Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. nóvember 2025 10:35 Donald Trump ætlar að lögsækja BBC. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. Í Panorama var tveimur ræðum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt skeytt saman í klippingu sem lét forsetann líta út fyrir að hafa hvatt meira til árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum 6. janúar heldur en hann gerði í raun. Trump sagði því í þættinum: „Við ætlum að ganga að þinghúsinu og ég verð með ykkur þar, og við munum berjast. Við munum berjast til enda.“ Orðin voru klippt saman upp úr ræðunni en um klukkustund var á milli þeirra. Fréttaskýran ber nafnið Trump: A Second Chance? og var birt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra þar sem Trump sigraði. Daily Telegraph gerði umfjöllun um klippingu þáttarins og í kjölfar þess sögðu bæði Tim Davie forstöðumaður og Deborah Turness fréttastjóri af sér störfum. Trump var þó ekki sáttur með þáttinn og sagði breska ríkisútvarpið þurfa að afturkalla þáttinn í heild, biðja Trump sjálfan afsökunar og greiða honum fyrir skaðann sem þátturinn olli. Ef fjölmiðillinn yrði ekki við þessu myndi hann lögsækja hann upp á milljarð dollara, tæpar 127 milljarða íslenskra króna. BBC bað Trump þá afsökunar og samþykktu að þátturinn verði ekki aftur sýndur. Hins vegar hafna þau kröfu Trumps um að honum verði greiddar bætur vegna málsins. Samir Shah, stjórnarformaður BBC, sendi forsetanum persónulega afsökunarbeiðni samkvæmt The Guardian. Það virðist ekki hafa nægt forsetanum og ætlar hann því að lögsækja BBC. Donald Trump Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Í Panorama var tveimur ræðum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt skeytt saman í klippingu sem lét forsetann líta út fyrir að hafa hvatt meira til árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum 6. janúar heldur en hann gerði í raun. Trump sagði því í þættinum: „Við ætlum að ganga að þinghúsinu og ég verð með ykkur þar, og við munum berjast. Við munum berjast til enda.“ Orðin voru klippt saman upp úr ræðunni en um klukkustund var á milli þeirra. Fréttaskýran ber nafnið Trump: A Second Chance? og var birt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra þar sem Trump sigraði. Daily Telegraph gerði umfjöllun um klippingu þáttarins og í kjölfar þess sögðu bæði Tim Davie forstöðumaður og Deborah Turness fréttastjóri af sér störfum. Trump var þó ekki sáttur með þáttinn og sagði breska ríkisútvarpið þurfa að afturkalla þáttinn í heild, biðja Trump sjálfan afsökunar og greiða honum fyrir skaðann sem þátturinn olli. Ef fjölmiðillinn yrði ekki við þessu myndi hann lögsækja hann upp á milljarð dollara, tæpar 127 milljarða íslenskra króna. BBC bað Trump þá afsökunar og samþykktu að þátturinn verði ekki aftur sýndur. Hins vegar hafna þau kröfu Trumps um að honum verði greiddar bætur vegna málsins. Samir Shah, stjórnarformaður BBC, sendi forsetanum persónulega afsökunarbeiðni samkvæmt The Guardian. Það virðist ekki hafa nægt forsetanum og ætlar hann því að lögsækja BBC.
Donald Trump Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira