Öldungadeildarþingmaður ræðir við Kínverja sem Pompeo sendir tóninn Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2019 19:00 Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna. Murkovski sem einnig er formaður orkumálanefndar öldungadeildarinnar segir að það hafi örugglega verið erfitt fyrir Kínverja að heyra margt af því sem utanríkisráðherrann sagði, þótt hún taki undir hluta þess. „En ég tel að þetta hafi verið mikilvæg skilaboð sem staðfestu að það eru samskiptareglur þegar kemur að norðurslóðum. Eins og það eru samskiptareglur þegar um önnur svæði er að ræða," sagði Murkowski. Það hafi alltaf verið sameiginlegur skilningur aðildarríkjanna átta að Norðurskautsráðinu að umræðum um öryggismál væri haldið utan við ráðið svo ríkin gætu einbeitt sér að sameiginlegum málefnum norðurslóða eins og umhverfismálum. „Ég er hér sem Repúblíkani, ég er hér sem Alaskabúi, ég er hér sem Bandaríkjamaður, ég er hér sem manneskja sem er annt um norðurslóðir. Mér er annt um framtíð þeirra, mér er annt um fólkið þar og ég vil að Bandaríkin taki meiri þátt á öllum stigum" sagði Murkowski. New York Times og Guardian hafa sagt frá því að ekki hafi í fyrsta skipti verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu Norðurskauts ríkjanna átta vegna þess að Pompeo gat ekki sætt sig við að hugtakið loftlagsbreytingar kæmi fyrir í henni. Murkowski segist ekki hafa setið lokaða fundi um yfirlýsinguna. „Hvort sem maður notar orðið „loftslagsbreytingar" eða ekki verður ekki litið fram hjá þeim raunveruleika sem er í kringum okkur, sérstaklega á norðurslóðum," sagði Murkowski. Fólk þurfi ekki að vera vísindamenn til að sjá hraðar breytingar í umhverfinu. Hringboði norðurslóða hafi tekist að breikka vettvang umræðunnar og Bandaríkjamenn verði að átta sig á að forysta á heimsvísu felist ekki eingöngu í hernaðarforystu. „Við sem norðuslóðaþjóð verðum að vera virkari á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Punktur. Og við höfum ekki verið það," sagði Lisa Murkowski. Bandaríkin Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna. Murkovski sem einnig er formaður orkumálanefndar öldungadeildarinnar segir að það hafi örugglega verið erfitt fyrir Kínverja að heyra margt af því sem utanríkisráðherrann sagði, þótt hún taki undir hluta þess. „En ég tel að þetta hafi verið mikilvæg skilaboð sem staðfestu að það eru samskiptareglur þegar kemur að norðurslóðum. Eins og það eru samskiptareglur þegar um önnur svæði er að ræða," sagði Murkowski. Það hafi alltaf verið sameiginlegur skilningur aðildarríkjanna átta að Norðurskautsráðinu að umræðum um öryggismál væri haldið utan við ráðið svo ríkin gætu einbeitt sér að sameiginlegum málefnum norðurslóða eins og umhverfismálum. „Ég er hér sem Repúblíkani, ég er hér sem Alaskabúi, ég er hér sem Bandaríkjamaður, ég er hér sem manneskja sem er annt um norðurslóðir. Mér er annt um framtíð þeirra, mér er annt um fólkið þar og ég vil að Bandaríkin taki meiri þátt á öllum stigum" sagði Murkowski. New York Times og Guardian hafa sagt frá því að ekki hafi í fyrsta skipti verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu Norðurskauts ríkjanna átta vegna þess að Pompeo gat ekki sætt sig við að hugtakið loftlagsbreytingar kæmi fyrir í henni. Murkowski segist ekki hafa setið lokaða fundi um yfirlýsinguna. „Hvort sem maður notar orðið „loftslagsbreytingar" eða ekki verður ekki litið fram hjá þeim raunveruleika sem er í kringum okkur, sérstaklega á norðurslóðum," sagði Murkowski. Fólk þurfi ekki að vera vísindamenn til að sjá hraðar breytingar í umhverfinu. Hringboði norðurslóða hafi tekist að breikka vettvang umræðunnar og Bandaríkjamenn verði að átta sig á að forysta á heimsvísu felist ekki eingöngu í hernaðarforystu. „Við sem norðuslóðaþjóð verðum að vera virkari á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Punktur. Og við höfum ekki verið það," sagði Lisa Murkowski.
Bandaríkin Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira