Nýtt skeið er runnið upp Sigurður Hannesson skrifar 1. maí 2019 08:45 Áratugur endurreisnar efnahagslífsins er að baki og skiluðu skýr sýn og markvissar aðgerðir sterkri stöðu til að takast á við áskoranir fram undan. Tvennt stendur upp úr við endurreisn efnahagslífsins eftir fall bankanna 2008. Annars vegar er það endurskipulagning skulda þar sem heildstæð áætlun um losun fjármagnshafta vó þyngst. Hins vegar er það kröftugt viðbragð atvinnulífsins þar sem ferðaþjónusta blómstraði og varð að undirstöðugrein í útflutningi ásamt iðnaði og sjávarútvegi. Niðurstaðan af þessari markvissu uppbyggingu er sú að hagkerfið er gjörbreytt og stendur miklu sterkar nú en áður. Í sama anda á að efla samkeppnishæfnina þannig að öflugt atvinnulíf geti tryggt verðmætasköpun með tilheyrandi lífsgæðum fyrir landsmenn alla. Það þarf að gera – og verður gert – með mótun atvinnustefnu sem tengir saman stefnumótun í ólíkum málaflokkum.Sterk efnahagsleg staða Endurskipulagning skulda var þríþætt og olli algerum viðsnúningi. Með losun fjármagnshafta fékk ríkissjóður „hvalreka“ sem nam um 20% af vergri landsframleiðslu auk þess sem erlendar eignir þjóðarbúsins eru nú meiri en erlendar skuldir, í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þessi staða, til viðbótar við öflugan gjaldeyrisforða, er mikilvæg festa fyrir hagkerfið. Í öðru lagi voru skuldir heimila endurskipulagðar og munaði þar mest um Leiðréttinguna. Skuldir heimilanna eru nú um 76% af vergri landsframleiðslu og hafa ekki verið lægri á þessari öld en námu 122% þegar mest var árið 2009. Í þriðja lagi voru skuldir fyrirtækja endurskipulagðar í gegnum bankakerfið og eru nú um 40% af því sem var þegar mest lét.Stöðugleiki Lífskjarasamningurinn er samsett lausn sem miðar að hærri launum, auknum sveigjanleika og lægri sköttum. Með hliðsjón af sterkari efnahagslegri stöðu eins og að framan greinir, kólnun hagkerfisins og fyrirhuguðum umbótum á húsnæðismarkaði skapast skilyrði til lækkunar vaxta líkt og seðlabankastjóri nefndi í grein sinni í Morgunblaðinu í gær. Þannig skapast skilyrði fyrir stöðugleika á næstu árum. Lífskjarasamningurinn og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar samhliða gerð hans marka kaflaskil enda eru þeir viðbragð við breyttum aðstæðum. Hagkerfið er að kólna eftir gjöfult hagvaxtarskeið þar sem kaupmáttur hefur vaxið mikið og viðskiptakjör hafa farið versnandi. Erlend samkeppni í skjóli lægri launa, lægri vaxta og lægri skatta knýr á um hagræðingu fyrir íslenskan iðnað. Nauðsynlegt er að bregðast við svo Ísland dragist ekki aftur úr öðrum ríkjum og það verður aðeins gert með aukinni samkeppnishæfni.Eflum samkeppnishæfni Samkeppnishæfni er heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum enda er aukin samkeppnishæfni ávísun á aukin verðmæti. Fjórar mikilvægustu stoðir samkeppnishæfni eru menntun og mannauður, efnislegir innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Umbætur á þessum fjórum sviðum gagnast því öllum fyrirtækjum enda lyftast öll skip á flóði.Atvinnustefna varðar veginn Atvinnustefna er samhæfing aðgerða til þess að skapa aukin verðmæti, auka framleiðni og efla samkeppnishæfni. Um þessar mundir vinna stjórnvöld að mótun stefnu í ýmsum lykilmálaflokkum. Það er vel en við munum ekki ná árangri nema hugsa stórt og á heildstæðan hátt, líkt og við endurreisn efnahagslífsins undanfarinn áratug, þannig að stefnumótun í ólíkum málaflokkum vinni að sameiginlegu markmiði. Tengja þarf saman stefnumótun á sviði menntamála, nýsköpunar, innviðauppbyggingar og bætts starfsumhverfis fyrirtækja með það að markmiði að auka verðmætasköpun á Íslandi. Einnig þarf að horfa til orku- og loftslagsmála. Með því að læra af reynslu síðasta áratugar og hugsa heildstætt getum við bætt stöðu Íslands svo um munar. Þetta er ekki val heldur nauðsyn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Áratugur endurreisnar efnahagslífsins er að baki og skiluðu skýr sýn og markvissar aðgerðir sterkri stöðu til að takast á við áskoranir fram undan. Tvennt stendur upp úr við endurreisn efnahagslífsins eftir fall bankanna 2008. Annars vegar er það endurskipulagning skulda þar sem heildstæð áætlun um losun fjármagnshafta vó þyngst. Hins vegar er það kröftugt viðbragð atvinnulífsins þar sem ferðaþjónusta blómstraði og varð að undirstöðugrein í útflutningi ásamt iðnaði og sjávarútvegi. Niðurstaðan af þessari markvissu uppbyggingu er sú að hagkerfið er gjörbreytt og stendur miklu sterkar nú en áður. Í sama anda á að efla samkeppnishæfnina þannig að öflugt atvinnulíf geti tryggt verðmætasköpun með tilheyrandi lífsgæðum fyrir landsmenn alla. Það þarf að gera – og verður gert – með mótun atvinnustefnu sem tengir saman stefnumótun í ólíkum málaflokkum.Sterk efnahagsleg staða Endurskipulagning skulda var þríþætt og olli algerum viðsnúningi. Með losun fjármagnshafta fékk ríkissjóður „hvalreka“ sem nam um 20% af vergri landsframleiðslu auk þess sem erlendar eignir þjóðarbúsins eru nú meiri en erlendar skuldir, í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þessi staða, til viðbótar við öflugan gjaldeyrisforða, er mikilvæg festa fyrir hagkerfið. Í öðru lagi voru skuldir heimila endurskipulagðar og munaði þar mest um Leiðréttinguna. Skuldir heimilanna eru nú um 76% af vergri landsframleiðslu og hafa ekki verið lægri á þessari öld en námu 122% þegar mest var árið 2009. Í þriðja lagi voru skuldir fyrirtækja endurskipulagðar í gegnum bankakerfið og eru nú um 40% af því sem var þegar mest lét.Stöðugleiki Lífskjarasamningurinn er samsett lausn sem miðar að hærri launum, auknum sveigjanleika og lægri sköttum. Með hliðsjón af sterkari efnahagslegri stöðu eins og að framan greinir, kólnun hagkerfisins og fyrirhuguðum umbótum á húsnæðismarkaði skapast skilyrði til lækkunar vaxta líkt og seðlabankastjóri nefndi í grein sinni í Morgunblaðinu í gær. Þannig skapast skilyrði fyrir stöðugleika á næstu árum. Lífskjarasamningurinn og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar samhliða gerð hans marka kaflaskil enda eru þeir viðbragð við breyttum aðstæðum. Hagkerfið er að kólna eftir gjöfult hagvaxtarskeið þar sem kaupmáttur hefur vaxið mikið og viðskiptakjör hafa farið versnandi. Erlend samkeppni í skjóli lægri launa, lægri vaxta og lægri skatta knýr á um hagræðingu fyrir íslenskan iðnað. Nauðsynlegt er að bregðast við svo Ísland dragist ekki aftur úr öðrum ríkjum og það verður aðeins gert með aukinni samkeppnishæfni.Eflum samkeppnishæfni Samkeppnishæfni er heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum enda er aukin samkeppnishæfni ávísun á aukin verðmæti. Fjórar mikilvægustu stoðir samkeppnishæfni eru menntun og mannauður, efnislegir innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Umbætur á þessum fjórum sviðum gagnast því öllum fyrirtækjum enda lyftast öll skip á flóði.Atvinnustefna varðar veginn Atvinnustefna er samhæfing aðgerða til þess að skapa aukin verðmæti, auka framleiðni og efla samkeppnishæfni. Um þessar mundir vinna stjórnvöld að mótun stefnu í ýmsum lykilmálaflokkum. Það er vel en við munum ekki ná árangri nema hugsa stórt og á heildstæðan hátt, líkt og við endurreisn efnahagslífsins undanfarinn áratug, þannig að stefnumótun í ólíkum málaflokkum vinni að sameiginlegu markmiði. Tengja þarf saman stefnumótun á sviði menntamála, nýsköpunar, innviðauppbyggingar og bætts starfsumhverfis fyrirtækja með það að markmiði að auka verðmætasköpun á Íslandi. Einnig þarf að horfa til orku- og loftslagsmála. Með því að læra af reynslu síðasta áratugar og hugsa heildstætt getum við bætt stöðu Íslands svo um munar. Þetta er ekki val heldur nauðsyn.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar