Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 22:58 Hatari gaf merki um frið og hélt á fánum Palestínu. Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. Hatarar héldu á fána Palestínu þegar tilkynnnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Vert er að benda á að eftir að lag Hatara kláraðist í keppninni var nánast samstundis klippt frá þeim. Felix Bergsson, fararstjóri, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki og baðst hann undan frekari spurningum í bili. Fróðlegt verður að sjá hver viðbrögð ísraelska sjónvarpsins, Ísraela almennt og Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva verða við gjörningi Hatara. Gísla Marteinn Baldursson, sem lýsti keppninni í sjónvarpi, sagði að uppákoman ætti eftir að hafa eftirmála. Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp Hatara, birti eftirfarandi myndband á samfélagsmiðlum. Þar eru starfsmenn eða öryggisverðir að reyna að taka Palestínufána af Höturum að því er virðist eftir uppákomu þeirra. „Ég er mjög hrædd við þá, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrist kona segja í myndbandinu. Líklegt má telja að um sé að konan sé Ástrós eða Sólbjört, dansarar og bakraddasöngvarar Hatara.Afstaðan ekkert leyndarmál Hatari hefur ekki farið leynt með að þeim finnist þversögn í því að keppnin sé haldin hér í Ísrael, lands sem standi fyrir allt annað en þann frið og sameiningu sem Eurovision snúist um. Sveitin fór í heimsókn til Palestínu á meðan á dvöl þeirra í Ísrael stóð. Matthías og Klemens rifjuðu upp fyrsta blaðamannafund sveitarinnar í Ísrael í samtali við SVT. Þar lýstu þeir yfir eindregni skoðun sinni að ljúka hernáminu. „Við viljum að sjálfsögðu sjá hernáminu ljúka eins fljótt og auðið er, og við bindum vonir við að friði verði komið á. Við erum vongóð,“ sögðu þeir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, á blaðamannfundinum. Mögulega refsað fyrir gjörninginn Í frétt BBC um málið segir að skipuleggjendur Eurovision hafi lýst því yfir að Íslandi kunni að verða refsað fyrir athæfi sitt. Í yfirlýsingu frá Eurovision segir að „afleiðingar gjörða“ Hatara innan framkvæmdastjórnar keppninnar.Fundur með Jon Ola Sand? Nokkrum dögum síðar segjast þeir hafa boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“ Rétt er að taka fram að ekki hefur fengist staðfesting á því hvort sá fundur sem liðsmenn Hatara vísa til hafi farið fram. Allur gangur er á því hvenær Hatari fer með rétt mál og hvenær ekki í viðtölum við fjölmiðla.Ánægðir með tóninn sem tókst að slá Matthías ræddi um skilaboð Hatara í viðtali við Vísi í gærkvöldi. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Uppfært 00:15 Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. Hatarar héldu á fána Palestínu þegar tilkynnnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Vert er að benda á að eftir að lag Hatara kláraðist í keppninni var nánast samstundis klippt frá þeim. Felix Bergsson, fararstjóri, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki og baðst hann undan frekari spurningum í bili. Fróðlegt verður að sjá hver viðbrögð ísraelska sjónvarpsins, Ísraela almennt og Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva verða við gjörningi Hatara. Gísla Marteinn Baldursson, sem lýsti keppninni í sjónvarpi, sagði að uppákoman ætti eftir að hafa eftirmála. Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp Hatara, birti eftirfarandi myndband á samfélagsmiðlum. Þar eru starfsmenn eða öryggisverðir að reyna að taka Palestínufána af Höturum að því er virðist eftir uppákomu þeirra. „Ég er mjög hrædd við þá, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrist kona segja í myndbandinu. Líklegt má telja að um sé að konan sé Ástrós eða Sólbjört, dansarar og bakraddasöngvarar Hatara.Afstaðan ekkert leyndarmál Hatari hefur ekki farið leynt með að þeim finnist þversögn í því að keppnin sé haldin hér í Ísrael, lands sem standi fyrir allt annað en þann frið og sameiningu sem Eurovision snúist um. Sveitin fór í heimsókn til Palestínu á meðan á dvöl þeirra í Ísrael stóð. Matthías og Klemens rifjuðu upp fyrsta blaðamannafund sveitarinnar í Ísrael í samtali við SVT. Þar lýstu þeir yfir eindregni skoðun sinni að ljúka hernáminu. „Við viljum að sjálfsögðu sjá hernáminu ljúka eins fljótt og auðið er, og við bindum vonir við að friði verði komið á. Við erum vongóð,“ sögðu þeir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, á blaðamannfundinum. Mögulega refsað fyrir gjörninginn Í frétt BBC um málið segir að skipuleggjendur Eurovision hafi lýst því yfir að Íslandi kunni að verða refsað fyrir athæfi sitt. Í yfirlýsingu frá Eurovision segir að „afleiðingar gjörða“ Hatara innan framkvæmdastjórnar keppninnar.Fundur með Jon Ola Sand? Nokkrum dögum síðar segjast þeir hafa boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“ Rétt er að taka fram að ekki hefur fengist staðfesting á því hvort sá fundur sem liðsmenn Hatara vísa til hafi farið fram. Allur gangur er á því hvenær Hatari fer með rétt mál og hvenær ekki í viðtölum við fjölmiðla.Ánægðir með tóninn sem tókst að slá Matthías ræddi um skilaboð Hatara í viðtali við Vísi í gærkvöldi. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Uppfært 00:15
Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira