Úr kennslu í Skagafirði á skólabekk í Stanford Sveinn Arnarsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Sauðárkrókur þar sem Ingvi Hrannar Ómarsson kennir. Fréttablaðið/Pjetur Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari á Sauðárkróki, hefur fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum næsta skólaár. Aðeins sautján aðrir nemendur hefja nám með honum. Ingvi Hrannar var valinn einn af hundrað áhrifamestu kennarum í heiminum af samtökunum HundrED og fékk æðstu viðurkenningu Google og Apple til kennara vegna notkunar tækni í kennslu barna. „Í haust mun ég hefja framhaldsnám við Stanford Graduate School of Education, að læra Learning, Design & Technology,“ segir Ingvi Hrannar og bendir á að fáir ef nokkrir grunnskólakennarar á Íslandi hafi fengið inn í svo virtan skóla á sviði menntunar. „Síðastliðin níu ár, að undanskildu skólaárinu 2013-2014 þar sem ég var í meistaranámi í frumkvöðlafræði og nýsköpun við Háskólann í Lundi, hef ég starfað við grunnskólana þrjá í Skagafirði. Fyrst sem umsjónarkennari 1. til 3. bekkjar í Árskóla og síðustu fimm ár sem kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, skólaþróun og nýsköpun á fræðslusviði sveitarfélagsins Skagafjarðar.“Ingvi Hrannar ÓmarssonaðsendÞar sem Ingvi Hrannar hefur aðeins unnið í níu ár sem kennari getur hann ekki óskað eftir að fá launað námsleyfi frá Kennarasambandi Íslands þar sem viðmiðið er að kennari þarf að hafa unnið í að minnsta kosti tíu ár til að fá launað námsleyfi. Einnig hafnaði sveitarfélagið honum um launað leyfi á dögunum. Stanford er einn virtasti háskóli heims og því afar mikið afrek fyrir ungan grunnskólakennara að hafa fengið inngöngu í skólann. „Þessi skóli er af mörgum talinn sá fremsti í heiminum og verð ég einn átján nemenda sem hefja nám við deildina í haust,“ segir Ingvi Hrannar. Að sögn Ingva Hrannars er mikilvægt fyrir hann að koma heim að námi loknu og nýta þekkinguna til að efla menntun íslenskra skólabarna. „Ég hlakka til að snúa aftur til Íslands að námi loknu og hjálpa íslenska menntakerfinu að verða það fremsta í heiminum, þannig að öll börn, óháð búsetu, kyni, uppruna eða fjárhag geti átt bjarta framtíð,“ segir Ingvi Hrannar Ómarsson. Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Skóla - og menntamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari á Sauðárkróki, hefur fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum næsta skólaár. Aðeins sautján aðrir nemendur hefja nám með honum. Ingvi Hrannar var valinn einn af hundrað áhrifamestu kennarum í heiminum af samtökunum HundrED og fékk æðstu viðurkenningu Google og Apple til kennara vegna notkunar tækni í kennslu barna. „Í haust mun ég hefja framhaldsnám við Stanford Graduate School of Education, að læra Learning, Design & Technology,“ segir Ingvi Hrannar og bendir á að fáir ef nokkrir grunnskólakennarar á Íslandi hafi fengið inn í svo virtan skóla á sviði menntunar. „Síðastliðin níu ár, að undanskildu skólaárinu 2013-2014 þar sem ég var í meistaranámi í frumkvöðlafræði og nýsköpun við Háskólann í Lundi, hef ég starfað við grunnskólana þrjá í Skagafirði. Fyrst sem umsjónarkennari 1. til 3. bekkjar í Árskóla og síðustu fimm ár sem kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, skólaþróun og nýsköpun á fræðslusviði sveitarfélagsins Skagafjarðar.“Ingvi Hrannar ÓmarssonaðsendÞar sem Ingvi Hrannar hefur aðeins unnið í níu ár sem kennari getur hann ekki óskað eftir að fá launað námsleyfi frá Kennarasambandi Íslands þar sem viðmiðið er að kennari þarf að hafa unnið í að minnsta kosti tíu ár til að fá launað námsleyfi. Einnig hafnaði sveitarfélagið honum um launað leyfi á dögunum. Stanford er einn virtasti háskóli heims og því afar mikið afrek fyrir ungan grunnskólakennara að hafa fengið inngöngu í skólann. „Þessi skóli er af mörgum talinn sá fremsti í heiminum og verð ég einn átján nemenda sem hefja nám við deildina í haust,“ segir Ingvi Hrannar. Að sögn Ingva Hrannars er mikilvægt fyrir hann að koma heim að námi loknu og nýta þekkinguna til að efla menntun íslenskra skólabarna. „Ég hlakka til að snúa aftur til Íslands að námi loknu og hjálpa íslenska menntakerfinu að verða það fremsta í heiminum, þannig að öll börn, óháð búsetu, kyni, uppruna eða fjárhag geti átt bjarta framtíð,“ segir Ingvi Hrannar Ómarsson.
Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Skóla - og menntamál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira