma og afvegaleiðingu umræðunnar sem sagan kennir okkur að getur valdið stórkostlegum skaða. Staðreyndavitund mun því vonandi forða okkur frá vegferð sem endar með atkvæðagreiðslu þar sem margir gúgla „Hvað er EES?“ daginn eftir.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun