Afleiðingar heimilisofbeldis Teitur Guðmundsson skrifar 2. maí 2019 07:00 Sá sem býr við ofbeldi, hverju nafni sem það kann að nefnast, er líklegur til að finna fyrir einkennum þessa vegna. Það getur stundum komið fram löngu síðar, og einnig í þá veru að það sitji í viðkomandi og hann þurfi mikla aðstoð til að komast yfir það. Það má segja að við tengjum auðveldlega við líkamlegt ofbeldi þar sem það er iðulega vel sýnilegt ef áverkar eru fyrir hendi. Mar, blæðing, brot eða jafnvel verulegar limlestingar fara almennt ekki fram hjá neinum. Kynferðislegt ofbeldi er andstyggilegt og oftsinnis lengi dulið. Andlegt ofbeldi og lítillækkun getur verið erfitt að greina. Sálrænar afleiðingar ofbeldis vara iðulega mikið lengur en marið er að hverfa. Þeir sem búa við heimilisofbeldi geta verið bæði karlar og konur og auðvitað börnin líka sem fara ekki varhluta af því sem fram fer á heimili þeirra. Fyrir utan hið augljósa er það vanlíðan og aukið spennustig sem myndar óöryggi, skapar svefntruflun, skapgerðarbreytingar og ýmislegt fleira. Þessu fylgir iðulega kvíði og ræsing streitukerfisins yfir lengri tíma getur veikt mótstöðuafl okkar líkt og við þekkjum af álagstímabilum og slíkt getur skapað jarðveg fyrir sjúkdóma af ýmsum toga og þar á meðal krabbamein. Það að lifa í ótta við aðstæður í sínu nánasta umhverfi er skemmandi. Oft fylgir þessu mikil skömm og yfirhylming sem gerir vandamálið enn verra og sá sem beitir ofbeldinu getur styrkst á sama tíma þar sem hann eða hún er ekki stöðvuð. Við þekkjum þær sögur kvenna sem þurfa að flýja heimilið með börnin vegna ofbeldis. Þegar um er að ræða börn er málið sérstaklega viðkvæmt og þau kunna ekki að segja frá með sama hætti og sá fullorðni. Þá kemur til þess að meta breytt hegðunarmynstur, jafnvel að átta sig á minniháttar áverkum sem koma reglulega upp. Þeir sem starfa við umönnun og í heilbrigðisþjónustu eru sérþjálfaðir í því að átta sig á þeim teiknum sem eiga að vekja athygli þeirra og kalla fram frekara mat. Stundum koma þessi atriði fram fyrir tilviljun til dæmis við röntgenmynd þar sem eru greinilega sýnilegir áverkar á beini án þess að það sé saga um brot svo dæmi séu tekin, húðblæðingar og marblettir sem eru misgamlir og á stöðum þar sem maður fær sjaldnar marbletti líkt og á báðum upphandeggjum samtímis og þannig mætti lengi telja. Líka er mikilvægt að átta sig á kynferðislegu ofbeldi en þar geta komið fram margvísleg einkenni sem í fyrstu væru ekki talin vera afleiðing af ofbeldi eða áföllum. Slík einkenni geta verið breyting á hægðavenjum og tregða, að barn sem var orðið þurrt byrji aftur að væta rúmið, líðan sé flöt og ánægjulaus, mynstur breytist í nærveru ákveðinna aðila. Það er ekki nóg að fagaðilar séu meðvitaðir, þeim heyrir reyndar til ákveðin tilkynningaskylda. Það verða allir að vera á vaktinni og taka til sinna ráða til að reyna að stemmu stigu við og helst stöðva ofbeldi hverju nafni sem það nefnist.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Sá sem býr við ofbeldi, hverju nafni sem það kann að nefnast, er líklegur til að finna fyrir einkennum þessa vegna. Það getur stundum komið fram löngu síðar, og einnig í þá veru að það sitji í viðkomandi og hann þurfi mikla aðstoð til að komast yfir það. Það má segja að við tengjum auðveldlega við líkamlegt ofbeldi þar sem það er iðulega vel sýnilegt ef áverkar eru fyrir hendi. Mar, blæðing, brot eða jafnvel verulegar limlestingar fara almennt ekki fram hjá neinum. Kynferðislegt ofbeldi er andstyggilegt og oftsinnis lengi dulið. Andlegt ofbeldi og lítillækkun getur verið erfitt að greina. Sálrænar afleiðingar ofbeldis vara iðulega mikið lengur en marið er að hverfa. Þeir sem búa við heimilisofbeldi geta verið bæði karlar og konur og auðvitað börnin líka sem fara ekki varhluta af því sem fram fer á heimili þeirra. Fyrir utan hið augljósa er það vanlíðan og aukið spennustig sem myndar óöryggi, skapar svefntruflun, skapgerðarbreytingar og ýmislegt fleira. Þessu fylgir iðulega kvíði og ræsing streitukerfisins yfir lengri tíma getur veikt mótstöðuafl okkar líkt og við þekkjum af álagstímabilum og slíkt getur skapað jarðveg fyrir sjúkdóma af ýmsum toga og þar á meðal krabbamein. Það að lifa í ótta við aðstæður í sínu nánasta umhverfi er skemmandi. Oft fylgir þessu mikil skömm og yfirhylming sem gerir vandamálið enn verra og sá sem beitir ofbeldinu getur styrkst á sama tíma þar sem hann eða hún er ekki stöðvuð. Við þekkjum þær sögur kvenna sem þurfa að flýja heimilið með börnin vegna ofbeldis. Þegar um er að ræða börn er málið sérstaklega viðkvæmt og þau kunna ekki að segja frá með sama hætti og sá fullorðni. Þá kemur til þess að meta breytt hegðunarmynstur, jafnvel að átta sig á minniháttar áverkum sem koma reglulega upp. Þeir sem starfa við umönnun og í heilbrigðisþjónustu eru sérþjálfaðir í því að átta sig á þeim teiknum sem eiga að vekja athygli þeirra og kalla fram frekara mat. Stundum koma þessi atriði fram fyrir tilviljun til dæmis við röntgenmynd þar sem eru greinilega sýnilegir áverkar á beini án þess að það sé saga um brot svo dæmi séu tekin, húðblæðingar og marblettir sem eru misgamlir og á stöðum þar sem maður fær sjaldnar marbletti líkt og á báðum upphandeggjum samtímis og þannig mætti lengi telja. Líka er mikilvægt að átta sig á kynferðislegu ofbeldi en þar geta komið fram margvísleg einkenni sem í fyrstu væru ekki talin vera afleiðing af ofbeldi eða áföllum. Slík einkenni geta verið breyting á hægðavenjum og tregða, að barn sem var orðið þurrt byrji aftur að væta rúmið, líðan sé flöt og ánægjulaus, mynstur breytist í nærveru ákveðinna aðila. Það er ekki nóg að fagaðilar séu meðvitaðir, þeim heyrir reyndar til ákveðin tilkynningaskylda. Það verða allir að vera á vaktinni og taka til sinna ráða til að reyna að stemmu stigu við og helst stöðva ofbeldi hverju nafni sem það nefnist.Höfundur er læknir
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar