Innleiðum ekki gamla tíma Orri Hauksson skrifar 17. maí 2019 08:00 Í mars á þessu ári sagði yfirlögfræðingur Vodafone í Bretlandi, Helen Lamprell, að skortur á aðgangi að svörtum ljósleiðara væri stærsta hindrunin fyrir framförum í uppbyggingu á næstu kynslóð farsímaneta í Bretland. Í Stokkhólmi hefur borgin rekið frá 1994 gagnaveitufyrirtækið Stokab sem hefur alla tíð veitt slíkan aðgang. Nú er svo komið að yfir 100 fjarskiptafyrirtæki nota þá innviði til að keppa um hylli neytenda með eigin tæknilausnum og verðlagningu. Er þetta fyrirkomulag ein helsta ástæða þess að Stokkhólmur er eitt þróaðasta nýsköpunarsvæði heims. Enda eru önnur fjarskiptafyrirtæki í Svíþjóð í skýjunum með þetta umhverfi. Hér er til dæmis tilvitnun í Jon Karlung, stofnanda Bahnhof (sem má líkja við Hringdu hér heima): „Ef sambærilegur aðgangur væri að svörtum ljósleiðara annars staðar í Evrópu og er í Stokkhólmi, gætum við vaxið þar strax og keyrt áfram sams konar verðlækkanir og breiðara þjónustuframboð eins og við höfum gert í Svíþjóð.“ Í nýlegri úttekt eins virtasta ráðgjafarfyrirtæki heims, Mckinsey & Company, kemur svo fram að til þess að hægt sé að fjármagna þá dýru innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna 5G, sé þörf á dýpri samnýtingu en tíðkast hefur. Síminn deilir þessari skoðun með McKinsey, Vodafone UK, Bahnhof og fleirum sem hafa nýlega tjáð sig á sömu nótum. Mikilvægt er að átta sig á því að þróunin er feikilega hröð í fjarskiptaheiminum. ESB-tilskipunin sem Alþingi hefur til meðferðar um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“ var samþykkt af ESB árið 2014. Það þýðir að grunnur hennar var skrifaður fyrir sex til sjö árum. ESB er nú þegar búið samþykkja næstu fjarskiptastefnu þar sem leiðarminnið er samvinna og samnýting fjarskiptainnviða með samkeppni og nýsköpun að leiðarljósi, samhliða þjóðhagslega hagkvæmri uppbyggingu. Við Íslendingar höfum í hendi okkar – eða réttara sagt Alþingi – að tryggja að okkar umgjörð verði framsækin og í takt við tímann. Það væri synd að lenda aftur fimm árum á eftir ríkjum Evrópusambandsins.Orri Hauksson forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Í mars á þessu ári sagði yfirlögfræðingur Vodafone í Bretlandi, Helen Lamprell, að skortur á aðgangi að svörtum ljósleiðara væri stærsta hindrunin fyrir framförum í uppbyggingu á næstu kynslóð farsímaneta í Bretland. Í Stokkhólmi hefur borgin rekið frá 1994 gagnaveitufyrirtækið Stokab sem hefur alla tíð veitt slíkan aðgang. Nú er svo komið að yfir 100 fjarskiptafyrirtæki nota þá innviði til að keppa um hylli neytenda með eigin tæknilausnum og verðlagningu. Er þetta fyrirkomulag ein helsta ástæða þess að Stokkhólmur er eitt þróaðasta nýsköpunarsvæði heims. Enda eru önnur fjarskiptafyrirtæki í Svíþjóð í skýjunum með þetta umhverfi. Hér er til dæmis tilvitnun í Jon Karlung, stofnanda Bahnhof (sem má líkja við Hringdu hér heima): „Ef sambærilegur aðgangur væri að svörtum ljósleiðara annars staðar í Evrópu og er í Stokkhólmi, gætum við vaxið þar strax og keyrt áfram sams konar verðlækkanir og breiðara þjónustuframboð eins og við höfum gert í Svíþjóð.“ Í nýlegri úttekt eins virtasta ráðgjafarfyrirtæki heims, Mckinsey & Company, kemur svo fram að til þess að hægt sé að fjármagna þá dýru innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna 5G, sé þörf á dýpri samnýtingu en tíðkast hefur. Síminn deilir þessari skoðun með McKinsey, Vodafone UK, Bahnhof og fleirum sem hafa nýlega tjáð sig á sömu nótum. Mikilvægt er að átta sig á því að þróunin er feikilega hröð í fjarskiptaheiminum. ESB-tilskipunin sem Alþingi hefur til meðferðar um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“ var samþykkt af ESB árið 2014. Það þýðir að grunnur hennar var skrifaður fyrir sex til sjö árum. ESB er nú þegar búið samþykkja næstu fjarskiptastefnu þar sem leiðarminnið er samvinna og samnýting fjarskiptainnviða með samkeppni og nýsköpun að leiðarljósi, samhliða þjóðhagslega hagkvæmri uppbyggingu. Við Íslendingar höfum í hendi okkar – eða réttara sagt Alþingi – að tryggja að okkar umgjörð verði framsækin og í takt við tímann. Það væri synd að lenda aftur fimm árum á eftir ríkjum Evrópusambandsins.Orri Hauksson forstjóri Símans.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar