Raddir vorsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. maí 2019 07:00 Á haustmánuðum árið 1962 gaf bandaríska vísinda- og náttúruverndarkonan Rachel Carson út stórvirkið Silent Spring, eða Raddir vorsins þagna. Þetta einstaka og innblásna verk var afrakstur þrotlausra og ítarlegra rannsókna Carson á breiðvirkum skordýraeitrum, hörmulegum áhrifum þeirra á vistkerfi og blekkingarleik efnaframleiðenda um skaðlega eiginleika þeirra. Titill bókarinnar er vísun í þann dapra heim sem blasir við með áframhaldandi eyðingu og útrýmingu vistkerfa og dýrategunda. Heim þar sem vorfuglarnir og söngur þeirra er á brott; heim þar sem vistkerfin eru fátækari. Raddir vorsins þagna var neisti sem tendraði hugsjónabál á seinni hluta síðustu aldar, þar sem sjónum var beint að þeirri staðreynd að náttúran er berskjölduð fyrir áhrifum og gjörðum mannanna. Tilurð bókarinnar, efnistök og áhrif ættu að gera Raddir vorsins þagna að skyldulesningu í öllum skólum. Núna þegar 57 ár eru frá útgáfu bókarinnar höfum við fengið fullkomið fylgirit hennar. Milliríkjanefnd um leiðir til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og vistkerfum (IPBES) birti í gær samantekt á niðurstöðum umfangsmestu úttektar sem gerð hefur verið á áhrifum mannsins á náttúru Jarðar. Á öllum landsvæðum plánetunnar – frá regnskógum Suður-Afríku og hitabeltisgresjum Afríku til sífrerasvæða norðurhvelsins og akra Suðuraustur-Asíu – ógna gjörðir mannanna líffræðilegum fjölbreytileika. Nefndin telur að ein milljón tegunda dýra og plantna sé í hættu á að deyja út. „Stöndugleiki vistkerfa sem við reiðum okkur á er að hrörna hraðar en nokkru sinni fyrr,“ sagði Sir Robert Watson, formaður IPBES, í fréttatilkynningu. „Um allan heim erum við að eyða sjálfum grunni hagkerfa okkar, lífsviðurværis okkar, fæðuöryggi okkar, heilsu okkar og lífsgæðum.“ Vopnin sem maðurinn beitir í þessu stríði sínu gegn náttúrunni eru land- og sjávarnýting, landbúnaður og hvers kyns notkun lífvera, auk losunar gróðurhúsalofttegunda og mengunar. En hvatirnar sem knýja okkur til að beita vopninu eru knúnar áfram af neyslu, græðgi og yfirlæti gagnvart því ríkulega lífi sem þrífst á þessari litlu plánetu. Þetta eru kenndir sem fela í sér það hörmulega, og mjög svo mannlega, viðhorf að við séum ofar náttúrunni sett. Þessar hvatir eru nákvæmlega þær sömu og Rachel Carson skrifaði um í Raddir vorsins þagna árið 1962. Ekkert hefur breyst, nema það að við erum nú að tala um hrun hnattrænna vistkerfa, en ekki staðbundinna. Rétt eins og sláandi niðurstöður milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hafa kallað á tafarlausar aðgerðir til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðrakerfum plánetunnar, þá krefjast niðurstöður IPBES þess að eitthvað sé gert. Til þess þurfum við ábyrgar og djarfar ákvarðanir af hálfu þeirra sem við höfum kosið til að vernda hagsmuni okkar. Kjörnir fulltrúar bera ábyrgð, rétt og eins og almenningur. Það er okkar ábyrgð – það er okkar byrði – að taka þessar erfiðu en nauðsynlegu ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Á haustmánuðum árið 1962 gaf bandaríska vísinda- og náttúruverndarkonan Rachel Carson út stórvirkið Silent Spring, eða Raddir vorsins þagna. Þetta einstaka og innblásna verk var afrakstur þrotlausra og ítarlegra rannsókna Carson á breiðvirkum skordýraeitrum, hörmulegum áhrifum þeirra á vistkerfi og blekkingarleik efnaframleiðenda um skaðlega eiginleika þeirra. Titill bókarinnar er vísun í þann dapra heim sem blasir við með áframhaldandi eyðingu og útrýmingu vistkerfa og dýrategunda. Heim þar sem vorfuglarnir og söngur þeirra er á brott; heim þar sem vistkerfin eru fátækari. Raddir vorsins þagna var neisti sem tendraði hugsjónabál á seinni hluta síðustu aldar, þar sem sjónum var beint að þeirri staðreynd að náttúran er berskjölduð fyrir áhrifum og gjörðum mannanna. Tilurð bókarinnar, efnistök og áhrif ættu að gera Raddir vorsins þagna að skyldulesningu í öllum skólum. Núna þegar 57 ár eru frá útgáfu bókarinnar höfum við fengið fullkomið fylgirit hennar. Milliríkjanefnd um leiðir til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og vistkerfum (IPBES) birti í gær samantekt á niðurstöðum umfangsmestu úttektar sem gerð hefur verið á áhrifum mannsins á náttúru Jarðar. Á öllum landsvæðum plánetunnar – frá regnskógum Suður-Afríku og hitabeltisgresjum Afríku til sífrerasvæða norðurhvelsins og akra Suðuraustur-Asíu – ógna gjörðir mannanna líffræðilegum fjölbreytileika. Nefndin telur að ein milljón tegunda dýra og plantna sé í hættu á að deyja út. „Stöndugleiki vistkerfa sem við reiðum okkur á er að hrörna hraðar en nokkru sinni fyrr,“ sagði Sir Robert Watson, formaður IPBES, í fréttatilkynningu. „Um allan heim erum við að eyða sjálfum grunni hagkerfa okkar, lífsviðurværis okkar, fæðuöryggi okkar, heilsu okkar og lífsgæðum.“ Vopnin sem maðurinn beitir í þessu stríði sínu gegn náttúrunni eru land- og sjávarnýting, landbúnaður og hvers kyns notkun lífvera, auk losunar gróðurhúsalofttegunda og mengunar. En hvatirnar sem knýja okkur til að beita vopninu eru knúnar áfram af neyslu, græðgi og yfirlæti gagnvart því ríkulega lífi sem þrífst á þessari litlu plánetu. Þetta eru kenndir sem fela í sér það hörmulega, og mjög svo mannlega, viðhorf að við séum ofar náttúrunni sett. Þessar hvatir eru nákvæmlega þær sömu og Rachel Carson skrifaði um í Raddir vorsins þagna árið 1962. Ekkert hefur breyst, nema það að við erum nú að tala um hrun hnattrænna vistkerfa, en ekki staðbundinna. Rétt eins og sláandi niðurstöður milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hafa kallað á tafarlausar aðgerðir til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðrakerfum plánetunnar, þá krefjast niðurstöður IPBES þess að eitthvað sé gert. Til þess þurfum við ábyrgar og djarfar ákvarðanir af hálfu þeirra sem við höfum kosið til að vernda hagsmuni okkar. Kjörnir fulltrúar bera ábyrgð, rétt og eins og almenningur. Það er okkar ábyrgð – það er okkar byrði – að taka þessar erfiðu en nauðsynlegu ákvarðanir og fylgja þeim eftir.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun