Reyna að halda stærsta bílastæðahúsinu opnu sem lengst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 13:49 270 stæði eru í bílastæðahúsinu við Traðakot. Um er að ræða stærsta bílastæðahúsið í borginni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð á neðri hluta Hverfisgötu. Lokað hefur verið fyrir umferð upp Hverfisgötuna en girðingar afmarka svæðið sem nær frá Ingólfsstræti í áttina að Smiðjustíg. Stærsta bílastæðahús í miðborginni, Traðarkot sem stendur skáhallt gegnt Þjóðleikhúsinu, er á framkvæmdasvæðinu. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir ástandið hafa verið verra á sömu slóðum. „Það verður reynt að hafa Traðarkot opið eins lengi og hægt er,“ segir Kolbrún. Fólk geti þó þurft að fara flóknari leiðir að húsinu, þ.e. ekki upp Hverfisgötuna heldur nýta sér Klapparstíg eða Smiðjustíg á leiðinni þangað. Óhjákvæmilega verði að loka húsinu einstaka daga, á meðan unnið er að Hverfisgötu beint fyrir framan bílastæðahúsið. Verktakarnir ætli þó að miða við að sú lokun eins stutt og hægt sé. Einn, tvo, þrjá daga. Eitthvað svoleiðis.Frá framkvæmdum á Hverfisgötunni í gær.Vísir/VilhelmKolbrún segir fastakúnna meðvitaða um lokunina en þeir fái inni í bílastæðahúsinu í Kolaportinu eða Vitastíg þá daga sem sé lokað. Tímasetningin sé góð því þótt setið sé um húsin þá fækki í þeim yfir sumarið þegar fólk fer í sumarfrí. Þá sé framboð af stæðum meira. „Þegar er komið sumar fer fólk líka að hjóla einn og einn dag. Það fer kannski bara að hjóla fleiri daga þegar þau vita af þessu.“ Áætlað er að framkvæmdum ljúki í september en um er að ræða samskonar framkvæmdir og verið hafa á efri hluta götunnar.Hverfisgatan hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár.Vísir/VilhelmVerkið felst í endurgerð Hverfisgötu á milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, sem og lagningu fráveitu- og kaldavatnslagnar í Ingólfsstræti á milli Bankastrætis og Hverfisgötu, auk tenginga inn í aðliggjandi götur. Skipt verður um jarðveg samkvæmt kennisniðum. Lagnir veitufyrirtækja verða endurnýjaðar að stórum hluta. Verkið felst í að grafa og fylla í götu, gangstéttar og hjólastíg, grafa og fylla vegna fráveitu-, vatnsveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götulýsingarlagna, leggja fráveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götuljósalagnir, leggja snjóbræðsluslöngur, reisa ljósastólpa, malbika, leggja grásteinskant, leggja hellur og ganga frá gróðursvæðum. Leggja skal snjóbræðslulagnir í gatnamót, gangstéttar og hjólastíga og ganga frá yfirborði með götugögnum. Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð á neðri hluta Hverfisgötu. Lokað hefur verið fyrir umferð upp Hverfisgötuna en girðingar afmarka svæðið sem nær frá Ingólfsstræti í áttina að Smiðjustíg. Stærsta bílastæðahús í miðborginni, Traðarkot sem stendur skáhallt gegnt Þjóðleikhúsinu, er á framkvæmdasvæðinu. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir ástandið hafa verið verra á sömu slóðum. „Það verður reynt að hafa Traðarkot opið eins lengi og hægt er,“ segir Kolbrún. Fólk geti þó þurft að fara flóknari leiðir að húsinu, þ.e. ekki upp Hverfisgötuna heldur nýta sér Klapparstíg eða Smiðjustíg á leiðinni þangað. Óhjákvæmilega verði að loka húsinu einstaka daga, á meðan unnið er að Hverfisgötu beint fyrir framan bílastæðahúsið. Verktakarnir ætli þó að miða við að sú lokun eins stutt og hægt sé. Einn, tvo, þrjá daga. Eitthvað svoleiðis.Frá framkvæmdum á Hverfisgötunni í gær.Vísir/VilhelmKolbrún segir fastakúnna meðvitaða um lokunina en þeir fái inni í bílastæðahúsinu í Kolaportinu eða Vitastíg þá daga sem sé lokað. Tímasetningin sé góð því þótt setið sé um húsin þá fækki í þeim yfir sumarið þegar fólk fer í sumarfrí. Þá sé framboð af stæðum meira. „Þegar er komið sumar fer fólk líka að hjóla einn og einn dag. Það fer kannski bara að hjóla fleiri daga þegar þau vita af þessu.“ Áætlað er að framkvæmdum ljúki í september en um er að ræða samskonar framkvæmdir og verið hafa á efri hluta götunnar.Hverfisgatan hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár.Vísir/VilhelmVerkið felst í endurgerð Hverfisgötu á milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, sem og lagningu fráveitu- og kaldavatnslagnar í Ingólfsstræti á milli Bankastrætis og Hverfisgötu, auk tenginga inn í aðliggjandi götur. Skipt verður um jarðveg samkvæmt kennisniðum. Lagnir veitufyrirtækja verða endurnýjaðar að stórum hluta. Verkið felst í að grafa og fylla í götu, gangstéttar og hjólastíg, grafa og fylla vegna fráveitu-, vatnsveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götulýsingarlagna, leggja fráveitu-, hitaveitu-, rafveitu-, fjarskipta- og götuljósalagnir, leggja snjóbræðsluslöngur, reisa ljósastólpa, malbika, leggja grásteinskant, leggja hellur og ganga frá gróðursvæðum. Leggja skal snjóbræðslulagnir í gatnamót, gangstéttar og hjólastíga og ganga frá yfirborði með götugögnum.
Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira