Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 22:03 Röðin á tindi Everest-fjalls þann 22. maí síðastliðinn. Mynd/Nirmal Purja Samtals hafa nú fimm fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls á nokkrum dögum. Mikil örtröð hefur myndast við tind fjallsins í vikunni þar sem göngugarpar bíða færis á því að komast á toppinn. Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ætlað sér að gera tilraun til að komast á sjálfan tindinn og í ár en yfirvöld í Nepal hafa veitt 378 manns leyfi til að klífa fjallið. Þá hafa góð veðurskilyrði á fjallinu þessar vikurnar valdið því að hinn mikli fólksfjöldi flykkist upp á tindinn á sama tíma. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð. Myndir af langri biðröð fjallgöngumanna á toppnum hafa vakið athygli í vikunni en fjölmiðlar ytra tengja dauðsföll meðal fjallgöngufólks undanfarna daga við raðirnar í fjallshlíðunum.Leit stendur yfir að Seamus Lawless, írskum göngugarpi, sem hrapaði á leiðinni niður af tindi Everest-fjalls fyrir viku.Mynd/GofundmeÍ gær var greint frá því að fjórir göngugarpar, Bandaríkjamaður, Austurríkismaður og tveir Indverjar, hefðu látist í fjallinu á niðurleið nú í vikunni. Donald Lynn Cash, 54 ára frá Utah-ríki, hneig niður við ljósmyndun í fjallshlíðinni á miðvikudag og lést þegar leiðsögumenn báru hann í grunnbúðirnar. Indverjarnir tveir, þau Anjali Kulkarni og Kalpana Das, létust við svipaðar aðstæður og Bandaríkjamaðurinn. Sú fyrrnefnda er jafnframt sögð hafa látist á svokölluðu „dauðasvæði“ (e. Death Zone) í fjallinu eftir að hafa örmagnast í biðröðinni upp á tindinn. Nú síðast voru svo fluttar fréttir af andláti 56 ára írsks göngugarps, Kevin Hynes. Hynes lést í tjaldi sínu í 7000 metra hæð í morgun en hann hafði, ólíkt hinum þremur, snúið við áður en hann komst á toppinn. Vika er síðan annar írskur fjallgöngumaður, háskólaprófessorinn Seamus Lawless, hrapaði 500 metra af syllu í hlíðinni aðeins nokkru klukkutímum eftir að hann náði upp á tindinn. Ekkert hefur spurst til hans síðan en björgunarmenn eru á leiðinni til hans. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian um ástandið á Everest eru vandræðin í fjallinu einkum sögð af völdum vaxandi áhuga meðal kínverskra og indverskra ferðamanna en samhliða fjölgun þeirra ráðist fleiri óreyndir fjallgöngumenn til atlögu við toppinn en áður. Everest Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Samtals hafa nú fimm fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls á nokkrum dögum. Mikil örtröð hefur myndast við tind fjallsins í vikunni þar sem göngugarpar bíða færis á því að komast á toppinn. Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ætlað sér að gera tilraun til að komast á sjálfan tindinn og í ár en yfirvöld í Nepal hafa veitt 378 manns leyfi til að klífa fjallið. Þá hafa góð veðurskilyrði á fjallinu þessar vikurnar valdið því að hinn mikli fólksfjöldi flykkist upp á tindinn á sama tíma. Við biðina myndast afar hættuleg skilyrði, þar sem fjallgöngumennirnir standa nær hreyfingarlausir í nístingskulda í tæplega 9000 metra hæð. Myndir af langri biðröð fjallgöngumanna á toppnum hafa vakið athygli í vikunni en fjölmiðlar ytra tengja dauðsföll meðal fjallgöngufólks undanfarna daga við raðirnar í fjallshlíðunum.Leit stendur yfir að Seamus Lawless, írskum göngugarpi, sem hrapaði á leiðinni niður af tindi Everest-fjalls fyrir viku.Mynd/GofundmeÍ gær var greint frá því að fjórir göngugarpar, Bandaríkjamaður, Austurríkismaður og tveir Indverjar, hefðu látist í fjallinu á niðurleið nú í vikunni. Donald Lynn Cash, 54 ára frá Utah-ríki, hneig niður við ljósmyndun í fjallshlíðinni á miðvikudag og lést þegar leiðsögumenn báru hann í grunnbúðirnar. Indverjarnir tveir, þau Anjali Kulkarni og Kalpana Das, létust við svipaðar aðstæður og Bandaríkjamaðurinn. Sú fyrrnefnda er jafnframt sögð hafa látist á svokölluðu „dauðasvæði“ (e. Death Zone) í fjallinu eftir að hafa örmagnast í biðröðinni upp á tindinn. Nú síðast voru svo fluttar fréttir af andláti 56 ára írsks göngugarps, Kevin Hynes. Hynes lést í tjaldi sínu í 7000 metra hæð í morgun en hann hafði, ólíkt hinum þremur, snúið við áður en hann komst á toppinn. Vika er síðan annar írskur fjallgöngumaður, háskólaprófessorinn Seamus Lawless, hrapaði 500 metra af syllu í hlíðinni aðeins nokkru klukkutímum eftir að hann náði upp á tindinn. Ekkert hefur spurst til hans síðan en björgunarmenn eru á leiðinni til hans. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian um ástandið á Everest eru vandræðin í fjallinu einkum sögð af völdum vaxandi áhuga meðal kínverskra og indverskra ferðamanna en samhliða fjölgun þeirra ráðist fleiri óreyndir fjallgöngumenn til atlögu við toppinn en áður.
Everest Nepal Tengdar fréttir Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51 Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41 Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Bakkavararbróðir á topp Everest með fyrsta Íslendingnum sem toppar tvisvar Lýður Guðmundsson, annar tveggja bræðra sem jafnan er kenndur við fyrirtækið Bakkavör, komst á topp Everest, hæsta tind heims, í morgun með Leifi Erni Svavarssyni sem var að toppa tindinn í annað sinn. 23. maí 2019 08:51
Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. 23. maí 2019 07:41
Metfjöldi reynir nú að sigra Everest Mikill fjöldi fólks hefst nú við í hlíðum Everest-fjalls þar sem það bíður færis að komast á topp þessa hæsta fjalls heims. 11. maí 2019 09:45
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent