Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Bale Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 23:30 Gareth Bale kyssir Meistaradeildarbikairnn fyrir ári síðan.Margt hefur breyst síðan þá. Getty/Helios de la Rubia Það er ekki bara þjálfarinn Zinedine Zidane sem vill ekkert með Gareth Bale hafa á næstu leiktíð Real Madrid liðsins. Stuðningsmenn félagsins hafa líka látið sína skoðun í ljós. Það er búist við miklum breytingum á leikmannahópi Real Madrid í sumar eftir skelfilegt tímabil þar sem liðið fór í gegnum þrjá þjálfara og var hvergi nálægt því að vinna titil. Spænska íþróttablaðið AS gerði því könnun á því hvaða leikmönnum stuðningsmenn Real Madrid vilja halda og hvaða leikmenn þeir vilja losna við. Mikil þátttaka var í þessari skoðanakönnun en alls fékk AS fimm milljónir atkvæða í henni.Five million Real Madrid fans have voted on which players should stay and go this season... 24th - Gareth Bale (9% approval) 17th - Toni Kroos (36% approval) 10th - Thibaut Courtois (65% approval) ? 1st - Dani Carvajal (92% approval)#RMCFhttps://t.co/2PdXAjtnaZ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 21, 2019Þetta var erfitt tímabil fyrir menn eins og Gareth Bale, Marcelo, Isco og Mariano Diaz. Þeir koma líka illa út úr þessari skoðunarkönnun en enginn þó verr en sá velski. Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Gareth Bale og skipar hann 24. og síðasta sætið á lista AS. Næsti maður fyrir ofan hann er Mariano Diaz en hann fékk þó 24 prósent stuðning. Allir hjá Real Madrid tala um að Gareth Bale verði að fara en hann á enn eftir þrjú ár eftir af samningi sínum og það eru fá félög sem geta borgað eins há laun eins og hann fær frá spæsnska stórliðinu. Dani Carvajal er vinsælastur en hann fékk 92 prósent stuðning og þá var brasilíska undrabarnið Vinicius Junior með 89 prósent stuðning. Fyrirliðinn Sergio Ramos er ekki alveg óumdeildur því hann fékk „bara“ 84 prósent stuðning. Keylor Navas (76%) fékk líka mun meiri stuðning en Thibaut Courtois (65%) en belgíski markvörðurinn átti mjög erfitt fyrsta tímabil hjá Real Madrid eftir að hafa verið keyptur sem einn af bestu markvörðum heims.Hér fyrir neðan má sjá allan listann: 1. Dani Carvajal - 92% 2. Vinicius Junior - 89% 3. Sergio Ramos - 84% 4. Brahim Diaz - 83% 5. Alvaro Odriozola - 82% 6. Sergio Reguilon - 81% 7. Keylor Navas - 76% 8. Raphael Varane - 75% 9. Karim Benzema - 72% 10. Thibaut Courtois - 65% 11. Luka Modric - 63% 12. Nacho Fernandez - 60% 13. Casemiro - 59% 14. Fede Valverde - 59% 15. Marcos Llorente - 59% 16. Lucas Vazquez - 52% 17. Toni Kroos - 36% 18. Jesus Vallejo - 36% 19. Marcelo - 33% 20. Isco - 31% 21. Dani Ceballos - 30% 22. Luca Zidane - 28% 23. Mariano Diaz - 24% 24. Gareth Bale - 9% Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Það er ekki bara þjálfarinn Zinedine Zidane sem vill ekkert með Gareth Bale hafa á næstu leiktíð Real Madrid liðsins. Stuðningsmenn félagsins hafa líka látið sína skoðun í ljós. Það er búist við miklum breytingum á leikmannahópi Real Madrid í sumar eftir skelfilegt tímabil þar sem liðið fór í gegnum þrjá þjálfara og var hvergi nálægt því að vinna titil. Spænska íþróttablaðið AS gerði því könnun á því hvaða leikmönnum stuðningsmenn Real Madrid vilja halda og hvaða leikmenn þeir vilja losna við. Mikil þátttaka var í þessari skoðanakönnun en alls fékk AS fimm milljónir atkvæða í henni.Five million Real Madrid fans have voted on which players should stay and go this season... 24th - Gareth Bale (9% approval) 17th - Toni Kroos (36% approval) 10th - Thibaut Courtois (65% approval) ? 1st - Dani Carvajal (92% approval)#RMCFhttps://t.co/2PdXAjtnaZ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 21, 2019Þetta var erfitt tímabil fyrir menn eins og Gareth Bale, Marcelo, Isco og Mariano Diaz. Þeir koma líka illa út úr þessari skoðunarkönnun en enginn þó verr en sá velski. Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Gareth Bale og skipar hann 24. og síðasta sætið á lista AS. Næsti maður fyrir ofan hann er Mariano Diaz en hann fékk þó 24 prósent stuðning. Allir hjá Real Madrid tala um að Gareth Bale verði að fara en hann á enn eftir þrjú ár eftir af samningi sínum og það eru fá félög sem geta borgað eins há laun eins og hann fær frá spæsnska stórliðinu. Dani Carvajal er vinsælastur en hann fékk 92 prósent stuðning og þá var brasilíska undrabarnið Vinicius Junior með 89 prósent stuðning. Fyrirliðinn Sergio Ramos er ekki alveg óumdeildur því hann fékk „bara“ 84 prósent stuðning. Keylor Navas (76%) fékk líka mun meiri stuðning en Thibaut Courtois (65%) en belgíski markvörðurinn átti mjög erfitt fyrsta tímabil hjá Real Madrid eftir að hafa verið keyptur sem einn af bestu markvörðum heims.Hér fyrir neðan má sjá allan listann: 1. Dani Carvajal - 92% 2. Vinicius Junior - 89% 3. Sergio Ramos - 84% 4. Brahim Diaz - 83% 5. Alvaro Odriozola - 82% 6. Sergio Reguilon - 81% 7. Keylor Navas - 76% 8. Raphael Varane - 75% 9. Karim Benzema - 72% 10. Thibaut Courtois - 65% 11. Luka Modric - 63% 12. Nacho Fernandez - 60% 13. Casemiro - 59% 14. Fede Valverde - 59% 15. Marcos Llorente - 59% 16. Lucas Vazquez - 52% 17. Toni Kroos - 36% 18. Jesus Vallejo - 36% 19. Marcelo - 33% 20. Isco - 31% 21. Dani Ceballos - 30% 22. Luca Zidane - 28% 23. Mariano Diaz - 24% 24. Gareth Bale - 9%
Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti