Förum vel með almannafé Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. maí 2019 08:00 Þessa dagana er unnið hörðum höndum við nýtt skipulag Reykjavíkurborgar, vegferð sem við lögðum upp í fyrr á árinu. Markmiðið er að einfalda kerfið en einnig að skýra og skerpa á hlutverkum og ábyrgð innan borgarinnar. Hryggjarstykki breytinganna er að draga fjármálin framar í skipulagi borgarinnar. Það þýðir að allt eftirlit með fjármálum verði eflt og leitað eftir meiri hagkvæmni í öllum okkar innkaupum. Af hverju er það gert? Jú, okkur er umhugað um að fara vel með fé almennings. Við viljum tryggja að haldið sé eins vel og kostur er utan um hverja þá krónu sem við ráðstöfum fyrir hönd borgarbúa. Íslenskt samfélag kallar á hagsýni. Við höfum í gegnum aldirnar lært að gera mikið úr litlu og þurft að nýta allt sem til fellur því oft hefur verið úr litlu að moða. Rekstur borgarinnar er í eðli sínu flókinn. Hjá borginni starfa níu þúsund einstaklingar og verkefnin eru mörg. Í flóknum rekstri er góð fjármálastjórn nauðsynleg. Heildaryfirsýn og aðgát í rekstri eru lykilþættir velferðar allra borgarbúa. Tryggja þarf gott eftirlit með innkaupum og framkvæmdum og að hvergi sé krónum kastað á glæ. Við viljum leita allra leiða svo borgin njóti bestu mögulegu kjara við öll innkaup og til að tryggja það að skipulag starfa og reksturs sé framúrskarandi. Með því getum við skilað raunverulegum ábata til borgarbúa í formi bættrar þjónustu og lægri gjalda, til dæmis með lækkun fasteignagjalda, afslætti til eldri borgara og lækkun útgjalda fyrir barnafjölskyldur. Það var því sérstakt gleðiefni að sjá ársreikning síðasta árs, en þar sést góð afkoma Reykjavíkurborgar vel. Ekki er einungis afgangur frá rekstri borgarinnar heldur skilar borgin, og fyrirtæki í hennar eigu, hagnaði. Stefna okkar að sjálfbærum rekstri, aukinni hagræðingu og niðurgreiðslu skulda er skýr. Slíkur árangur næst með samhentu átaki stjórnmálanna og alls starfsfólks borgarinnar og undirstrikar þann einlæga ásetning okkar að standa vörð um hagsmuni borgarbúa í einu og öllu.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Þessa dagana er unnið hörðum höndum við nýtt skipulag Reykjavíkurborgar, vegferð sem við lögðum upp í fyrr á árinu. Markmiðið er að einfalda kerfið en einnig að skýra og skerpa á hlutverkum og ábyrgð innan borgarinnar. Hryggjarstykki breytinganna er að draga fjármálin framar í skipulagi borgarinnar. Það þýðir að allt eftirlit með fjármálum verði eflt og leitað eftir meiri hagkvæmni í öllum okkar innkaupum. Af hverju er það gert? Jú, okkur er umhugað um að fara vel með fé almennings. Við viljum tryggja að haldið sé eins vel og kostur er utan um hverja þá krónu sem við ráðstöfum fyrir hönd borgarbúa. Íslenskt samfélag kallar á hagsýni. Við höfum í gegnum aldirnar lært að gera mikið úr litlu og þurft að nýta allt sem til fellur því oft hefur verið úr litlu að moða. Rekstur borgarinnar er í eðli sínu flókinn. Hjá borginni starfa níu þúsund einstaklingar og verkefnin eru mörg. Í flóknum rekstri er góð fjármálastjórn nauðsynleg. Heildaryfirsýn og aðgát í rekstri eru lykilþættir velferðar allra borgarbúa. Tryggja þarf gott eftirlit með innkaupum og framkvæmdum og að hvergi sé krónum kastað á glæ. Við viljum leita allra leiða svo borgin njóti bestu mögulegu kjara við öll innkaup og til að tryggja það að skipulag starfa og reksturs sé framúrskarandi. Með því getum við skilað raunverulegum ábata til borgarbúa í formi bættrar þjónustu og lægri gjalda, til dæmis með lækkun fasteignagjalda, afslætti til eldri borgara og lækkun útgjalda fyrir barnafjölskyldur. Það var því sérstakt gleðiefni að sjá ársreikning síðasta árs, en þar sést góð afkoma Reykjavíkurborgar vel. Ekki er einungis afgangur frá rekstri borgarinnar heldur skilar borgin, og fyrirtæki í hennar eigu, hagnaði. Stefna okkar að sjálfbærum rekstri, aukinni hagræðingu og niðurgreiðslu skulda er skýr. Slíkur árangur næst með samhentu átaki stjórnmálanna og alls starfsfólks borgarinnar og undirstrikar þann einlæga ásetning okkar að standa vörð um hagsmuni borgarbúa í einu og öllu.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun