Hlustum á Attenborough Ingólfur Ásgeirsson skrifar 14. maí 2019 08:00 Merkasti náttúruverndarsinni okkar tíma er Sir David Attenborough. Þessi aldni höfðingi hefur tekið að sér það mikilvæga hlutverk að vera rödd þeirra sem geta ekki tjáð sig sjálf: dýra og plantna, gjörvalls lífríkis jarðar sem stendur frammi fyrir áður óþekktri ógn af hálfu mannkyns. Í nýrri skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að um milljón tegundir dýra og jurta eru í útrýmingarhættu og að það séu aðferðir mannsins við að skapa orku og búa til matvæli sem er helst um að kenna. Niðurstöður skýrslunnar eru skýrar. Við verðum að breyta hegðun okkar og neyslu, annað er ekki í boði. Nýir náttúrulífsþættir Attenboroughs á Netflix eru sláandi vitnisburður um þá gereyðingarvegferð sem mannkynið er á. Í þáttunum talar hann beint til okkar og af meiri þunga en nokkru sinni fyrr. Þessi framganga er ekki sjálfbær. Þessari ábyrgðarlausu umgengni við náttúruna verður að linna. Meðal þess sem Attenborough hefur gert að umtalsefni er sú hætta sem villtum laxastofnum stafar af sjókvíaeldi á laxi. Kringum 1970 voru um tíu milljón villtir laxar í Norður-Atlantshafinu og hafði fækkað hratt áratugina á undan. Nú er þessi tala komin í um þrjár milljónir. Með sama áframhaldi mun villtur lax verða ein af þeim tegundum sem mannkynið útrýmir, einsog varað er við í skýrslu SÞ. Eins og Attenborough bendir á hefur mannkynið um langa hríð farið illa með náttúruleg heimkynni laxastofna í ám og hafinu. Nýjasta ógnin er stóraukið sjókvíaeldi á laxi en erfðablöndunin við eldislax dregur mjög úr getu villtra stofna til að lifa af í umhverfi sem er þeim nú þegar fjandsamlegt af manna völdum. Það er löngu tímabært að við snúum af þessari óábyrgu braut í umgengninni við náttúruna. Ísland er eitt af síðustu vígjum villta laxins vegna þess að hér hefur ekki verið sjókvíaeldi á iðnaðarskala. Okkur ber skylda til að verja þetta vígi. Þegar Sir David talar, þá eigum við að hlusta.Ingólfur Ásgeirsson félagi í náttúruverndarsjóðnum Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Merkasti náttúruverndarsinni okkar tíma er Sir David Attenborough. Þessi aldni höfðingi hefur tekið að sér það mikilvæga hlutverk að vera rödd þeirra sem geta ekki tjáð sig sjálf: dýra og plantna, gjörvalls lífríkis jarðar sem stendur frammi fyrir áður óþekktri ógn af hálfu mannkyns. Í nýrri skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að um milljón tegundir dýra og jurta eru í útrýmingarhættu og að það séu aðferðir mannsins við að skapa orku og búa til matvæli sem er helst um að kenna. Niðurstöður skýrslunnar eru skýrar. Við verðum að breyta hegðun okkar og neyslu, annað er ekki í boði. Nýir náttúrulífsþættir Attenboroughs á Netflix eru sláandi vitnisburður um þá gereyðingarvegferð sem mannkynið er á. Í þáttunum talar hann beint til okkar og af meiri þunga en nokkru sinni fyrr. Þessi framganga er ekki sjálfbær. Þessari ábyrgðarlausu umgengni við náttúruna verður að linna. Meðal þess sem Attenborough hefur gert að umtalsefni er sú hætta sem villtum laxastofnum stafar af sjókvíaeldi á laxi. Kringum 1970 voru um tíu milljón villtir laxar í Norður-Atlantshafinu og hafði fækkað hratt áratugina á undan. Nú er þessi tala komin í um þrjár milljónir. Með sama áframhaldi mun villtur lax verða ein af þeim tegundum sem mannkynið útrýmir, einsog varað er við í skýrslu SÞ. Eins og Attenborough bendir á hefur mannkynið um langa hríð farið illa með náttúruleg heimkynni laxastofna í ám og hafinu. Nýjasta ógnin er stóraukið sjókvíaeldi á laxi en erfðablöndunin við eldislax dregur mjög úr getu villtra stofna til að lifa af í umhverfi sem er þeim nú þegar fjandsamlegt af manna völdum. Það er löngu tímabært að við snúum af þessari óábyrgu braut í umgengninni við náttúruna. Ísland er eitt af síðustu vígjum villta laxins vegna þess að hér hefur ekki verið sjókvíaeldi á iðnaðarskala. Okkur ber skylda til að verja þetta vígi. Þegar Sir David talar, þá eigum við að hlusta.Ingólfur Ásgeirsson félagi í náttúruverndarsjóðnum Icelandic Wildlife Fund
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun