Líneik Anna: Verkefnið að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 21:15 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokkur, segir það vera verkefni þings að tryggja öllum byggðum landsins tækifæri til þróunar. Þetta sagði Líneik Anna í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld þar sem hún fór meðal annars yfir nýtingu á landinu, eignarhald á jörðum og nauðsyn þess að rækta samstarf við bændur. Hún sagði áskorunina vera að flétta saman sem flest markmið uppbyggingar, verndar og sjálfbærrar nýtingar - við landnotkun, landgræðslu, skógrækt og landvörslu. Samvinna skili samfélagslegum ávinningi langt umfram það sem gerist ef hver vinnur í sínu horni.Samfélagsleg verðmæti Þingmaðurinn spurði svo í ræðu sinni hvort allir geti ekki verið sammála um að samfélagsleg verðmæti felist í byggð um land allt. „Verkefni okkar hér er að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar. Það gerum við meðal annars með skýrri sýn á uppbyggingu samgangna, fjarskipta og dreifikerfis raforku. Í vetur höfum við, undir dyggri forystu hæstvirts samgöngu og sveitarstjórnarráðaherra Sigurðar Inga Jóhannssonar afgreitt samgönguáætlun sem boðar stórsókn í samgöngumálum og þá er að ljúka vinnu við fjarskiptastefnu þar sem markmiðið er að Ísland verði áfram í fremstu röð með trausta og örugga fjarkskiptainnviði. Í samfélagi þar sem þjónusta er samþjöppuð á litlu svæði þarf að tryggja grunninnviði en líka jafnan flutningskostnað innanlands. Kostnaður við flutning - á raforku, -flutning á fólki, - við gagnaflutning um ljósleiðara, - eða vöruflutninga til og frá markaði má ekki vera hindrun fyrir samkeppnihæfni byggðarlaga. Dæmi um lausnir á þessum vanda sem eru á dagskrá er eitt dreifikerfi raforku og sama verð til allra fyrir dreifingu orkunnar - og skoska leiðin í fluginu,“ sagði Líneik Anna. Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokkur, segir það vera verkefni þings að tryggja öllum byggðum landsins tækifæri til þróunar. Þetta sagði Líneik Anna í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld þar sem hún fór meðal annars yfir nýtingu á landinu, eignarhald á jörðum og nauðsyn þess að rækta samstarf við bændur. Hún sagði áskorunina vera að flétta saman sem flest markmið uppbyggingar, verndar og sjálfbærrar nýtingar - við landnotkun, landgræðslu, skógrækt og landvörslu. Samvinna skili samfélagslegum ávinningi langt umfram það sem gerist ef hver vinnur í sínu horni.Samfélagsleg verðmæti Þingmaðurinn spurði svo í ræðu sinni hvort allir geti ekki verið sammála um að samfélagsleg verðmæti felist í byggð um land allt. „Verkefni okkar hér er að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar. Það gerum við meðal annars með skýrri sýn á uppbyggingu samgangna, fjarskipta og dreifikerfis raforku. Í vetur höfum við, undir dyggri forystu hæstvirts samgöngu og sveitarstjórnarráðaherra Sigurðar Inga Jóhannssonar afgreitt samgönguáætlun sem boðar stórsókn í samgöngumálum og þá er að ljúka vinnu við fjarskiptastefnu þar sem markmiðið er að Ísland verði áfram í fremstu röð með trausta og örugga fjarkskiptainnviði. Í samfélagi þar sem þjónusta er samþjöppuð á litlu svæði þarf að tryggja grunninnviði en líka jafnan flutningskostnað innanlands. Kostnaður við flutning - á raforku, -flutning á fólki, - við gagnaflutning um ljósleiðara, - eða vöruflutninga til og frá markaði má ekki vera hindrun fyrir samkeppnihæfni byggðarlaga. Dæmi um lausnir á þessum vanda sem eru á dagskrá er eitt dreifikerfi raforku og sama verð til allra fyrir dreifingu orkunnar - og skoska leiðin í fluginu,“ sagði Líneik Anna.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira