Svuntur sem forsetahjónin fengu að gjöf í Reykjanesbæ vekja athygli Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2019 10:56 Heimsókn forsetahjónanna til Reykjanesbæjar stóð yfir dagana 2. og 3. maí síðastliðinn. Mynd af forsetahjónununum sem fylgir kveðju frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar í síðasta tölublaði Víkurfrétta hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Á myndinni má sjá Guðna Th. Jóhannesson haldandi á svuntu með áletruninni „Fyrirmynd okkar allra“, en á svuntu Elizu Reid forsetafrúar stendur „Konan á bak við manninn“. Nokkur umræða hefur skapast um myndina og þá sér í lagi áletrunina í Facebook-hópnum Karlar gera merkilega hluti, þar sem í eru um níu þúsund manns, sem og víðar. Forsetahjónin fóru tveggja daga opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar í byrjun mánaðar og í kveðjunni þakkar bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson þeim fyrir komuna fyrir hönd bæjarstjórnar og íbúa Reykjanesbæjar.Fengu að gjöf frá notendum Hæfingarstöðvar Kjartan segir í samtali við Vísi að forsetahjónin hafi fengið svunturnar að gjöf frá notendum Hæfingarstöðvarinnar í bænum, sem þjónar meðal annars hlutverki verndaðs vinnustaðar. Hann segir að myndin með kveðjunni hafi ekki verið valin vegna orðalagsins á svuntunum. „Það var vegna þess að hún var tekin í Hæfingarstöðinni og við vildum sýna þeim þá virðingu að hafa mynd úr þeirri heimsókn. Ég get alveg fallist á það, svona eftir á að hyggja, að þetta hafi verið óheppilegt og að við hefðum átt að rýna betur í þetta,“ segir Kjartan. Bæjarstjórinn segir að heimsókn forsetahjónanna hafi annars verið frábær. „Reykjanesbær skartaði sínu fegursta í veðri og þau voru afar ánægð með allt sem þau sáu og heyrðu. Allir hér voru sömuleiðis afar ánægð með að fá þau í heimsókn,“ segir Kjartan Már.Kveðja bæjarstjórans í Víkurfréttum. Forseti Íslands Reykjanesbær Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mynd af forsetahjónununum sem fylgir kveðju frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar í síðasta tölublaði Víkurfrétta hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Á myndinni má sjá Guðna Th. Jóhannesson haldandi á svuntu með áletruninni „Fyrirmynd okkar allra“, en á svuntu Elizu Reid forsetafrúar stendur „Konan á bak við manninn“. Nokkur umræða hefur skapast um myndina og þá sér í lagi áletrunina í Facebook-hópnum Karlar gera merkilega hluti, þar sem í eru um níu þúsund manns, sem og víðar. Forsetahjónin fóru tveggja daga opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar í byrjun mánaðar og í kveðjunni þakkar bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson þeim fyrir komuna fyrir hönd bæjarstjórnar og íbúa Reykjanesbæjar.Fengu að gjöf frá notendum Hæfingarstöðvar Kjartan segir í samtali við Vísi að forsetahjónin hafi fengið svunturnar að gjöf frá notendum Hæfingarstöðvarinnar í bænum, sem þjónar meðal annars hlutverki verndaðs vinnustaðar. Hann segir að myndin með kveðjunni hafi ekki verið valin vegna orðalagsins á svuntunum. „Það var vegna þess að hún var tekin í Hæfingarstöðinni og við vildum sýna þeim þá virðingu að hafa mynd úr þeirri heimsókn. Ég get alveg fallist á það, svona eftir á að hyggja, að þetta hafi verið óheppilegt og að við hefðum átt að rýna betur í þetta,“ segir Kjartan. Bæjarstjórinn segir að heimsókn forsetahjónanna hafi annars verið frábær. „Reykjanesbær skartaði sínu fegursta í veðri og þau voru afar ánægð með allt sem þau sáu og heyrðu. Allir hér voru sömuleiðis afar ánægð með að fá þau í heimsókn,“ segir Kjartan Már.Kveðja bæjarstjórans í Víkurfréttum.
Forseti Íslands Reykjanesbær Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira