Heilbrigðisráðherra fagnar en fyrrverandi þingmaður segir húrrahrópin dynja í eyrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2019 21:10 40 þingmenn samþykktu frumvarpið en 18 voru gegn. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. Rætt var við Svandísi í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2, rétt eftir að frumvarpið var samþykkt. „Nú erum við að staðfesta í lögum sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs. Það er stórt skref og það er gríðarlega mikilvægt skref, það eru margar konur í marga áratugi sem hafa lagt lóð sitt á vogarskálarnar til að berjast fyrir þessu skrefi og við fögnum allar í dag og allir þeir karlar líka sem standa með okkur í þeirri baráttu,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort að fleiri hafi samþykkt frumvarpið en hún bjóst við svaraði Svandís því játandi. „Jú, það var þannig í raun og veru þegar öllu var á botninn hvolft en þetta er mál sem gengur auðvitað að hluta til þvert á stjórn og stjórnarandstöðu. Það var mikill stuðningur við þetta mál í stjórnarandstöðunni þannig að 40 atkvæði segja sína sögu og það eru 40 manns inn í þingsalnum sem eru tilbúin fyrir 21. öldina fyrir konur,“ sagði Svandís en 18 þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og þrír sátu hjá. Tveir voru fjarverandi. Bjarni eini ráðherrann sem sagði nei Kvenréttindafélag Íslands fagnaði einnig samþykkt frumvarpsins í ályktun sem félagið sendi frá sér á áttunda tímanum í kvöld. Þakkaði félagið þeim konum sem hafa háð baráttuna fyrir þungunarrofi síðustu áratugi og minntist þeirra kvenna sem í aldanna rás hafa liðið fyrir að hafa ekki yfirráð yfir eigin líkama. Málið hefur verið afar umdeilt og hart tekist á um það á Alþingi í aðdraganda afgreiðslu þess nú í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til málsins þar sem átta þingmenn hans, þar á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu og tveir sátu hjá. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, var fjarverandi vegna ráðherrastarfa á Grænlandi en sagði í færslu á Facebook-síðu sinni að hún hefði stutt frumvarpið í anda í dag. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig fjarverandi.Konur fjölmenntu á þingpallana og féllust í faðma, klöppuðu og fögnðu þegar það lá fyrir að frumvarpið var samþykkt. Skrílslæti segir fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.vísir/vilhelm„Skrílslæti og húrrahróp“ á pöllunum Stuðningsmenn frumvarpsins fjölmenntu á þingpallana og brutust út fagnaðarlæti þeirra á meðal þegar það lá fyrir að frumvarpið var samþykkt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, minnti viðstadda á að það ætti að vera algjör þögn á pöllum og gestir yrðu að virða starfssvið Alþingis. Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að húrrahrópin á þingpöllunum í kvöld dynji í eyrum. Hún sendi Alþingi umsögn vegna frumvarpsins þar sem hún lagðist alfarið gegn því að þungunarrof yrði heimilað til loka 22. viku, eins og nú hefur verið samþykkt. Í færslu sinni segir Ólína að atkvæðagreiðslunni hafi lokið með skrílslátum og húrrahrópum á pöllunum eins og á vel heppnuðum fótboltaleik en ekki atkvæðagreiðslu sem varðaði líf og dauða ófæddra barna: „Nú er heimilt að eyða 22ja fóstri í móðurkviði án þess að fyrir því liggi neinar skilgreindar ástæður aðrar en „vilji“ móður. Og húrrahrópin dynja í eyrum. Margar vondar ræður voru fluttar af þessu tilefni og margur frasinn var látinn fjúka um „stærsta kvenfrelsismál sögunnar“ og mikilvægi málsins fyrir „sjálfsákvörðunarrétt kvenna“. Hvorugt er þó raunveruleg ástæða þess að málið kom í þessum búningi inn í þingið, því raunverulega ástæðan fyrir 22 vikum í stað 18 vikna (sem voru upphaflega lagðar til) lúta að fósturskimun vegna hugsanlegra fósturgalla. En það stenst ekki mannréttindasáttmálann að hafa sérstakar reglur um að eyða fóstrum vegna fötlunar - og þá var um að gera að búa málið í búning kvenfrelsis og sjálfsákvörðunar. Sú sjónhverfing virkaði. Húrrahrópin gullu við,“ segir Ólína en færslu hennar má sjá í heild hér fyrir neðan. Alþingi Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45 Bein útsending: Atkvæðagreiðsla um þungunarrof Alþingi greiðir atkvæði um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. 13. maí 2019 16:45 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. Rætt var við Svandísi í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2, rétt eftir að frumvarpið var samþykkt. „Nú erum við að staðfesta í lögum sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs. Það er stórt skref og það er gríðarlega mikilvægt skref, það eru margar konur í marga áratugi sem hafa lagt lóð sitt á vogarskálarnar til að berjast fyrir þessu skrefi og við fögnum allar í dag og allir þeir karlar líka sem standa með okkur í þeirri baráttu,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort að fleiri hafi samþykkt frumvarpið en hún bjóst við svaraði Svandís því játandi. „Jú, það var þannig í raun og veru þegar öllu var á botninn hvolft en þetta er mál sem gengur auðvitað að hluta til þvert á stjórn og stjórnarandstöðu. Það var mikill stuðningur við þetta mál í stjórnarandstöðunni þannig að 40 atkvæði segja sína sögu og það eru 40 manns inn í þingsalnum sem eru tilbúin fyrir 21. öldina fyrir konur,“ sagði Svandís en 18 þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og þrír sátu hjá. Tveir voru fjarverandi. Bjarni eini ráðherrann sem sagði nei Kvenréttindafélag Íslands fagnaði einnig samþykkt frumvarpsins í ályktun sem félagið sendi frá sér á áttunda tímanum í kvöld. Þakkaði félagið þeim konum sem hafa háð baráttuna fyrir þungunarrofi síðustu áratugi og minntist þeirra kvenna sem í aldanna rás hafa liðið fyrir að hafa ekki yfirráð yfir eigin líkama. Málið hefur verið afar umdeilt og hart tekist á um það á Alþingi í aðdraganda afgreiðslu þess nú í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til málsins þar sem átta þingmenn hans, þar á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu og tveir sátu hjá. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, var fjarverandi vegna ráðherrastarfa á Grænlandi en sagði í færslu á Facebook-síðu sinni að hún hefði stutt frumvarpið í anda í dag. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig fjarverandi.Konur fjölmenntu á þingpallana og féllust í faðma, klöppuðu og fögnðu þegar það lá fyrir að frumvarpið var samþykkt. Skrílslæti segir fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.vísir/vilhelm„Skrílslæti og húrrahróp“ á pöllunum Stuðningsmenn frumvarpsins fjölmenntu á þingpallana og brutust út fagnaðarlæti þeirra á meðal þegar það lá fyrir að frumvarpið var samþykkt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, minnti viðstadda á að það ætti að vera algjör þögn á pöllum og gestir yrðu að virða starfssvið Alþingis. Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að húrrahrópin á þingpöllunum í kvöld dynji í eyrum. Hún sendi Alþingi umsögn vegna frumvarpsins þar sem hún lagðist alfarið gegn því að þungunarrof yrði heimilað til loka 22. viku, eins og nú hefur verið samþykkt. Í færslu sinni segir Ólína að atkvæðagreiðslunni hafi lokið með skrílslátum og húrrahrópum á pöllunum eins og á vel heppnuðum fótboltaleik en ekki atkvæðagreiðslu sem varðaði líf og dauða ófæddra barna: „Nú er heimilt að eyða 22ja fóstri í móðurkviði án þess að fyrir því liggi neinar skilgreindar ástæður aðrar en „vilji“ móður. Og húrrahrópin dynja í eyrum. Margar vondar ræður voru fluttar af þessu tilefni og margur frasinn var látinn fjúka um „stærsta kvenfrelsismál sögunnar“ og mikilvægi málsins fyrir „sjálfsákvörðunarrétt kvenna“. Hvorugt er þó raunveruleg ástæða þess að málið kom í þessum búningi inn í þingið, því raunverulega ástæðan fyrir 22 vikum í stað 18 vikna (sem voru upphaflega lagðar til) lúta að fósturskimun vegna hugsanlegra fósturgalla. En það stenst ekki mannréttindasáttmálann að hafa sérstakar reglur um að eyða fóstrum vegna fötlunar - og þá var um að gera að búa málið í búning kvenfrelsis og sjálfsákvörðunar. Sú sjónhverfing virkaði. Húrrahrópin gullu við,“ segir Ólína en færslu hennar má sjá í heild hér fyrir neðan.
Alþingi Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45 Bein útsending: Atkvæðagreiðsla um þungunarrof Alþingi greiðir atkvæði um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. 13. maí 2019 16:45 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08
Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. 13. maí 2019 18:45
Bein útsending: Atkvæðagreiðsla um þungunarrof Alþingi greiðir atkvæði um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. 13. maí 2019 16:45