Skólastarfið í Úlfarsárdal í uppnámi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 11:34 Frá framkvæmdasvæðinu í dag. Vísir Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla í Úlfarsárdal í Reykjavík, segir það mikil vonbrigði að vita að afhending hluta skólahúsnæðis verði ekki tilbúið á þeim tíma sem til stóð. Það setji skólahald í uppnám. Um er að ræða nýtt húsnæði skólans sem áætlað var að taka að fullu í notkun við setningu skólans í ágúst. Hildur segir í skilaboðum til foreldra í skólanum að afhending hluti skólahúsnæðis sem er í byggingu verði ekki tilbúið 15. ágúst. Raunar verði hann ekki að fullu tilbúinn fyrr en haustið 2020. Skólaráðsfundur var haldinn í morgun þar sem þetta var kynnt. „Það sem er til afhendingar 15. ágúst eru kennslustofur umsjónarhópa, kennslueldhús og fataklefar eldri nemenda í austurhluta skólans á efri hæðinni, en þar verður líka hægt að komast inn í skólann,“ segir Hildur. „Það sem ekki er til afhendingar fyrr en 15. október (líklega einhver rými fyrr) eru list- og verkgreinakennslustofur (textíl, smíðar, myndmennt), náttúrufræðikennslustofa, fatahengi í grunnskólahluta neðri hæðar, starfsmannarými, sérkennslurými, skrifstofurými og gangurinn eða miðrýmið ásamt stiga milli hæða, lyfta og ræstikompa.“Framkvæmdasvæðið í Úlfarsárdal.VísirUm áramótin verði svo mötuneytið afhent. „Tónmenntastofa, salur, tónlistarskólaherbergi, bókasafn og félagsmiðstöð unglinga koma þar næsta haust. Það að geta ekki gengið að þeim skólarýmum sem ráð var fyrir gert setur skólastarfið í uppnám, fyrir foreldra og starfsfólk en ekki síst fyrir nemendur.“Viðkvæmur skólabragur vegna húsnæðisróts Skólabragurinn sé að mörgu leyti góður að sögn Hildar en um leið viðkvæmur. „Að okkar mati helgast það mikið af því húsnæðisróti sem okkur hefur verið boðið upp á í gegnum tíðina. Við höfum komið skilaboðum til yfirmanna skólamála í Reykjavíkurborg og borgarstjóra hve vonbrigði okkar eru mikil.“ Dalskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Hann tók til starfa haustið 2010. Tæplega 300 hundruð nemendur eru við skólann.Nánar má kynna sér framkvæmdina á heimasíðu borgarinnar. Reykjavík Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla í Úlfarsárdal í Reykjavík, segir það mikil vonbrigði að vita að afhending hluta skólahúsnæðis verði ekki tilbúið á þeim tíma sem til stóð. Það setji skólahald í uppnám. Um er að ræða nýtt húsnæði skólans sem áætlað var að taka að fullu í notkun við setningu skólans í ágúst. Hildur segir í skilaboðum til foreldra í skólanum að afhending hluti skólahúsnæðis sem er í byggingu verði ekki tilbúið 15. ágúst. Raunar verði hann ekki að fullu tilbúinn fyrr en haustið 2020. Skólaráðsfundur var haldinn í morgun þar sem þetta var kynnt. „Það sem er til afhendingar 15. ágúst eru kennslustofur umsjónarhópa, kennslueldhús og fataklefar eldri nemenda í austurhluta skólans á efri hæðinni, en þar verður líka hægt að komast inn í skólann,“ segir Hildur. „Það sem ekki er til afhendingar fyrr en 15. október (líklega einhver rými fyrr) eru list- og verkgreinakennslustofur (textíl, smíðar, myndmennt), náttúrufræðikennslustofa, fatahengi í grunnskólahluta neðri hæðar, starfsmannarými, sérkennslurými, skrifstofurými og gangurinn eða miðrýmið ásamt stiga milli hæða, lyfta og ræstikompa.“Framkvæmdasvæðið í Úlfarsárdal.VísirUm áramótin verði svo mötuneytið afhent. „Tónmenntastofa, salur, tónlistarskólaherbergi, bókasafn og félagsmiðstöð unglinga koma þar næsta haust. Það að geta ekki gengið að þeim skólarýmum sem ráð var fyrir gert setur skólastarfið í uppnám, fyrir foreldra og starfsfólk en ekki síst fyrir nemendur.“Viðkvæmur skólabragur vegna húsnæðisróts Skólabragurinn sé að mörgu leyti góður að sögn Hildar en um leið viðkvæmur. „Að okkar mati helgast það mikið af því húsnæðisróti sem okkur hefur verið boðið upp á í gegnum tíðina. Við höfum komið skilaboðum til yfirmanna skólamála í Reykjavíkurborg og borgarstjóra hve vonbrigði okkar eru mikil.“ Dalskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Hann tók til starfa haustið 2010. Tæplega 300 hundruð nemendur eru við skólann.Nánar má kynna sér framkvæmdina á heimasíðu borgarinnar.
Reykjavík Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira