Nýtt jafnvægi Hörður Ægisson skrifar 3. maí 2019 08:00 Eftir að hafa umbylt íslensku efnahagslífi á aðeins örfáum árum hefur ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, verið skellt niður á jörðina. Það var aðeins tímaspursmál. Á hinum ævintýralega vexti síðustu ára, sem var hvorki sjálfbær né eftirsóknarverður til frambúðar, tók að hægja mjög í byrjun síðasta árs. Við gjaldþrot flugfélagins WOW air er nú ljóst að talsverður samdráttur er í kortunum til skemmri tíma litið. Fækkun ferðamanna á eftir að hitta mörg fyrirtæki illa fyrir, þau sem hafa spennt bogann of hátt í fjárfestingum sökum væntinga um að til landsins myndu áfram streyma ferðamenn á grundvelli ódýrra flugfargjalda. Í febrúar sagðist um þriðjungur fyrirtækja í ferðaþjónustu ætla að fækka starfsfólki á næstu sex mánuðum, en aðeins þrjú prósent vildu fjölga þeim. Sú mynd er án efa orðin enn dekkri nú þegar WOW air er horfið af sjónarsviðinu. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, sem var kynnt í gær, kemur skýrt fram að atvinnugreinin stendur nú á tímamótum. Í fyrsta sinn frá 2011 mun draga úr fjölda ferðamanna til landsins og horfur eru á að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar skreppi nokkuð saman í ár. Eftir sem áður mun ferðaþjónustan skila sambærilegum gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins og sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. Þótt fækkun ferðamanna þýði að viðskiptaafgangur, sem hefur verið viðvarandi og mikill allt frá falli bankanna, verði hverfandi þá er ólíklegt að slíkt hafi mikil áhrif á gengi krónunnar. Hrein eignastaða við útlönd hefur aldrei verið betri, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða gjaldeyrisforða, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lántökum, stoðir hagkerfisins eru almennt afar traustar og efnahagshorfurnar góðar til lengri tíma litið. Allt ætti þetta að styðja við að raungengið verði áfram nokkuð hátt á komandi árum. Það er þekkt staðreynd, eins og á oft við um nýjar og ört vaxandi atvinnugreinar, að ferðaþjónustan á Íslandi einkennist af mjög fáum stórum fyrirtækjum og mörgum litlum. Þannig mynda lítil fyrirtæki, sem eru með 500 milljónir króna eða minna í tekjur, saman um 93 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í greininni. Fyrirséð er að þessi mynd taki stórum breytingum á næstu árum – og þó fyrr hefði verið – samhliða erfiðara rekstrarumhverfi. Of mikið framboð, meðal annars hjá hótelrekendum og bílaleigum, á eftir að skapa þrýsting til verðlækkana sem mun reyna mjög á lítil og meðalstór fyrirtæki sem standa mörg hver höllum fæti. Samanlagður hagnaður greinarinnar á árinu 2018 var aðeins um 27 milljarðar, sem var um 60 prósenta samdráttur frá fyrra ári, og arðsemin var heilt yfir afar lítil. Þetta gengur ekki upp til lengdar. Það er þess vegna tími hagræðingar og samþjöppunar fram undan þar sem fyrirtækjunum mun fækka og einingarnar stækka. Á þeirri vegferð munum við sjá talsvert af erlendum fyrirtækjum og fjárfestingarsjóðum sem sýna íslenskri ferðaþjónustu nú vaxandi áhuga. Ólíkt því sem sumir héldu þá er líf eftir WOW air en aðlögunin að nýju jafnvægi verður vitaskuld ekki sársaukalaus. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland. Og það er ekki að fara að breytast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa umbylt íslensku efnahagslífi á aðeins örfáum árum hefur ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, verið skellt niður á jörðina. Það var aðeins tímaspursmál. Á hinum ævintýralega vexti síðustu ára, sem var hvorki sjálfbær né eftirsóknarverður til frambúðar, tók að hægja mjög í byrjun síðasta árs. Við gjaldþrot flugfélagins WOW air er nú ljóst að talsverður samdráttur er í kortunum til skemmri tíma litið. Fækkun ferðamanna á eftir að hitta mörg fyrirtæki illa fyrir, þau sem hafa spennt bogann of hátt í fjárfestingum sökum væntinga um að til landsins myndu áfram streyma ferðamenn á grundvelli ódýrra flugfargjalda. Í febrúar sagðist um þriðjungur fyrirtækja í ferðaþjónustu ætla að fækka starfsfólki á næstu sex mánuðum, en aðeins þrjú prósent vildu fjölga þeim. Sú mynd er án efa orðin enn dekkri nú þegar WOW air er horfið af sjónarsviðinu. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, sem var kynnt í gær, kemur skýrt fram að atvinnugreinin stendur nú á tímamótum. Í fyrsta sinn frá 2011 mun draga úr fjölda ferðamanna til landsins og horfur eru á að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar skreppi nokkuð saman í ár. Eftir sem áður mun ferðaþjónustan skila sambærilegum gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins og sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. Þótt fækkun ferðamanna þýði að viðskiptaafgangur, sem hefur verið viðvarandi og mikill allt frá falli bankanna, verði hverfandi þá er ólíklegt að slíkt hafi mikil áhrif á gengi krónunnar. Hrein eignastaða við útlönd hefur aldrei verið betri, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða gjaldeyrisforða, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lántökum, stoðir hagkerfisins eru almennt afar traustar og efnahagshorfurnar góðar til lengri tíma litið. Allt ætti þetta að styðja við að raungengið verði áfram nokkuð hátt á komandi árum. Það er þekkt staðreynd, eins og á oft við um nýjar og ört vaxandi atvinnugreinar, að ferðaþjónustan á Íslandi einkennist af mjög fáum stórum fyrirtækjum og mörgum litlum. Þannig mynda lítil fyrirtæki, sem eru með 500 milljónir króna eða minna í tekjur, saman um 93 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í greininni. Fyrirséð er að þessi mynd taki stórum breytingum á næstu árum – og þó fyrr hefði verið – samhliða erfiðara rekstrarumhverfi. Of mikið framboð, meðal annars hjá hótelrekendum og bílaleigum, á eftir að skapa þrýsting til verðlækkana sem mun reyna mjög á lítil og meðalstór fyrirtæki sem standa mörg hver höllum fæti. Samanlagður hagnaður greinarinnar á árinu 2018 var aðeins um 27 milljarðar, sem var um 60 prósenta samdráttur frá fyrra ári, og arðsemin var heilt yfir afar lítil. Þetta gengur ekki upp til lengdar. Það er þess vegna tími hagræðingar og samþjöppunar fram undan þar sem fyrirtækjunum mun fækka og einingarnar stækka. Á þeirri vegferð munum við sjá talsvert af erlendum fyrirtækjum og fjárfestingarsjóðum sem sýna íslenskri ferðaþjónustu nú vaxandi áhuga. Ólíkt því sem sumir héldu þá er líf eftir WOW air en aðlögunin að nýju jafnvægi verður vitaskuld ekki sársaukalaus. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland. Og það er ekki að fara að breytast.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun