Sport

Katrín Tanja, Anníe Mist og Sara keppa á móti hver annarri í Ohio um helgina: „Loksins keppni“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Annie Mist, Katrín Tanja, Björgvin og Sara.
Annie Mist, Katrín Tanja, Björgvin og Sara. Fréttablaðið
Þrjár íslenskar CrossFit drottningar verða í sviðsljósinu í Bandaríkjunum um helgina þegar þær taka þátt í Rogue boðsmótinu í CrossFit.

Þetta eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem allar hafa tryggt sér farseðil á heimsleikana í haust.

Þessar þrjár bestu CrossFit konur Íslands í dag voru ekki með á CrossFit mótinu í Reykjavík fyrr í þessum mánuði og það er langt síðan að þær kepptu á sterku móti eins og þessu.

Rogue boðsmótið fer fram í Columbus í Ohio-fylki og keppnin fer fram á laugardag og sunnudag.

Katrín Tanja varð fyrst Íslendinga til að tryggja sér sæti á heimsleikunum þegar hún vann „Fittest in Cape Town“ CrossFit mótið sem fór fram í Höfðaborg í Suður-Afríku um mánaðarmótin janúar til febrúar.

Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ekki keppt á móti síðan þá og er orðin spennt fyrir að keppa á ný eins og sjá má á Instagram síðu hennar hér fyrir neðan.



 
 
 
View this post on Instagram
5 days It’s finally competition week.  // @rogueinvitational

A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on May 13, 2019 at 6:59am PDT





Á Rogue Invitational mótinu eru saman komin besta CrossFit fólk heims í dag og þetta verður því svakaleg keppni. Það verður gaman að sjá hvernig okkar konum gengur í keppni við þær bestu í heimi og mótið gæti gefið ákveðin fyrirheit fyrir heimsleikana í ágúst.

Meðal keppenda eru Tia-Clair Toomey, sem hefur unnið heimsleikana tvö síðustu ár og Laura Horváth sem endaði í öðru sæti í fyrra. Þar eru líka Kari Pearce, Kristin Holte, Brooke Wells og Kristi Eramo sem voru með Katrínu Tönju og Söru Sigmundsdóttir meðal átta efstu á heimsleikunum í fyrra.

Margir af bestu körlum heims taka einnig þátt eins og Mathew Fraser, Patrick Vellner, Lukas Högberg, Noah Ohlsen, Cole Sager og Rasmus Andersen sem voru allir meðal átta efstu á heimsleikunum í fyrra. Björgvin Karl Guðmundsson náði þar fimmta sætinu en hann er ekki með í mótinu.








Tengdar fréttir

„Þú ert Katrín F-in Davíðsdóttir“

Hún er tvöfaldur meistari á heimsleikunum í CrossFit en segist ekki geta verið án tveggja manna í baráttu sinni fyrir því að verða aftur hraustasta kona heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×