Verdens Gang segir frá því að fólkið hafi slasast þegar skotfæri sprakk áður en þeim var komið fyrir í hlaup fallbyssunnar. Atvikið átti sér stað í Mysen í austurhluta landsins.
Þeir sem slösuðust höfðu það hlutverk að koma skotfærum fyrir í fallbyssunum.
Mikil hátíðarhöld fara nú fram víða um Noreg í tilefni af þjóðhátíðardegi þeirra, 17. maí.