Erlent

Bandaríkjamenn senda flugmóðurskip og fylgdarlið að Persaflóa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, Bandaríkjaforseta.
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Getty/Chip Somodevilla
Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda flugmóðurskip með fullu fylgdarliði til Persaflóa og segja það gert til að senda stjórnvöldum í Íran skýr skilaboð.

John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump forseta og sérstakur áhugamaður um að koma núverandi stjórnvöldum í Íran frá völdum, segir að þetta hafi verið ákveðið til að bregðast við fjölda atvika sem gefi tilefni til að ætla að Íranir séu að færa sig upp á skaftið.

Hann nefndi þó engin skýr dæmi um slíkt. Reuters fréttastofan hefur eftir ónefndum heimildarmanni innan úr ríkisstjórn Bandaríkjanna að flugmóðurskipið Abraham Lincoln hafi verið sent í Persaflóann vegna grunsemda um yfirvofandi árás bandarískt herlið á svæðinu.

Þá hefur verið bætt í flota sprengjuflugvéla á svæðinu. Bolton bætti því við á blaðamannafundi að hverskonar árás verði mætt af fullu afli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×