Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. maí 2019 12:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Í hópnum sitja fulltrúar dómsmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis og eiga niðurstöður að liggja fyrir innan nokkurra mánaða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir að samráðshópurinn muni vinna tillögur varðandi það hvernig bregðast megi við stöðunni. „Það skiptir líka máli að halda því til haga að Ísland er eitt öruggasta ríki í heimi til að búa í þannig að þrátt fyrir að skýrslan sé svört og það kallar auðvitað á viðbrögð þá þarf samt að horfa á þetta í því samhengi og til viðbótar þarf líka að horfa til þess að við höfum auðvitað verið í miklum aðgerðum innan dómsmálaráðuneytisins undanfarin misseri,“ segir Þórdís. Þórdís segir að þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að mæta skipulagðri brotastarfsemi en umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf, stjórnsýslueftirliti, greiningum og sakamálarannsóknum vegna gruns um peningaþvætti. Þá hefur landamæraeftirlit þegar verið eflt með fjölgun landamæravarða og upplýsingatækni til að auka öryggi landamæra. Auk þess var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veittar 80 milljónir króna til að efla löggæslu vegna skipulagðrar brotastarfsemi. „Ég lít svo á að þessi greiningardeild skipti verulegu máli til þess að fylgjast með þessari stöðu. En við þurfum þá líka að vera tilbúin til þess að bregðast við til þess að geta lagað það sem þarna er kallað eftir sem er aðallega það að það sé meiri mannafli til að fara í þessa frumkvæðisathuganir af því að mannaflinn er mikið í því að rannsaka mál sem koma upp,“ segir ráðherra. Dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi sem mun auðvelda mjög upplýsingaskipti milli stofnana í löggæslutilgangi. Ráðherra kynnti á dögunum áherslur stjórnvalda gegn mansali sem nú er verið að hrinda í framkvæmd ásamt nýrri löggæsluáætlun sem miðar að því að byggja upp og efla alla löggæslu í landinu á faglegan og gagnsæjan hátt. „Það var auðvitað skorið niður verulega eftir hrun og við höfum, líka til að halda því til haga, lagt verulega fjármuni í löggæslumál undanfarin ár. En það er alveg rétt að það er skoðun allra sem að málum koma að það þurfi frekari fjármuni. Af því að við erum sammála um að það er frumskylda ríkisins að tryggja öryggi borgara og löggæsla nægilega fjármögnuð að þá er kannski kominn tími til að hugsa um í hvað eru peningarnir að fara og þurfum við kannski sem samfélag sem setur þúsund milljarða í fjárlög að forgangsraða enn frekar í þau verkefni sem eru raunverulega grunnhlutverk ríkisins að sinna,“ segir Þórdís. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, vegna skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Í hópnum sitja fulltrúar dómsmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis og eiga niðurstöður að liggja fyrir innan nokkurra mánaða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir að samráðshópurinn muni vinna tillögur varðandi það hvernig bregðast megi við stöðunni. „Það skiptir líka máli að halda því til haga að Ísland er eitt öruggasta ríki í heimi til að búa í þannig að þrátt fyrir að skýrslan sé svört og það kallar auðvitað á viðbrögð þá þarf samt að horfa á þetta í því samhengi og til viðbótar þarf líka að horfa til þess að við höfum auðvitað verið í miklum aðgerðum innan dómsmálaráðuneytisins undanfarin misseri,“ segir Þórdís. Þórdís segir að þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að mæta skipulagðri brotastarfsemi en umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf, stjórnsýslueftirliti, greiningum og sakamálarannsóknum vegna gruns um peningaþvætti. Þá hefur landamæraeftirlit þegar verið eflt með fjölgun landamæravarða og upplýsingatækni til að auka öryggi landamæra. Auk þess var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veittar 80 milljónir króna til að efla löggæslu vegna skipulagðrar brotastarfsemi. „Ég lít svo á að þessi greiningardeild skipti verulegu máli til þess að fylgjast með þessari stöðu. En við þurfum þá líka að vera tilbúin til þess að bregðast við til þess að geta lagað það sem þarna er kallað eftir sem er aðallega það að það sé meiri mannafli til að fara í þessa frumkvæðisathuganir af því að mannaflinn er mikið í því að rannsaka mál sem koma upp,“ segir ráðherra. Dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi sem mun auðvelda mjög upplýsingaskipti milli stofnana í löggæslutilgangi. Ráðherra kynnti á dögunum áherslur stjórnvalda gegn mansali sem nú er verið að hrinda í framkvæmd ásamt nýrri löggæsluáætlun sem miðar að því að byggja upp og efla alla löggæslu í landinu á faglegan og gagnsæjan hátt. „Það var auðvitað skorið niður verulega eftir hrun og við höfum, líka til að halda því til haga, lagt verulega fjármuni í löggæslumál undanfarin ár. En það er alveg rétt að það er skoðun allra sem að málum koma að það þurfi frekari fjármuni. Af því að við erum sammála um að það er frumskylda ríkisins að tryggja öryggi borgara og löggæsla nægilega fjármögnuð að þá er kannski kominn tími til að hugsa um í hvað eru peningarnir að fara og þurfum við kannski sem samfélag sem setur þúsund milljarða í fjárlög að forgangsraða enn frekar í þau verkefni sem eru raunverulega grunnhlutverk ríkisins að sinna,“ segir Þórdís. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, vegna skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi
Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19