Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 22:03 Röðin á tindi Everest-fjalls þann 22. maí síðastliðinn. Mynd/Nirmal Purja Samtals hafa nú fimm fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls á nokkrum dögum. Mikil örtröð hefur myndast við tind fjallsins í vikunni þar sem göngugarpar bíða færis á því að komast á toppinn. Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ætlað sér að gera tilraun til að komast á sjálfan tindinn og í ár en yfirvöld í Nepal hafa veitt 378 manns leyfi til að klífa fjallið. Þá hafa góð veðurskilyrði á fjallinu þessar vikurnar valdið því að hinn mikli fólksfjöldi flykkist upp á tindinn á sama tíma. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð. Myndir af langri biðröð fjallgöngumanna á toppnum hafa vakið athygli í vikunni en fjölmiðlar ytra tengja dauðsföll meðal fjallgöngufólks undanfarna daga við raðirnar í fjallshlíðunum.Leit stendur yfir að Seamus Lawless, írskum göngugarpi, sem hrapaði á leiðinni niður af tindi Everest-fjalls fyrir viku.Mynd/GofundmeÍ gær var greint frá því að fjórir göngugarpar, Bandaríkjamaður, Austurríkismaður og tveir Indverjar, hefðu látist í fjallinu á niðurleið nú í vikunni. Donald Lynn Cash, 54 ára frá Utah-ríki, hneig niður við ljósmyndun í fjallshlíðinni á miðvikudag og lést þegar leiðsögumenn báru hann í grunnbúðirnar. Indverjarnir tveir, þau Anjali Kulkarni og Kalpana Das, létust við svipaðar aðstæður og Bandaríkjamaðurinn. Sú fyrrnefnda er jafnframt sögð hafa látist á svokölluðu „dauðasvæði“ (e. Death Zone) í fjallinu eftir að hafa örmagnast í biðröðinni upp á tindinn. Nú síðast voru svo fluttar fréttir af andláti 56 ára írsks göngugarps, Kevin Hynes. Hynes lést í tjaldi sínu í 7000 metra hæð í morgun en hann hafði, ólíkt hinum þremur, snúið við áður en hann komst á toppinn. Vika er síðan annar írskur fjallgöngumaður, háskólaprófessorinn Seamus Lawless, hrapaði 500 metra af syllu í hlíðinni aðeins nokkru klukkutímum eftir að hann náði upp á tindinn. Ekkert hefur spurst til hans síðan en björgunarmenn eru á leiðinni til hans. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian um ástandið á Everest eru vandræðin í fjallinu einkum sögð af völdum vaxandi áhuga meðal kínverskra og indverskra ferðamanna en samhliða fjölgun þeirra ráðist fleiri óreyndir fjallgöngumenn til atlögu við toppinn en áður. Everest Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Samtals hafa nú fimm fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls á nokkrum dögum. Mikil örtröð hefur myndast við tind fjallsins í vikunni þar sem göngugarpar bíða færis á því að komast á toppinn. Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ætlað sér að gera tilraun til að komast á sjálfan tindinn og í ár en yfirvöld í Nepal hafa veitt 378 manns leyfi til að klífa fjallið. Þá hafa góð veðurskilyrði á fjallinu þessar vikurnar valdið því að hinn mikli fólksfjöldi flykkist upp á tindinn á sama tíma. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð. Myndir af langri biðröð fjallgöngumanna á toppnum hafa vakið athygli í vikunni en fjölmiðlar ytra tengja dauðsföll meðal fjallgöngufólks undanfarna daga við raðirnar í fjallshlíðunum.Leit stendur yfir að Seamus Lawless, írskum göngugarpi, sem hrapaði á leiðinni niður af tindi Everest-fjalls fyrir viku.Mynd/GofundmeÍ gær var greint frá því að fjórir göngugarpar, Bandaríkjamaður, Austurríkismaður og tveir Indverjar, hefðu látist í fjallinu á niðurleið nú í vikunni. Donald Lynn Cash, 54 ára frá Utah-ríki, hneig niður við ljósmyndun í fjallshlíðinni á miðvikudag og lést þegar leiðsögumenn báru hann í grunnbúðirnar. Indverjarnir tveir, þau Anjali Kulkarni og Kalpana Das, létust við svipaðar aðstæður og Bandaríkjamaðurinn. Sú fyrrnefnda er jafnframt sögð hafa látist á svokölluðu „dauðasvæði“ (e. Death Zone) í fjallinu eftir að hafa örmagnast í biðröðinni upp á tindinn. Nú síðast voru svo fluttar fréttir af andláti 56 ára írsks göngugarps, Kevin Hynes. Hynes lést í tjaldi sínu í 7000 metra hæð í morgun en hann hafði, ólíkt hinum þremur, snúið við áður en hann komst á toppinn. Vika er síðan annar írskur fjallgöngumaður, háskólaprófessorinn Seamus Lawless, hrapaði 500 metra af syllu í hlíðinni aðeins nokkru klukkutímum eftir að hann náði upp á tindinn. Ekkert hefur spurst til hans síðan en björgunarmenn eru á leiðinni til hans. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian um ástandið á Everest eru vandræðin í fjallinu einkum sögð af völdum vaxandi áhuga meðal kínverskra og indverskra ferðamanna en samhliða fjölgun þeirra ráðist fleiri óreyndir fjallgöngumenn til atlögu við toppinn en áður.
Everest Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51
Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41
Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45