Í dag er svo útlit fyrir hæga suðlæga eða breytilega átt. Búast má við dálitlum skúrum á víð og dreif á Suður- og Vesturlandi. Um landið norðan- og austanvert léttir smám saman til og sólin fer að skína þannig að hitatölurnar stefna upp á við eftir kulda næturinnar.
Á morgun er útlit fyrir vestan golu eða kalda. Skýjað með köflum og víða þurrt. Gengur hins vegar í norðvestan strekking í norðausturfjórðungnum og með honum fylgir svolítil væta. Hiti 5 til 13 stig á morgun, hlýjast á Suðausturlandi þar sem verður jafnframt sólríkast.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:Vestan 3-8 m/s og skýjað, en 8-13 með norðurströndinni og dálítil væta. Hiti 5 til 12 stig yfir daginn, hlýjast á Suðausturlandi.
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt á landinu. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst. Líkur á vægu næturfrosti á Norður- og Austurlandi.
Á mánudag:
Hæg breytileg átt. Dálitlir skúrir sunnanlands, en víða bjart um landið norðanvert. Hiti 2 til 10 stig, svalast með austurströndinni.
Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt. Skýjað og úrkomulítið um landið norðanvert, en skúrir sunnanlands. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Útilit fyrir norðan og norðaustanátt með lítilsháttar éljum á Norður- og Austurlandi, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti um frostmark fyrir norðan, en að 6 stigum syðra.