Rúnar Páll: Góður bragur á okkur Árni Jóhannsson skrifar 10. maí 2019 21:50 Rúnar Páll var ánægður í kvöld. vísir/daníel „Við vorum mjög ánægðir með fyrri hálfleikinn og réðum leiknum frá a til ö og fengum fjögur mjög góð færi eftir frábært uppspil sem við hefðum átt að nýta. Leikurinn jafnaðist í síðari hálfleik en heilt yfir þá réðum við lögum og lofum yfir þessum leik en hefðum getað skorað fleiri mörk. Ég er ánægður með fyrstu þrjú stigin og þetta var góð frammistað hjá drengjunum og góður bragur á okkur.“ Þetta sagði þjálfari Stjörnumanna, Rúnar Páll Sigmundsson, var sáttur með dagsverkið eftir sigur á móti HK í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Stjörnumenn hafa hingað til verið í brasi með að skora mörk úr opnum leik en það kom í dag og var það ekkert smá mark frá Hilmari Árna Halldórssyni. Hann náði fullkomnu skoti og náði að snúa boltann upp í vinkilinn. Það hlýtur að vera þægilegt að vera með svona leikmann innanborðs sem getur töfrað svona upp úr nánast engu. „Það var mjög ánægjulegt að sjá þennan bolta inni. Sérstaklega út af því að við vorum búnir að fá svo mörg færi í fyrri hálfleik sem við náðum ekki að nýta. Síðan setti Hilmar hann þarna í vinkilinn, sem var stórkostlegt, þetta getur hann og það er mikilvægt að hafa svona menn í liðinu. Mér fannst liðið í heild sinni spila vel í dag á móti mjög krefjandi andstæðingum.“ Rúnar Páll var að lokum inntur eftir því hvort það væri ekki ánægjulegt að vera kominn við toppinn á deildinni á þessari stundu úr því sem komið var í fyrstu tveimur umferðunum. Rúnar hló þá við og sagði: „Já já, eins og við segjum þá er þetta langt mót og við tökum einn leik í einu og við reynum að safna eins mörgum stigum eins og við getum. Það var bara flott að ná í þessi úrslit og svo er næsti leikur á miðvikudaginn og við erum klárir í hann.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - HK 1-0 | Þægilegur sigur Stjörnumanna Stjarnan náði í sigur og mark úr opnum leik. 10. maí 2019 22:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
„Við vorum mjög ánægðir með fyrri hálfleikinn og réðum leiknum frá a til ö og fengum fjögur mjög góð færi eftir frábært uppspil sem við hefðum átt að nýta. Leikurinn jafnaðist í síðari hálfleik en heilt yfir þá réðum við lögum og lofum yfir þessum leik en hefðum getað skorað fleiri mörk. Ég er ánægður með fyrstu þrjú stigin og þetta var góð frammistað hjá drengjunum og góður bragur á okkur.“ Þetta sagði þjálfari Stjörnumanna, Rúnar Páll Sigmundsson, var sáttur með dagsverkið eftir sigur á móti HK í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Stjörnumenn hafa hingað til verið í brasi með að skora mörk úr opnum leik en það kom í dag og var það ekkert smá mark frá Hilmari Árna Halldórssyni. Hann náði fullkomnu skoti og náði að snúa boltann upp í vinkilinn. Það hlýtur að vera þægilegt að vera með svona leikmann innanborðs sem getur töfrað svona upp úr nánast engu. „Það var mjög ánægjulegt að sjá þennan bolta inni. Sérstaklega út af því að við vorum búnir að fá svo mörg færi í fyrri hálfleik sem við náðum ekki að nýta. Síðan setti Hilmar hann þarna í vinkilinn, sem var stórkostlegt, þetta getur hann og það er mikilvægt að hafa svona menn í liðinu. Mér fannst liðið í heild sinni spila vel í dag á móti mjög krefjandi andstæðingum.“ Rúnar Páll var að lokum inntur eftir því hvort það væri ekki ánægjulegt að vera kominn við toppinn á deildinni á þessari stundu úr því sem komið var í fyrstu tveimur umferðunum. Rúnar hló þá við og sagði: „Já já, eins og við segjum þá er þetta langt mót og við tökum einn leik í einu og við reynum að safna eins mörgum stigum eins og við getum. Það var bara flott að ná í þessi úrslit og svo er næsti leikur á miðvikudaginn og við erum klárir í hann.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - HK 1-0 | Þægilegur sigur Stjörnumanna Stjarnan náði í sigur og mark úr opnum leik. 10. maí 2019 22:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - HK 1-0 | Þægilegur sigur Stjörnumanna Stjarnan náði í sigur og mark úr opnum leik. 10. maí 2019 22:00