Fótbolti

Kane segist tilbúinn í úrslitaleikinn gegn Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Kane hefur ekki spilað fótbolta í nærri tvo mánuði
Harry Kane hefur ekki spilað fótbolta í nærri tvo mánuði vísir/getty
Harry Kane segist vera tilbúinn til leiks gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og að hann sé búinn að jafna sig á meiðlsum.

Kane meiddist á liðbandi í ökkla í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 9. apríl og hefur ekki spilað fótbolta síðan. Hann segist hins vegar vera tilbúinn í úrslitaleikinn á laugardaginn.

„Mér líður vel og hef ekki lent í neinum vandræðum hingað til,“ sagði hinn 25 ára Kane.

„Ég byrjaði að æfa aftur með liðinu í lok síðustu viku og í þessari viku er ég að reyna að koma forminu aftur í lag.“

„En það er stjórinn sem ræður þessu, hann mun meta ástandið og sjá til hvort honum finnist ég tilbúinn. En mér líður vel og mér finnst ég tilbúinn.“

Enski landsliðsmaðurinn er með 24 mörk í öllum keppnum á tímabilinu þrátt fyrir að hafa átt við meiðsli að stríða eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×