Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2019 19:30 Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir baráttukona fyrir réttindum Palestínufólks að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa eftir að liðsmenn Hatara veifuðu borða með fána Palestínu í beinni útsendingu í stigagjöfinni í gærkvöldi. Hatarar höfðu áður sagst ætla að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis og segir aktívistinn, Björk Vilhelmsdóttir, að þeir hafi staðið við orð sín. „Þarna bara nefndu þeir orðið sem enginn vildi nefna og það er algjörlega stórkostlegt að þeir skyldu gera það,“ segir Björk. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa hins vegar lítið fyrir uppátækið og segja að þó Hatari hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið. Björk segir að sniðgönguhreyfingin sé vissulega mikilvæg en það útiloki ekki aðrar aðferðir. Útspil Hatara sé mikilvæg vitundarvakning. „Þeir bentu á það að það var eitthvað þarna miklu meira að. Þarna er mjög grimmt hernám og það þurfti einhver að segja það og okkar fólk gerði það,“ segir Björk. Orðið þakklæti er einnig ofarlega í huga hjónanna Tinnu Bjarkar og Abdulnasservísir/baldurÞá segist Björk hafi fundið fyrir miklu þakklæti frá Palestínumönnum í dag. Orðið þakklæti er einnig ofarlega í huga hjónanna Tinnu Bjarkar og Abdulnasser. Abdulnasser er frá Gaza í Palestínu og hefur búið á Íslandi í fimm ár. Þau höfðu ákveðið að sniðganga keppnina en þegar samfélagsmiðlar fóru að fyllast af myndum af Hatara með palestínska borðann breyttist viðhorf þeirra skyndilega. „Þá tók hjartað kipp. Það kom neisti og jákvæð upplifun að þetta hefði virkilega gerst,“ segir Tinna Björk. Abdulnasser tekur í sama streng. „Ég er glaður í hjarta mínu og sál. Nú hefur vandi okkar hlotið athygli víða. Við gleymum aldrei Íslandi fyrir það. Þetta verður skrifað í sögubækurnar,“ segir Abdulnasser. Fjölmiðlar í Palestínu hafa margir sett sig í samband við Abdulnasser í dag, sem og vinir og ættingar. „Gervöll Palestína gladdist yfir því sem gerðist. Margir blaðamenn sögðu að við hefðum unnið Eurovision ekki aðrir. Palestína var sigurvegarinn í Eurovision í gær og Ísland stuðlaði að því.“ Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Palestínskur stjórnmálaleiðtogi býður Hatara til Palestínu í þakklætisskyni Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, hafði samband við liðsmenn Hatara og þakkaði þeim fyrir að sýna Palestínu samstöðu í Eurovision. Þá bauð hann Hatara til Ramallah, höfuðborgar Palestínu. 19. maí 2019 18:17 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir baráttukona fyrir réttindum Palestínufólks að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa eftir að liðsmenn Hatara veifuðu borða með fána Palestínu í beinni útsendingu í stigagjöfinni í gærkvöldi. Hatarar höfðu áður sagst ætla að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis og segir aktívistinn, Björk Vilhelmsdóttir, að þeir hafi staðið við orð sín. „Þarna bara nefndu þeir orðið sem enginn vildi nefna og það er algjörlega stórkostlegt að þeir skyldu gera það,“ segir Björk. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa hins vegar lítið fyrir uppátækið og segja að þó Hatari hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið. Björk segir að sniðgönguhreyfingin sé vissulega mikilvæg en það útiloki ekki aðrar aðferðir. Útspil Hatara sé mikilvæg vitundarvakning. „Þeir bentu á það að það var eitthvað þarna miklu meira að. Þarna er mjög grimmt hernám og það þurfti einhver að segja það og okkar fólk gerði það,“ segir Björk. Orðið þakklæti er einnig ofarlega í huga hjónanna Tinnu Bjarkar og Abdulnasservísir/baldurÞá segist Björk hafi fundið fyrir miklu þakklæti frá Palestínumönnum í dag. Orðið þakklæti er einnig ofarlega í huga hjónanna Tinnu Bjarkar og Abdulnasser. Abdulnasser er frá Gaza í Palestínu og hefur búið á Íslandi í fimm ár. Þau höfðu ákveðið að sniðganga keppnina en þegar samfélagsmiðlar fóru að fyllast af myndum af Hatara með palestínska borðann breyttist viðhorf þeirra skyndilega. „Þá tók hjartað kipp. Það kom neisti og jákvæð upplifun að þetta hefði virkilega gerst,“ segir Tinna Björk. Abdulnasser tekur í sama streng. „Ég er glaður í hjarta mínu og sál. Nú hefur vandi okkar hlotið athygli víða. Við gleymum aldrei Íslandi fyrir það. Þetta verður skrifað í sögubækurnar,“ segir Abdulnasser. Fjölmiðlar í Palestínu hafa margir sett sig í samband við Abdulnasser í dag, sem og vinir og ættingar. „Gervöll Palestína gladdist yfir því sem gerðist. Margir blaðamenn sögðu að við hefðum unnið Eurovision ekki aðrir. Palestína var sigurvegarinn í Eurovision í gær og Ísland stuðlaði að því.“
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Palestínskur stjórnmálaleiðtogi býður Hatara til Palestínu í þakklætisskyni Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, hafði samband við liðsmenn Hatara og þakkaði þeim fyrir að sýna Palestínu samstöðu í Eurovision. Þá bauð hann Hatara til Ramallah, höfuðborgar Palestínu. 19. maí 2019 18:17 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12
Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11
Palestínskur stjórnmálaleiðtogi býður Hatara til Palestínu í þakklætisskyni Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, hafði samband við liðsmenn Hatara og þakkaði þeim fyrir að sýna Palestínu samstöðu í Eurovision. Þá bauð hann Hatara til Ramallah, höfuðborgar Palestínu. 19. maí 2019 18:17