Næsta mál, takk Hörður Ægisson skrifar 10. maí 2019 07:00 Þótt halda mætti annað, miðað við allan æsinginn, þá er ekki mikil ástæða til að fara mörgum orðum um innihald þriðja orkupakkans. Fátt, ef nokkuð, felur þar í sér nein nýmæli fyrir Ísland. Verið er að skerpa á því regluverki sem nú þegar gildir – og var fyrst innleitt í íslenskan rétt fyrir meira en fimmtán árum án mikillar mótstöðu – og snýst í grunninn um aukið sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem í okkar tilfelli er Orkustofnun, og meiri neytendavernd. Með öðrum orðum er tilgangurinn aukin og virkari samkeppni á orkumarkaði. Hagsmunirnir af slíku regluverki fyrir almenning og fyrirtæki eru ótvíræðir. Innleiðing þriðja orkupakkans á sér langan aðdraganda, sem margar ríkisstjórnir hafa komið að á síðustu árum, og Ísland hefur margsinnis haft tækifæri til þess að hafa áhrif á ákvörðunarferlið. Engin ríkisstjórn hefur hins vegar á neinu stigi málsins talið ástæðu til að beita sér gegn orkupakkanum. Andstaðan nú um stundir, drifin áfram af fyrrverandi áhrifamönnum í íslensku samfélagi sem eiga erfitt með að eftirláta sviðið nýrri kynslóð, vekur því um margt furðu. Mörgu er haldið fram í umræðunni sem stenst enga skoðun. Dapurlegast er að sjá þá, sem vita flestir hverjir betur, taka þátt í að afvegaleiða almenning með röngum upplýsingum. Um hvað fjallar orkupakkinn ekki? Hann snýst á engan hátt um einkavæðingu eða frekari „markaðsvæðingu“ raforkugeirans en nú er. Því síður er Ísland að afsala sér forræði á því hvernig við nýtum orkuauðlindir landsins og ákvörðun um mögulega lagningu sæstrengs, sem mun krefjast samþykkis Alþingis, verður alfarið í okkar höndum. Um allt þetta er ástæðulaust að deila. Þeir sem tala gegn þriðja orkupakkanum hafa látið að því liggja að málið eigi margt sameiginlegt með baráttunni gegn Icesave. Þótt erfitt sé að átta sig á þeim samanburði þá grundvallast sú afstaða meðal annars á því sjónarmiði að gera eigi það tortryggilegt að nú, rétt eins og þá, sé um það breið samstaða á meðal stjórnmálamanna og atvinnulífsins að samþykkja orkupakkann. Höfum eitt á hreinu. Krafan um það að Íslendingar ættu að gangast undir löglausar kröfur Breta og Hollendinga, sem hefði hamlað endurreisn efnahagslífsins og gert afnám hafta erfiðara en ella, varðaði gríðarlega fjárhagslega hagsmuni Íslands. Sem betur fer tókst að afstýra þeim áformum. Engir slíkir hagsmunir eru undir í því máli sem varðar þriðja orkupakkann. Hér er aðeins verið að fiska í gruggugu vatni þar sem markmiðið virðist vera – í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi – að grafa undan EES-samstarfinu að óþörfu. Því má ekki láta ósvarað. Ísland er í einstakri stöðu. Á síðustu árum hefur okkur tekist, undir forystu ólíkra ríkisstjórna, að leysa úr fjölmörgum flóknum en misstórum úrlausnarefnum á farsælan hátt, nú síðast með því að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði til næstu fjögurra ára með skynsamlegum kjarasamningum. Verkefnið sem við stöndum núna frammi fyrir, rétt eins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sögðu í viðtali við Markaðinn í vikunni er að byggja á þeim grunni til að sækja fram og bæta lífskjör þjóðarinnar. Hvernig til tekst ræðst af samkeppnishæfni Íslands. Ríkisstjórnin á því að leiða þriðja orkupakkann í lög og snúa sér að öðrum og mikilvægari málum sem eiga að vera í forgrunni. Næsta mál, takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Þótt halda mætti annað, miðað við allan æsinginn, þá er ekki mikil ástæða til að fara mörgum orðum um innihald þriðja orkupakkans. Fátt, ef nokkuð, felur þar í sér nein nýmæli fyrir Ísland. Verið er að skerpa á því regluverki sem nú þegar gildir – og var fyrst innleitt í íslenskan rétt fyrir meira en fimmtán árum án mikillar mótstöðu – og snýst í grunninn um aukið sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem í okkar tilfelli er Orkustofnun, og meiri neytendavernd. Með öðrum orðum er tilgangurinn aukin og virkari samkeppni á orkumarkaði. Hagsmunirnir af slíku regluverki fyrir almenning og fyrirtæki eru ótvíræðir. Innleiðing þriðja orkupakkans á sér langan aðdraganda, sem margar ríkisstjórnir hafa komið að á síðustu árum, og Ísland hefur margsinnis haft tækifæri til þess að hafa áhrif á ákvörðunarferlið. Engin ríkisstjórn hefur hins vegar á neinu stigi málsins talið ástæðu til að beita sér gegn orkupakkanum. Andstaðan nú um stundir, drifin áfram af fyrrverandi áhrifamönnum í íslensku samfélagi sem eiga erfitt með að eftirláta sviðið nýrri kynslóð, vekur því um margt furðu. Mörgu er haldið fram í umræðunni sem stenst enga skoðun. Dapurlegast er að sjá þá, sem vita flestir hverjir betur, taka þátt í að afvegaleiða almenning með röngum upplýsingum. Um hvað fjallar orkupakkinn ekki? Hann snýst á engan hátt um einkavæðingu eða frekari „markaðsvæðingu“ raforkugeirans en nú er. Því síður er Ísland að afsala sér forræði á því hvernig við nýtum orkuauðlindir landsins og ákvörðun um mögulega lagningu sæstrengs, sem mun krefjast samþykkis Alþingis, verður alfarið í okkar höndum. Um allt þetta er ástæðulaust að deila. Þeir sem tala gegn þriðja orkupakkanum hafa látið að því liggja að málið eigi margt sameiginlegt með baráttunni gegn Icesave. Þótt erfitt sé að átta sig á þeim samanburði þá grundvallast sú afstaða meðal annars á því sjónarmiði að gera eigi það tortryggilegt að nú, rétt eins og þá, sé um það breið samstaða á meðal stjórnmálamanna og atvinnulífsins að samþykkja orkupakkann. Höfum eitt á hreinu. Krafan um það að Íslendingar ættu að gangast undir löglausar kröfur Breta og Hollendinga, sem hefði hamlað endurreisn efnahagslífsins og gert afnám hafta erfiðara en ella, varðaði gríðarlega fjárhagslega hagsmuni Íslands. Sem betur fer tókst að afstýra þeim áformum. Engir slíkir hagsmunir eru undir í því máli sem varðar þriðja orkupakkann. Hér er aðeins verið að fiska í gruggugu vatni þar sem markmiðið virðist vera – í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi – að grafa undan EES-samstarfinu að óþörfu. Því má ekki láta ósvarað. Ísland er í einstakri stöðu. Á síðustu árum hefur okkur tekist, undir forystu ólíkra ríkisstjórna, að leysa úr fjölmörgum flóknum en misstórum úrlausnarefnum á farsælan hátt, nú síðast með því að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði til næstu fjögurra ára með skynsamlegum kjarasamningum. Verkefnið sem við stöndum núna frammi fyrir, rétt eins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sögðu í viðtali við Markaðinn í vikunni er að byggja á þeim grunni til að sækja fram og bæta lífskjör þjóðarinnar. Hvernig til tekst ræðst af samkeppnishæfni Íslands. Ríkisstjórnin á því að leiða þriðja orkupakkann í lög og snúa sér að öðrum og mikilvægari málum sem eiga að vera í forgrunni. Næsta mál, takk.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun