Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 19:45 Iðnaðarmenn skrifuðu undir kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í nótt. vísir/vilhelm Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. Ákvæði um styttingu vinnuvikunnar eru ákveðnari en nýlega var samið um á almenna vinnumarkaðnum. Sex stéttarfélög iðnaðarmanna skrifuðu undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö síðast liðna nótt. Kristján Þórður Snæbjarnarson talsmaður iðnaðarmanna segir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir launa og til rúmlega þriggja ára eins og í samningum VR og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hinn 3. apríl síðast liðinn. „Síðan erum við líka að gera breytingar á kauptöxtum eða lágmarkskjörum iðnaðarmanna. Þar er verið að einfalda taxtauppbygginguna hjá okkur. Fækka töxtum og þeir taka í grunninn sömu hækkun en það verður ákveðin hliðrun í tengslum við það,“ segir Kristján Þórður. Almennt séu þessir samningar ekki að gefa um þrettán þúsund félagsmönnum iðnaðarmannafélaganna meira en samningar VR og Starfsgreinasambandsins. „Vissulega eru taxtarnir að hækka örlítið meira í krónum talið. Hins vegar eru mjög fáir félagsmenn á taxta hjá okkur. En taxtarnir geta verið að hækka um einhverjar 114 þúsund krónur,“ segir Kristján Þórður. Þá hafi ýmislegt annað náðst fram eins og ákveðnara ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Eins og í samningum á almenna markaðnum var samið um að starfsmenn og atvinnurekendur geti stytt vinnutímann í sameiningu en ef fyrirtæki neiti að semja geti starfsmenn gert það einhliða. „Og farið niður í 36 klukkustundir og fimmtán mínútur á viku án þess að fyrirtæki í raun og veru þurfi að vera aðili að því.“Þannig að þið eruð að fá þetta inn með ákveðnari hætti en í almennu samningunum? „Já við erum að ná þessu inn með föstum hætti þannig að þetta sé á forsendum iðnanaðarmanna og meirihluta starfsmanna á hverjum vinnustað að gera slíkar breytingar,“ segir Kristján Þórður. Nú er unnið að kynningarefni á samningunum sem síðan fara í atkvæðagreiðslu og á niðurstaða hennar að liggja fyrir eigi síðar en 22. maí. Kjaramál Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. Ákvæði um styttingu vinnuvikunnar eru ákveðnari en nýlega var samið um á almenna vinnumarkaðnum. Sex stéttarfélög iðnaðarmanna skrifuðu undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara um klukkan tvö síðast liðna nótt. Kristján Þórður Snæbjarnarson talsmaður iðnaðarmanna segir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir launa og til rúmlega þriggja ára eins og í samningum VR og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hinn 3. apríl síðast liðinn. „Síðan erum við líka að gera breytingar á kauptöxtum eða lágmarkskjörum iðnaðarmanna. Þar er verið að einfalda taxtauppbygginguna hjá okkur. Fækka töxtum og þeir taka í grunninn sömu hækkun en það verður ákveðin hliðrun í tengslum við það,“ segir Kristján Þórður. Almennt séu þessir samningar ekki að gefa um þrettán þúsund félagsmönnum iðnaðarmannafélaganna meira en samningar VR og Starfsgreinasambandsins. „Vissulega eru taxtarnir að hækka örlítið meira í krónum talið. Hins vegar eru mjög fáir félagsmenn á taxta hjá okkur. En taxtarnir geta verið að hækka um einhverjar 114 þúsund krónur,“ segir Kristján Þórður. Þá hafi ýmislegt annað náðst fram eins og ákveðnara ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Eins og í samningum á almenna markaðnum var samið um að starfsmenn og atvinnurekendur geti stytt vinnutímann í sameiningu en ef fyrirtæki neiti að semja geti starfsmenn gert það einhliða. „Og farið niður í 36 klukkustundir og fimmtán mínútur á viku án þess að fyrirtæki í raun og veru þurfi að vera aðili að því.“Þannig að þið eruð að fá þetta inn með ákveðnari hætti en í almennu samningunum? „Já við erum að ná þessu inn með föstum hætti þannig að þetta sé á forsendum iðnanaðarmanna og meirihluta starfsmanna á hverjum vinnustað að gera slíkar breytingar,“ segir Kristján Þórður. Nú er unnið að kynningarefni á samningunum sem síðan fara í atkvæðagreiðslu og á niðurstaða hennar að liggja fyrir eigi síðar en 22. maí.
Kjaramál Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28
Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. 3. maí 2019 06:50
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent