Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 17:19 Hákon Jóhannesson ræðir hér við Matthías Tryggva Haraldsson, einn meðlima Hatara, í fyrsta þætti Iceland Music News um Eurovision. Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. Hákon Jóhannesson er ritstjóri Iceland Music News. Spurður hvort að miðillinn sé á vegum Hatara segir hann fjölmiðilinn sem slíkan sjálfstæðan. „Og er í eigu fyrirtækis sem er ekki Hatari en við erum vissulega að fara út að elta Hatara en líka til að kynna okkur aðstæður í Ísrael. Við erum líka að fara þangað því þetta er framandi land og það er mikið í umræðunni að það sé ef til vill umdeilt að keppnin sé haldin í Ísrael þetta árið. Það er ekki síst í ljósi þess sem við erum að fara út,“ segir Hákon.En hver eru tengsl hljómsveitarinnar sjálfrar við fjölmiðilinn? Fyrirtækið sem á miðilinn, eru þar á bak við hljómsveitarmeðlimir? „Hljómsveitarmeðlimir og fjölmiðillinn sjálfur, þó svo að þeir kunni að vera undir hatti sama fyrirtækis þá þýðir það ekki að hljómsveitarmeðlimir stjórni því sem fer fram á miðlinum sjálfum. Ég er ritstjóri fjölmiðilsins og sé um að velja alla viðmælendur, ég sé um að skipuleggja öll viðtöl og þegar öllu er á botninn hvolft stjórna ég öllu sem fer út í nafni þessa miðils,“ segir Hákon. Hákon segir að Iceland Music News hafi undanfarnar vikur meðal annars tekið viðtöl við aðra keppendur í Eurovision. „Við fóurm til Madrid á svona undankvöld sem er kallað Pre-Party og er haldið árlega í nokkrum stórborgum í Evrópu. Þar töluðum við við ýmsa keppendur, til að mynda frá Albaníu, Belgíu og Ísrael. Við töluðum líka við heimamenn þar, svokallaða Eurovision-sérfræðinga bæði um keppnina sjálfa og líka þá staðreynd að keppnin er haldin í Ísrael og umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið á því,“ segir Hákon. Tveir starfsmenn fara út til Ísrael þann 3. maí næstkomandi, sama dag og hljómsveitin sjálf heldur til Tel Aviv. „Ég er að senda út tvo starfsmenn áður en ég fer sjálfur út. Ég ætla að sjá hvernig gengur hjá þeim áður en ég fer sjálfur út en já, ég sendi tvo starfsmenn út 3. maí sem er sami dagur og hljómsveitin fer út. En þau eru ekki að fara í sama ferðalag, þau eru ekki að fara í sama flug eða neitt svoleiðis. Þetta er bara svona tíminn þegar allir sem koma að keppninni eru að koma saman,“ segir Hákon. Fyrsta þátt Iceland Music News um Eurovision má sjá hér fyrir neðan en einn þáttur á dag mun birtast þar til 20. maí. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47 María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. Hákon Jóhannesson er ritstjóri Iceland Music News. Spurður hvort að miðillinn sé á vegum Hatara segir hann fjölmiðilinn sem slíkan sjálfstæðan. „Og er í eigu fyrirtækis sem er ekki Hatari en við erum vissulega að fara út að elta Hatara en líka til að kynna okkur aðstæður í Ísrael. Við erum líka að fara þangað því þetta er framandi land og það er mikið í umræðunni að það sé ef til vill umdeilt að keppnin sé haldin í Ísrael þetta árið. Það er ekki síst í ljósi þess sem við erum að fara út,“ segir Hákon.En hver eru tengsl hljómsveitarinnar sjálfrar við fjölmiðilinn? Fyrirtækið sem á miðilinn, eru þar á bak við hljómsveitarmeðlimir? „Hljómsveitarmeðlimir og fjölmiðillinn sjálfur, þó svo að þeir kunni að vera undir hatti sama fyrirtækis þá þýðir það ekki að hljómsveitarmeðlimir stjórni því sem fer fram á miðlinum sjálfum. Ég er ritstjóri fjölmiðilsins og sé um að velja alla viðmælendur, ég sé um að skipuleggja öll viðtöl og þegar öllu er á botninn hvolft stjórna ég öllu sem fer út í nafni þessa miðils,“ segir Hákon. Hákon segir að Iceland Music News hafi undanfarnar vikur meðal annars tekið viðtöl við aðra keppendur í Eurovision. „Við fóurm til Madrid á svona undankvöld sem er kallað Pre-Party og er haldið árlega í nokkrum stórborgum í Evrópu. Þar töluðum við við ýmsa keppendur, til að mynda frá Albaníu, Belgíu og Ísrael. Við töluðum líka við heimamenn þar, svokallaða Eurovision-sérfræðinga bæði um keppnina sjálfa og líka þá staðreynd að keppnin er haldin í Ísrael og umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið á því,“ segir Hákon. Tveir starfsmenn fara út til Ísrael þann 3. maí næstkomandi, sama dag og hljómsveitin sjálf heldur til Tel Aviv. „Ég er að senda út tvo starfsmenn áður en ég fer sjálfur út. Ég ætla að sjá hvernig gengur hjá þeim áður en ég fer sjálfur út en já, ég sendi tvo starfsmenn út 3. maí sem er sami dagur og hljómsveitin fer út. En þau eru ekki að fara í sama ferðalag, þau eru ekki að fara í sama flug eða neitt svoleiðis. Þetta er bara svona tíminn þegar allir sem koma að keppninni eru að koma saman,“ segir Hákon. Fyrsta þátt Iceland Music News um Eurovision má sjá hér fyrir neðan en einn þáttur á dag mun birtast þar til 20. maí.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47 María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47
María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17