Endalok Eurovision: Mun róttæka vinstrið láta draum hægri öfgamanna rætast? Baldur Þórhallsson skrifar 18. maí 2019 15:38 Íhaldssamir öfga hægri hópar jafnt sem róttækir vinstri hópar sækja að frjálslyndum gildum þessa dagana. Eurovision fer ekki varhluta af þessu. Íhaldssamir öfgahópar í löndunum eins og Rússlandi, Póllandi og Tyrklandi hafa allt á hornum sér gagnvart boðskap keppninnar um samvinnu og fjölbreytileika. Tyrkland hefur dregið sig út úr keppninni af þessum sökum og háværar raddir hafa verið uppi í Rússlandi um að hætta að taka þátt í keppninni og stofna aðra keppni til höfuðs Eurovision. Sagt er að pólsk stjórnvöld hætti ekki lengur á að almenningur velji einhvern hommatitt til að vera fulltrúa landsins (eins og árið 2016) og velji því nú orðið sjálf fulltrúana. Lögð er áhersla á íhaldssöm þjóðleg gildi við valið eins og sjá mátti í Tel Aviv. Íhaldssömum lýðskrumurum í Danmörku finnst að þeirra gagnkynhneigða veruleika vegið og kalla eftir því að samkynhneigðir verði ekki eins áberandi í keppninni. Róttækir vinstrisinnar, sérstaklega á Íslandi, kalla ákaft eftir því að Eurovision í Ísrael verði sniðgengin vegna framferðis ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Sumir í þessum hópi kölluðu líka eftir því að Eurovision yrði sniðgengin þegar keppnin var haldin í Azerbaijan, Rússlandi og Serbíu vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda gegn hinsegin fólki. Ef þessir sniðgönguhópar fengju að ráða för væri Eurovision löngu liðin undir lok. Róttæka vinstrið og hægri öfgaöfl móta umræðuna. Flestir aðrir sitja hjá, gáttaðir. Ef til vill er það einmitt þetta sem texti og sviðsetning Hatara gengur út á að gagnrýna – að við séum að fljóta sofandi að feigðarósi. Það gleymist líka í þessari umræðu að það eru frjálslyndu öflin í Rússlandi, Póllandi, Tyrklandi og Íslandi sem vilja taka þátt í keppninni. Þessi frjálslyndu öfl vilja að við vinnum saman að lausn deilumála og gera sér grein fyrir því að ef samtalið slitnar þá stuðlar það ekki einungis að fábreytni og átakastjórnmálum heldur getur leitt til stríðsástands eins og í Palestínu og Úkraínu. Öfgasinnaðir íhaldshópar myndu fagna ákaft ef þeim tækist að þagga niður í boðskap keppninnar um samvinnu þjóða og mikilvægi fjölbreytileika innan (þjóð)ríkjanna. Róttækir vinstrisinnar hefðu hrósað sigri ef að ríkin hefðu orðið við kröfu þeirra um að sniðganga keppnina undanfarin ár. Eftir að hafa fylgst með umræðunni að undanförnu velti ég því fyrir mér hvort að þeir geri sér ekki grein fyrir því að með sniðgöngu mundu einmitt hægri öfgahópum vaxa fiskur um hrygg. Endalok Eurovision mundi enga kæta meira en hægri öfgahópa og lýðskrumara hvort sem er í Rússlandi eða Danmörku. Stóra spurningin er hvort að róttæka vinstrið ætli að halda áfram að kalla eftir því að boðskapur Eurovision um frið, samvinnu og fjölbreytileika verði ýtt til hliðar. Það gæti ekki annað en styrkt stöðu þeirra sem kalla eftir stríðsátökum ef tilefni gefst til (eins í Rússlandi og Ísrael), átakastjórnmálum (eins og í Danmörku og Íslandi) og fábreytni (eins og í Póllandi og Tyrklandi). Líklega hefur boðskapur Eurovision aldrei verið mikilvægari frá því að keppnin hóf göngu sína í þeim tilgangi að sameina stríðshrjáðar Evrópuþjóðir. Mikið vildi ég að okkar ágætu stjórnmálmenn myndu ekki veigra sér við að taka þátt í umræðunni og töluðu af meiri ákafa um þau samfélagsgildi sem við viljum búa við og þar með fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Þeir gætu með þátttöku í umræðunni tekið áskorun Hatara og talað fyrir boðskap keppinnar um frið, samvinnu og fjölbreytileika. Þannig er ólíklegra að við fljótum sofandi að feigðarósi.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Baldurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íhaldssamir öfga hægri hópar jafnt sem róttækir vinstri hópar sækja að frjálslyndum gildum þessa dagana. Eurovision fer ekki varhluta af þessu. Íhaldssamir öfgahópar í löndunum eins og Rússlandi, Póllandi og Tyrklandi hafa allt á hornum sér gagnvart boðskap keppninnar um samvinnu og fjölbreytileika. Tyrkland hefur dregið sig út úr keppninni af þessum sökum og háværar raddir hafa verið uppi í Rússlandi um að hætta að taka þátt í keppninni og stofna aðra keppni til höfuðs Eurovision. Sagt er að pólsk stjórnvöld hætti ekki lengur á að almenningur velji einhvern hommatitt til að vera fulltrúa landsins (eins og árið 2016) og velji því nú orðið sjálf fulltrúana. Lögð er áhersla á íhaldssöm þjóðleg gildi við valið eins og sjá mátti í Tel Aviv. Íhaldssömum lýðskrumurum í Danmörku finnst að þeirra gagnkynhneigða veruleika vegið og kalla eftir því að samkynhneigðir verði ekki eins áberandi í keppninni. Róttækir vinstrisinnar, sérstaklega á Íslandi, kalla ákaft eftir því að Eurovision í Ísrael verði sniðgengin vegna framferðis ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Sumir í þessum hópi kölluðu líka eftir því að Eurovision yrði sniðgengin þegar keppnin var haldin í Azerbaijan, Rússlandi og Serbíu vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda gegn hinsegin fólki. Ef þessir sniðgönguhópar fengju að ráða för væri Eurovision löngu liðin undir lok. Róttæka vinstrið og hægri öfgaöfl móta umræðuna. Flestir aðrir sitja hjá, gáttaðir. Ef til vill er það einmitt þetta sem texti og sviðsetning Hatara gengur út á að gagnrýna – að við séum að fljóta sofandi að feigðarósi. Það gleymist líka í þessari umræðu að það eru frjálslyndu öflin í Rússlandi, Póllandi, Tyrklandi og Íslandi sem vilja taka þátt í keppninni. Þessi frjálslyndu öfl vilja að við vinnum saman að lausn deilumála og gera sér grein fyrir því að ef samtalið slitnar þá stuðlar það ekki einungis að fábreytni og átakastjórnmálum heldur getur leitt til stríðsástands eins og í Palestínu og Úkraínu. Öfgasinnaðir íhaldshópar myndu fagna ákaft ef þeim tækist að þagga niður í boðskap keppninnar um samvinnu þjóða og mikilvægi fjölbreytileika innan (þjóð)ríkjanna. Róttækir vinstrisinnar hefðu hrósað sigri ef að ríkin hefðu orðið við kröfu þeirra um að sniðganga keppnina undanfarin ár. Eftir að hafa fylgst með umræðunni að undanförnu velti ég því fyrir mér hvort að þeir geri sér ekki grein fyrir því að með sniðgöngu mundu einmitt hægri öfgahópum vaxa fiskur um hrygg. Endalok Eurovision mundi enga kæta meira en hægri öfgahópa og lýðskrumara hvort sem er í Rússlandi eða Danmörku. Stóra spurningin er hvort að róttæka vinstrið ætli að halda áfram að kalla eftir því að boðskapur Eurovision um frið, samvinnu og fjölbreytileika verði ýtt til hliðar. Það gæti ekki annað en styrkt stöðu þeirra sem kalla eftir stríðsátökum ef tilefni gefst til (eins í Rússlandi og Ísrael), átakastjórnmálum (eins og í Danmörku og Íslandi) og fábreytni (eins og í Póllandi og Tyrklandi). Líklega hefur boðskapur Eurovision aldrei verið mikilvægari frá því að keppnin hóf göngu sína í þeim tilgangi að sameina stríðshrjáðar Evrópuþjóðir. Mikið vildi ég að okkar ágætu stjórnmálmenn myndu ekki veigra sér við að taka þátt í umræðunni og töluðu af meiri ákafa um þau samfélagsgildi sem við viljum búa við og þar með fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Þeir gætu með þátttöku í umræðunni tekið áskorun Hatara og talað fyrir boðskap keppinnar um frið, samvinnu og fjölbreytileika. Þannig er ólíklegra að við fljótum sofandi að feigðarósi.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Baldurs.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun