Kringlan plastpokalaus innan árs Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 09:32 Í Kringlunni eru starfræktar á annað hundrað verslanir, fjöldi veitingahúsa og kvikmyndahú Vísir/Vilhelm Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Haft er eftir Sigurjón Erni Þórissyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, í tilkynningunni að undanfarin 10 ár hafi verið unnið í því að gera starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar umhverfisvænni. „Grænu skrefin hófust þegar við ákváðum fyrir áratug að setja rekstraraðilum Kringlunnar markmið um að flokka allan þann pappa og það plast sem fellur til í húsinu en eins og gefur að skilja er um gríðarlegt mikið magn að ræða sem fellur til á hverju ári,“ segir Sigurjón. „Því næst snérum við okkur að lífrænum úrgangi. Hann er nú allur flokkaður og afgreiddur með réttum hætti. Þriðja græna skrefið snéri að endurnýjun á ljósaburði Kringlunnar. Hún var framkvæmd með umhverfisvernd að leiðarljósi en LED ljósin spila þar stóran þátt. Stærstur hluti bílastæðahúsa og stór hluti verslunarkjarnans er nú lýstur með slíkri lýsingu,” segir framkvæmdastjórinn ennfremur. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.Vísir Það verði þó að stíga enn fleiri skref að mati Sigurjóns og nú sé komið að því að gera Kringluna plastpokalausa. „Flestum er kunnugt um þá umhverfisvá sem fylgir notkun plasts og plastpoka og þá er það verðugt verkefni fyrir Kringluna að takast á við. Þetta næsta græna spor Kringlunnar felur í sér að Kringlan geri samkomulag við verslanir í húsinu um að hætta notkun á plastpokum fyrir þær vörur sem seldar eru og snúi sér þess í stað á notkun umhverfisvænni umbúða,” segir Sigurjón. Verkefnið hófst síðla árs 2017 og þá þegar gengu margar verslanir til samstarfs við Kringluna um að skipta plasti út fyrir umhverfisvænar umbúðir. Þær verslanir eru sérstaklega merktar í gluggum þeirra með grænum miða sem á stendur: „Við styðjum verkefnið plastpokalaus Kringla“. Um þriðjungur verslana Kringlunnar er nú þegar búinn að segja skilið við plastpokana og segist Sigurjón vona að strax 1. janúar 2020 verði Kringlan orðin alfarið plastpokalaus. Neytendur Reykjavík Umhverfismál Kringlan Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Haft er eftir Sigurjón Erni Þórissyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, í tilkynningunni að undanfarin 10 ár hafi verið unnið í því að gera starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar umhverfisvænni. „Grænu skrefin hófust þegar við ákváðum fyrir áratug að setja rekstraraðilum Kringlunnar markmið um að flokka allan þann pappa og það plast sem fellur til í húsinu en eins og gefur að skilja er um gríðarlegt mikið magn að ræða sem fellur til á hverju ári,“ segir Sigurjón. „Því næst snérum við okkur að lífrænum úrgangi. Hann er nú allur flokkaður og afgreiddur með réttum hætti. Þriðja græna skrefið snéri að endurnýjun á ljósaburði Kringlunnar. Hún var framkvæmd með umhverfisvernd að leiðarljósi en LED ljósin spila þar stóran þátt. Stærstur hluti bílastæðahúsa og stór hluti verslunarkjarnans er nú lýstur með slíkri lýsingu,” segir framkvæmdastjórinn ennfremur. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.Vísir Það verði þó að stíga enn fleiri skref að mati Sigurjóns og nú sé komið að því að gera Kringluna plastpokalausa. „Flestum er kunnugt um þá umhverfisvá sem fylgir notkun plasts og plastpoka og þá er það verðugt verkefni fyrir Kringluna að takast á við. Þetta næsta græna spor Kringlunnar felur í sér að Kringlan geri samkomulag við verslanir í húsinu um að hætta notkun á plastpokum fyrir þær vörur sem seldar eru og snúi sér þess í stað á notkun umhverfisvænni umbúða,” segir Sigurjón. Verkefnið hófst síðla árs 2017 og þá þegar gengu margar verslanir til samstarfs við Kringluna um að skipta plasti út fyrir umhverfisvænar umbúðir. Þær verslanir eru sérstaklega merktar í gluggum þeirra með grænum miða sem á stendur: „Við styðjum verkefnið plastpokalaus Kringla“. Um þriðjungur verslana Kringlunnar er nú þegar búinn að segja skilið við plastpokana og segist Sigurjón vona að strax 1. janúar 2020 verði Kringlan orðin alfarið plastpokalaus.
Neytendur Reykjavík Umhverfismál Kringlan Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira