Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 15:15 Myndina tók Sverrir í Hvalfirði í gær af dauðu hrefnunni en Landhelgisgæslan var kölluð út þar sem talið var að hrefnan væri skúta sem farið hefði á hliðina í firðinum. sverrir tryggvason Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. „Þar sem hún lá bara með belginn upp. Þá teljum við að hún hafi verið tiltölulega nýdauð og svo höfum við verið að rekast á hana um helgina. Í gær fór ég svo aftur að sigla og þegar við vorum á leiðinni í land heyri ég að Gæslan er að kalla. Þeir höfðu þá fengið símtal um að skúta hefði farið á hliðina í Hvalfirði svo við tökum strauið þangað eins hratt og við getum en þá var það þessi sami hvalur, búinn að blása út,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Hann segir að dýrið hafi litið út eins og skúta svona útblásið. „Andlitið á henni þanið leit út eins og skrokkur á bát og svo leit skrokkurinn á hvalnum út eins og seglin. Þannig að það var alveg eðlilegt að fólk héldi að þetta liti út eins og skúta. Þyrlan var kölluð út líka þannig að þetta var orðin svolítil aðgerð í gær“ segir Sverrir.Hér sést hrefnan í flæðarmálinu við Granda í dag.vísir/vilhelmEins og sést á myndum sem birst hafa frá vettvangi í dag er hrefnan alveg útþanin. Sverrir segir að það sé efri hluti höfuðsins sem blási svona út vegna þess að matur sé að öllum líkindum að rotna. Hræið fyllist þannig af gasi en Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur, sem fréttastofa ræddi við í dag segir að líffærið sem þenjist svona út sé líklega tungan. Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segir að það geti verið mikill viðbjóður ef belgurinn springur. „Ég ætla ekki að segja að það sé hætta nema þú sért mikið nær því við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið af fæði eða hvað er inni í belgnum. Það kemur ekki í ljós fyrr en hann springur. Ég hef séð svona hval springa og það er ekki fallegt,“ segir Sverrir. Samkvæmt verklagsreglum MAST um það hvernig bregðast skal við hvalreka tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig staðið skal að förgun dýrsins.Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segist telja að hrefnan hafi verið tiltölulega nýdauð þegar hann sá hana á laugardag úti á Faxaflóa.vísir/vilhelm Dýr Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Reykjavík Tengdar fréttir Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. „Þar sem hún lá bara með belginn upp. Þá teljum við að hún hafi verið tiltölulega nýdauð og svo höfum við verið að rekast á hana um helgina. Í gær fór ég svo aftur að sigla og þegar við vorum á leiðinni í land heyri ég að Gæslan er að kalla. Þeir höfðu þá fengið símtal um að skúta hefði farið á hliðina í Hvalfirði svo við tökum strauið þangað eins hratt og við getum en þá var það þessi sami hvalur, búinn að blása út,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Hann segir að dýrið hafi litið út eins og skúta svona útblásið. „Andlitið á henni þanið leit út eins og skrokkur á bát og svo leit skrokkurinn á hvalnum út eins og seglin. Þannig að það var alveg eðlilegt að fólk héldi að þetta liti út eins og skúta. Þyrlan var kölluð út líka þannig að þetta var orðin svolítil aðgerð í gær“ segir Sverrir.Hér sést hrefnan í flæðarmálinu við Granda í dag.vísir/vilhelmEins og sést á myndum sem birst hafa frá vettvangi í dag er hrefnan alveg útþanin. Sverrir segir að það sé efri hluti höfuðsins sem blási svona út vegna þess að matur sé að öllum líkindum að rotna. Hræið fyllist þannig af gasi en Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur, sem fréttastofa ræddi við í dag segir að líffærið sem þenjist svona út sé líklega tungan. Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segir að það geti verið mikill viðbjóður ef belgurinn springur. „Ég ætla ekki að segja að það sé hætta nema þú sért mikið nær því við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið af fæði eða hvað er inni í belgnum. Það kemur ekki í ljós fyrr en hann springur. Ég hef séð svona hval springa og það er ekki fallegt,“ segir Sverrir. Samkvæmt verklagsreglum MAST um það hvernig bregðast skal við hvalreka tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig staðið skal að förgun dýrsins.Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segist telja að hrefnan hafi verið tiltölulega nýdauð þegar hann sá hana á laugardag úti á Faxaflóa.vísir/vilhelm
Dýr Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Reykjavík Tengdar fréttir Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48