Tveir þingmenn Vinstri grænna flugu mest í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 19:34 Lilja Rafney er með lögheimili á Suðureyri. Hún flaug mest innalands af þingmönnum. Vísir/Vilhelm Þingmenn fóru í nærri því þúsund flugferðir í fyrra, þar af tæplega sex hundruð ferðir innanlands. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest innanlands, og flokkssystir hennar Rósa Björk Brynjólfsdóttir var sá þingmaður sem ferðaðist mest erlendis. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá tölum um flugferðir þingmanna í fréttatíma sínum í kvöld. Þar kom fram að landsbyggðarþingmenn hafi farið í langflestar flugferðirnar. Af 572 innanlandsflugferðum voru 80% ferðir þingmanna Norðaustur- og Norðvesturkjördæma. Lilja Rafney, sem er þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður atvinnuveganefndar, flaug langmest þingmanna innanlands, fyrir alls rúmar tvær milljónir króna. Heildarkostnaður við flug þingmanna kjördæmisins var rúm 3,1 milljón króna í fyrra. Í Norðausturkjördæmi flugu Njáll Trausti Friðbertson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mest, fyrir rúma eina og hálfa milljón króna hvort. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, sem hefur flutt lögheimili sitt í Garðabæ flaug minnst af þingmönnum kjördæmisins. Heildarkostnaður vegna flugferða þingmanna kjördæmisins innanlands nam 10,4 milljónum króna.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest til útlanda í fyrra. Hún er varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/VilhelmFerðir ráðherra ekki taldar með Af flugferðum til útlanda tróndi Rósa Björg Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, á toppnum. Kostnaðurinn vegna flugferða hennar nam 1,2 milljónum króna. Á eftir henni kom Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti þingsins, sem flaug fyrir 895.000 krónur. Alls fóru þingmenn í 382 flugferðir til útlanda vegna vinnu í fyrra. Í fréttinni kemur fram að flugferðir ráðherra séu ekki í tölunum þar sem þær heyri undir ráðuneyti þeirra. Alþingi Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Þingmenn fóru í nærri því þúsund flugferðir í fyrra, þar af tæplega sex hundruð ferðir innanlands. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest innanlands, og flokkssystir hennar Rósa Björk Brynjólfsdóttir var sá þingmaður sem ferðaðist mest erlendis. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá tölum um flugferðir þingmanna í fréttatíma sínum í kvöld. Þar kom fram að landsbyggðarþingmenn hafi farið í langflestar flugferðirnar. Af 572 innanlandsflugferðum voru 80% ferðir þingmanna Norðaustur- og Norðvesturkjördæma. Lilja Rafney, sem er þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður atvinnuveganefndar, flaug langmest þingmanna innanlands, fyrir alls rúmar tvær milljónir króna. Heildarkostnaður við flug þingmanna kjördæmisins var rúm 3,1 milljón króna í fyrra. Í Norðausturkjördæmi flugu Njáll Trausti Friðbertson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mest, fyrir rúma eina og hálfa milljón króna hvort. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, sem hefur flutt lögheimili sitt í Garðabæ flaug minnst af þingmönnum kjördæmisins. Heildarkostnaður vegna flugferða þingmanna kjördæmisins innanlands nam 10,4 milljónum króna.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest til útlanda í fyrra. Hún er varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/VilhelmFerðir ráðherra ekki taldar með Af flugferðum til útlanda tróndi Rósa Björg Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, á toppnum. Kostnaðurinn vegna flugferða hennar nam 1,2 milljónum króna. Á eftir henni kom Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti þingsins, sem flaug fyrir 895.000 krónur. Alls fóru þingmenn í 382 flugferðir til útlanda vegna vinnu í fyrra. Í fréttinni kemur fram að flugferðir ráðherra séu ekki í tölunum þar sem þær heyri undir ráðuneyti þeirra.
Alþingi Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?