Offita óléttra kvenna vaxandi vandamál Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2019 19:00 Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar. Sykursýki á meðgöngu hefur aukist gríðarlega á síðasta áratugnum. Í fyrra greindust voru 584 barnshafandi konur greindar með meðgöngusykursýki á Landspítalanum en þær voru 238 árið 2014. „Átján prósent kvenna sem fæða á landspítalanum er með greininguna um meðgöngusykursýki," segir Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum. Árið 2012 var farið að greina sjúkdóminn með öðrum skilmerkjum en Ingibjörg segir að það skýri aukninguna aðeins að hluta. Tölur spítalans um greiningu á offitu á meðgöngu styðji aukninguna á greiningum á sykursýki þar sem konur í ofþyngd séu í mestri hættu á að fá sjúkdóminn. 396 konur sem fæddu á spítalanum í fyrra hafi verið greindar með offitu, það er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 BMI. „Það sem við sjáum líka þar er að mikil offita er að aukast en þá er líkamsþyngdarstuðullinn um eða yfir 50 BMI. Við erum að tala um konur sem eru á bilinu 120 og alveg upp í 170 til 180 kíló,“ segir Ingibjörg en hún hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að líta verði þróunina alvarlegum augum. Offita hjá barnshafandi konu geti leitt til þess að barnið verið of stórt fyrir móðurina sem leiði til áhættu í fæðingunni. Þá sé ákveðin forritun í gangi þegar kona gengur með barn. „Barnið fær ákveðin skilaboð í móðurkviði um það hvernig það eigi að lifa og svo ef kona er í mikilli ofþyngd má búast við að það sé ákveðinn lífsstíll hjá fjölskyldunni sem yfirfærist á barnið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að konur í mikilli ofþyngd þurfi ráðgjöf, enda hefur verið sýnt fram á næringarskort hjá hópnum. „Ég held að við þurfum að grípa fyrr inn í, við þurfum að gera það áður en konurnar verða ófrískar.“ Þá vildi hún sjá markvissari eftirfylgni til kvenna í offitu eftir barnsburð, til dæmis frá ljósmæðrum og næringarráðgjöfum .„Ég held að það sé bara ákveðið ákall til okkar sem þjóðar að hugsa betur um ungu kynslóðina okkar og að konur fari í undirbúning fyrir þungun,“ segir Ingibjörg. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar. Sykursýki á meðgöngu hefur aukist gríðarlega á síðasta áratugnum. Í fyrra greindust voru 584 barnshafandi konur greindar með meðgöngusykursýki á Landspítalanum en þær voru 238 árið 2014. „Átján prósent kvenna sem fæða á landspítalanum er með greininguna um meðgöngusykursýki," segir Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum. Árið 2012 var farið að greina sjúkdóminn með öðrum skilmerkjum en Ingibjörg segir að það skýri aukninguna aðeins að hluta. Tölur spítalans um greiningu á offitu á meðgöngu styðji aukninguna á greiningum á sykursýki þar sem konur í ofþyngd séu í mestri hættu á að fá sjúkdóminn. 396 konur sem fæddu á spítalanum í fyrra hafi verið greindar með offitu, það er með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 BMI. „Það sem við sjáum líka þar er að mikil offita er að aukast en þá er líkamsþyngdarstuðullinn um eða yfir 50 BMI. Við erum að tala um konur sem eru á bilinu 120 og alveg upp í 170 til 180 kíló,“ segir Ingibjörg en hún hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að líta verði þróunina alvarlegum augum. Offita hjá barnshafandi konu geti leitt til þess að barnið verið of stórt fyrir móðurina sem leiði til áhættu í fæðingunni. Þá sé ákveðin forritun í gangi þegar kona gengur með barn. „Barnið fær ákveðin skilaboð í móðurkviði um það hvernig það eigi að lifa og svo ef kona er í mikilli ofþyngd má búast við að það sé ákveðinn lífsstíll hjá fjölskyldunni sem yfirfærist á barnið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að konur í mikilli ofþyngd þurfi ráðgjöf, enda hefur verið sýnt fram á næringarskort hjá hópnum. „Ég held að við þurfum að grípa fyrr inn í, við þurfum að gera það áður en konurnar verða ófrískar.“ Þá vildi hún sjá markvissari eftirfylgni til kvenna í offitu eftir barnsburð, til dæmis frá ljósmæðrum og næringarráðgjöfum .„Ég held að það sé bara ákveðið ákall til okkar sem þjóðar að hugsa betur um ungu kynslóðina okkar og að konur fari í undirbúning fyrir þungun,“ segir Ingibjörg.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira