Stelpur í Síerra Leóne í íslenska landsliðsbúningnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2019 16:00 Stelpurnar í íslenska landsliðsbúningnum. Mynd/KSÍ Knattspyrnusamband Íslands sendi íslenska landsliðsbúninginn til kvennaliðs í Síerra Leóne í Afríku og áhugasamir geta lagt stelpunum lið. Það er hægt að sjá stelpurnar í íslenska landsliðsbúningnum hér á myndinni fyrir ofan. Verkefnastjórar Soroptimistaklúbbsins í Árbæ leituðu til KSÍ fyrr á árinu og óskuðu eftir búningum til að gefa áfram til stúlknaliðs í knattspyrnufélaginu MogbwemoQueens í litlu námuþorpi í Síerra Leóne í Afríku. Samkvæmt upplýsingum frá Soroptimistaklúbbnum hafa flestar stúlkurnar í liðinu hlotið litla eða enga menntun og margar eiga átakanlega sögu um ofbeldi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Síerra Leóne er land á vesturströnd Afríku með sjö milljónir íbúa. Síerra Leóne liggur að Atlantshafinu en er með landamæri að Gíneu í norðri og að Líberíu í suðri. „Það að stofna knattspyrnulið hefur hvatt stúlkurnar til að taka upp námsþráðinn og halda áfram í skólanum. Knattspyrnan veitir þeim útrás, eflir félagsþroska þeirra og þær fá tækifæri til að ferðast til annarra þorpa í landinu, sem þær gætu ekki annars,“ segir í fréttinni. Sá sem stofnaði knattspyrnuliðið heitir Emmanuel, fæddur og uppalinn í Bretlandi en hefur tekið ástfóstri við SierraLeone. Emmanuel heldur utan um rekstur liðsins, fjáraflanir og önnur verkefni, m.a. að leita leiða til að útvega viðeigandi búnað. Stelpurnar í liðinu hafa einnig mikla þörf fyrir fótboltaskó og -sokka. Stúlkurnar vilja heldur notaða skó, í stærðum 38-41 í stað þess að fá peningagjöf fyrir þeim, því úrvalið í landinu er lítið sem ekkert. Áhugasömum um að leggja verkefninu lið er bent á Soroptimistaklúbb Árbæjar. Fótbolti Síerra Leóne Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands sendi íslenska landsliðsbúninginn til kvennaliðs í Síerra Leóne í Afríku og áhugasamir geta lagt stelpunum lið. Það er hægt að sjá stelpurnar í íslenska landsliðsbúningnum hér á myndinni fyrir ofan. Verkefnastjórar Soroptimistaklúbbsins í Árbæ leituðu til KSÍ fyrr á árinu og óskuðu eftir búningum til að gefa áfram til stúlknaliðs í knattspyrnufélaginu MogbwemoQueens í litlu námuþorpi í Síerra Leóne í Afríku. Samkvæmt upplýsingum frá Soroptimistaklúbbnum hafa flestar stúlkurnar í liðinu hlotið litla eða enga menntun og margar eiga átakanlega sögu um ofbeldi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Síerra Leóne er land á vesturströnd Afríku með sjö milljónir íbúa. Síerra Leóne liggur að Atlantshafinu en er með landamæri að Gíneu í norðri og að Líberíu í suðri. „Það að stofna knattspyrnulið hefur hvatt stúlkurnar til að taka upp námsþráðinn og halda áfram í skólanum. Knattspyrnan veitir þeim útrás, eflir félagsþroska þeirra og þær fá tækifæri til að ferðast til annarra þorpa í landinu, sem þær gætu ekki annars,“ segir í fréttinni. Sá sem stofnaði knattspyrnuliðið heitir Emmanuel, fæddur og uppalinn í Bretlandi en hefur tekið ástfóstri við SierraLeone. Emmanuel heldur utan um rekstur liðsins, fjáraflanir og önnur verkefni, m.a. að leita leiða til að útvega viðeigandi búnað. Stelpurnar í liðinu hafa einnig mikla þörf fyrir fótboltaskó og -sokka. Stúlkurnar vilja heldur notaða skó, í stærðum 38-41 í stað þess að fá peningagjöf fyrir þeim, því úrvalið í landinu er lítið sem ekkert. Áhugasömum um að leggja verkefninu lið er bent á Soroptimistaklúbb Árbæjar.
Fótbolti Síerra Leóne Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira