Hömlulaus og ofsafengin atlaga að bróður sem mátti sín lítils Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2019 14:47 Frá Gýgjarhóli þar sem harmleikurinn varð 31. mars þegar Valur varð valdur að dauða Ragnars bróður síns. Vísir/Magnús Hlynur Atlaga Vals Lýðssonar að bróður sínum Ragnari var svo ofsafengin að honum hlaut að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Af þeim sökum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Landsrétti í dag en hann hafði áður verið dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Í niðurstöðu Landsréttar segir að árás Vals hafi verið hömlulaus og ásetningur verið klár. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag. Í niðurstöðu Landsréttar segir að ljóst sé að Valur hafi veist að Ragnari með mörgum, þungum hnefahöggum og spörkum. Hann hafi ekki látið af atlögunni þótt Ragnari félli í gólfið og gæti sér þar litla eða enga björg veitt. Þótt gögn málsins beri með sér að einhver átök hafi verið á milli bræðranna þykir Landsrétti ljóst að Valur hafði þar algjöra yfirburði og hlaut aðeins smávægilega áverka af. „Af niðurstöðum krufningar og blóðferlagreiningar verður ráðið að ákærði hafi veitt (Ragnari) högg eða spörk í höfuðið þar sem hann var í álútri stöðu eða kominn niður á hnén og sparkað eða stappað á höfði hans og líkama þar sem hann lá í gólfinu,“ segir í dómi Landsréttar. Ragnar lést af völdum höfuðáverka en áverkar í brjóst- og kviðarholi voru einnig banvænir. Samkvæmt vitnisburði Sebastian Kuntz réttarmeinafræðings voru þeir áverkar veittir Ragnari þegar hann var orðinn meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus vegna höfuðhögga, jafnvel að honum látnum. Var Valur dæmdur til að greiða börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju í miskabætur og sömuleiðis 200 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Atlaga Vals Lýðssonar að bróður sínum Ragnari var svo ofsafengin að honum hlaut að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Af þeim sökum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Landsrétti í dag en hann hafði áður verið dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Í niðurstöðu Landsréttar segir að árás Vals hafi verið hömlulaus og ásetningur verið klár. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag. Í niðurstöðu Landsréttar segir að ljóst sé að Valur hafi veist að Ragnari með mörgum, þungum hnefahöggum og spörkum. Hann hafi ekki látið af atlögunni þótt Ragnari félli í gólfið og gæti sér þar litla eða enga björg veitt. Þótt gögn málsins beri með sér að einhver átök hafi verið á milli bræðranna þykir Landsrétti ljóst að Valur hafði þar algjöra yfirburði og hlaut aðeins smávægilega áverka af. „Af niðurstöðum krufningar og blóðferlagreiningar verður ráðið að ákærði hafi veitt (Ragnari) högg eða spörk í höfuðið þar sem hann var í álútri stöðu eða kominn niður á hnén og sparkað eða stappað á höfði hans og líkama þar sem hann lá í gólfinu,“ segir í dómi Landsréttar. Ragnar lést af völdum höfuðáverka en áverkar í brjóst- og kviðarholi voru einnig banvænir. Samkvæmt vitnisburði Sebastian Kuntz réttarmeinafræðings voru þeir áverkar veittir Ragnari þegar hann var orðinn meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus vegna höfuðhögga, jafnvel að honum látnum. Var Valur dæmdur til að greiða börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju í miskabætur og sömuleiðis 200 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.
Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06