7% þjóðarinnar glíma við afleiðingar heilaskaða Stefán John Stefánsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Mörg hundruð Íslendingar fara í endurhæfingu á hverju ári vegna slysa eða sjúkdóma. Markmiðið með endurhæfingu sjúklinga er að þeir geti náð fótfestu í lífinu á ný og tekið aftur þátt á vinnumarkaði. Til að ná þessu markmiði þarf greiningin að vera áreiðanleg, endurhæfingin þarf að vera sérhæfð og jafnframt er mikilvægt að mat á starfshæfni sé markviss þáttur í endurhæfingarferlinu. Það er stór hópur einstaklinga í þjóðfélaginu sem fær ekki meðferð við hæfi en það eru einstaklingar með ákominn heilaskaða. Eins og staðan er í dag er engin langtímaendurhæfing í boði og jafnframt vantar að byggja upp þverfaglega nálgun í allt endurhæfingarferlið. Ljóst er að aðeins brot af þeim sem hljóta ákominn heilaskaða fær þá endurhæfingu sem þeir þurfa en talið er að 7% þjóðarinnar glími við afleiðingar vegna heilaskaða. Árlega hljóta um 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Í dag hljóta einungis um 10-20% sérhæfða meðferð en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á meðferð að halda, eftir sitja um 80-90% án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Það vantar langtímaeftirfylgd og fjölbreyttari úrræði að lokinni endurhæfingu, bæði félagsleg og vinnutengd. Alvarlegust er þó staða barna sem hljóta heilaskaða en í heilbrigðiskerfinu er ekki til skilgreint greiningarferli eða formleg endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. En hvað tekur við að endurhæfingu lokinni? Örorka! Endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða er ágætlega sinnt að mörgu leyti bæði í einstaklingsmiðuðum og hópmeðferðum, að undanskilinni einstaklingsmiðaðri langtímameðferð og meðferð barna með ákominn heilaskaða. En hvað tekur við eftir að meðferð lýkur á Reykjalundi eða Grensásdeild? Kannski lyfseðill í Gáttinni, klapp á bakið og ósk um velgengni í nýja lífinu! Eftir að endurhæfingu lýkur í heilbrigðiskerfinu þurfa einstaklingar sem hljóta heilaskaða að aðlagast lífinu á ný oft á tíðum sem breyttir einstaklingar og því fylgir gríðarleg óvissa og óöryggi. Eftir margar vikur og jafnvel mánuði í góðu utanumhaldi, umvafðir vernd og umönnun fagaðila og stofnana þurfa einstaklingar að takast á ærið allt sjálfir. Það er enginn sem heldur í höndina á þeim, aðstandendur eru engu nær og blákaldur raunveruleikinn tekur við. Einstaklingar þurfa að fá leiðsögn og stuðning á þessari vegferð til þess að ná fótfestu í lífinu á ný. Í þessari nýju tilveru er algengt að einstaklingar með ákominn heilaskaða einangrist félagslega að meðferð lokinni og margir glíma við þunglyndi og kvíði vegna þessa. Ef einstaklingar sækjast sjálfir eftir því þá er hægt að komast að í starfsendurhæfingu og jafnvel að komast að hjá félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Afleiðingar heilaskaða eru m.a. framtaksleysi og skert innsæi og því er ljóst að þeir eru ekki að fara að sækja þessa þjónustu að eigin frumkvæði. Það er gríðarlega kostnaðarsamt fyrir samfélagið að bjóða ekki upp á langtímameðferð fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða – ef hún er ekki í boði þá enda þeir á örorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar fara í endurhæfingu á hverju ári vegna slysa eða sjúkdóma. Markmiðið með endurhæfingu sjúklinga er að þeir geti náð fótfestu í lífinu á ný og tekið aftur þátt á vinnumarkaði. Til að ná þessu markmiði þarf greiningin að vera áreiðanleg, endurhæfingin þarf að vera sérhæfð og jafnframt er mikilvægt að mat á starfshæfni sé markviss þáttur í endurhæfingarferlinu. Það er stór hópur einstaklinga í þjóðfélaginu sem fær ekki meðferð við hæfi en það eru einstaklingar með ákominn heilaskaða. Eins og staðan er í dag er engin langtímaendurhæfing í boði og jafnframt vantar að byggja upp þverfaglega nálgun í allt endurhæfingarferlið. Ljóst er að aðeins brot af þeim sem hljóta ákominn heilaskaða fær þá endurhæfingu sem þeir þurfa en talið er að 7% þjóðarinnar glími við afleiðingar vegna heilaskaða. Árlega hljóta um 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Í dag hljóta einungis um 10-20% sérhæfða meðferð en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á meðferð að halda, eftir sitja um 80-90% án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Það vantar langtímaeftirfylgd og fjölbreyttari úrræði að lokinni endurhæfingu, bæði félagsleg og vinnutengd. Alvarlegust er þó staða barna sem hljóta heilaskaða en í heilbrigðiskerfinu er ekki til skilgreint greiningarferli eða formleg endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. En hvað tekur við að endurhæfingu lokinni? Örorka! Endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða er ágætlega sinnt að mörgu leyti bæði í einstaklingsmiðuðum og hópmeðferðum, að undanskilinni einstaklingsmiðaðri langtímameðferð og meðferð barna með ákominn heilaskaða. En hvað tekur við eftir að meðferð lýkur á Reykjalundi eða Grensásdeild? Kannski lyfseðill í Gáttinni, klapp á bakið og ósk um velgengni í nýja lífinu! Eftir að endurhæfingu lýkur í heilbrigðiskerfinu þurfa einstaklingar sem hljóta heilaskaða að aðlagast lífinu á ný oft á tíðum sem breyttir einstaklingar og því fylgir gríðarleg óvissa og óöryggi. Eftir margar vikur og jafnvel mánuði í góðu utanumhaldi, umvafðir vernd og umönnun fagaðila og stofnana þurfa einstaklingar að takast á ærið allt sjálfir. Það er enginn sem heldur í höndina á þeim, aðstandendur eru engu nær og blákaldur raunveruleikinn tekur við. Einstaklingar þurfa að fá leiðsögn og stuðning á þessari vegferð til þess að ná fótfestu í lífinu á ný. Í þessari nýju tilveru er algengt að einstaklingar með ákominn heilaskaða einangrist félagslega að meðferð lokinni og margir glíma við þunglyndi og kvíði vegna þessa. Ef einstaklingar sækjast sjálfir eftir því þá er hægt að komast að í starfsendurhæfingu og jafnvel að komast að hjá félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Afleiðingar heilaskaða eru m.a. framtaksleysi og skert innsæi og því er ljóst að þeir eru ekki að fara að sækja þessa þjónustu að eigin frumkvæði. Það er gríðarlega kostnaðarsamt fyrir samfélagið að bjóða ekki upp á langtímameðferð fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða – ef hún er ekki í boði þá enda þeir á örorku.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun