KV fagnar 15 ára afmælinu með glæsibrag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. maí 2019 14:30 Nýi aðalbúningurinn er fallegur. Varabúningurinn er svo hvítur. mynd/kv Knattspyrnufélagið KV er orðið 15 ára gamalt og í tilefni af þessum tímamótum hefur merki félagsins verið breytt og nýr búningur verið kynntur. Það eru tveir fyrrverandi leikmenn liðsins, Jón Kári Eldon og Ólafur Þór Kristinsson, sem sáu um hönnunina glæsilegu. Þá var einnig gefið út glæsilegt myndband þar sem þessar breytingar voru afhjúpaðar.Í tilefni af 15 ára afmæli KV kynnum við nýtt merki og nýjan búning! #kvnationpic.twitter.com/gyvbvaiduG — KV Fótbolti (@KVfotbolti) April 30, 2019 Innblásturinn að merkinu er nærumhverfi félagsins. „Skoðuð voru helstu einkenni Vesturbæjarins og farið var í að draga fram formin úr þeim. Tengingin við KR er sterk enda hafa flestir leikmenn KV í gegnum tíðina spilað upp sína yngri flokka þar.Nýja merkið er fallegt.Vesturbæjarhrokinn í fyrirrúmi og var það markmið okkar að gera sterkt merki með mikið sjálfstraust en á sama tíma einfalt og tímalaust,“ segir í yfirlýsingu frá KV. Saga þessa unga félags er mögnuð en KV er fyrsta og eina félagið á Íslandi sem hefur komist upp í 1. deild án fjármagns og yngri flokka. Merkasti sigur félagsins er líklega sigur á ÍA upp á Skaga í 1. deildinni sumarið 2014. „Sérstakt afmælismerki var hannað fyrir þetta tilefni. Hannaðar voru sérstakar tölur byggt á nýja merkinu, þar sem tekin voru þessi helstu þrjú element úr merkinu og brotið niður. Síðan voru þau hráefni til þess að hanna tölustafina,“ segja KV-menn.Afmælismerkið góða.„Búningar KV hafa verið sex í gegnum tíðina. Litið var aftur til fortíðar og í þann fyrsta sem var alveg svartur. Sá búningur er óður til þeirra sem stofnuðu KV á sínum tíma og þeirra leikmanna sem léku í honum. Varabúningur er svo hvítur og markmannsbúningur grænn. Út frá tölunum sem voru hannaðar fyrir 15 ára afmælismerkið voru gerðar sérstakar tölur fyrir búninginn byggt á sömu formum. Þær tölur eru hærri enda mikilvægt að tölurnar sjáist vel á vellinum,“ segir KV um nýja búninginn.Hér má sjá búninga KV í gegnum tíðina. Íslenski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Knattspyrnufélagið KV er orðið 15 ára gamalt og í tilefni af þessum tímamótum hefur merki félagsins verið breytt og nýr búningur verið kynntur. Það eru tveir fyrrverandi leikmenn liðsins, Jón Kári Eldon og Ólafur Þór Kristinsson, sem sáu um hönnunina glæsilegu. Þá var einnig gefið út glæsilegt myndband þar sem þessar breytingar voru afhjúpaðar.Í tilefni af 15 ára afmæli KV kynnum við nýtt merki og nýjan búning! #kvnationpic.twitter.com/gyvbvaiduG — KV Fótbolti (@KVfotbolti) April 30, 2019 Innblásturinn að merkinu er nærumhverfi félagsins. „Skoðuð voru helstu einkenni Vesturbæjarins og farið var í að draga fram formin úr þeim. Tengingin við KR er sterk enda hafa flestir leikmenn KV í gegnum tíðina spilað upp sína yngri flokka þar.Nýja merkið er fallegt.Vesturbæjarhrokinn í fyrirrúmi og var það markmið okkar að gera sterkt merki með mikið sjálfstraust en á sama tíma einfalt og tímalaust,“ segir í yfirlýsingu frá KV. Saga þessa unga félags er mögnuð en KV er fyrsta og eina félagið á Íslandi sem hefur komist upp í 1. deild án fjármagns og yngri flokka. Merkasti sigur félagsins er líklega sigur á ÍA upp á Skaga í 1. deildinni sumarið 2014. „Sérstakt afmælismerki var hannað fyrir þetta tilefni. Hannaðar voru sérstakar tölur byggt á nýja merkinu, þar sem tekin voru þessi helstu þrjú element úr merkinu og brotið niður. Síðan voru þau hráefni til þess að hanna tölustafina,“ segja KV-menn.Afmælismerkið góða.„Búningar KV hafa verið sex í gegnum tíðina. Litið var aftur til fortíðar og í þann fyrsta sem var alveg svartur. Sá búningur er óður til þeirra sem stofnuðu KV á sínum tíma og þeirra leikmanna sem léku í honum. Varabúningur er svo hvítur og markmannsbúningur grænn. Út frá tölunum sem voru hannaðar fyrir 15 ára afmælismerkið voru gerðar sérstakar tölur fyrir búninginn byggt á sömu formum. Þær tölur eru hærri enda mikilvægt að tölurnar sjáist vel á vellinum,“ segir KV um nýja búninginn.Hér má sjá búninga KV í gegnum tíðina.
Íslenski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira