Ekki fallist á endurupptöku í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. maí 2019 10:45 Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Vísir/GVA Hæstiréttur vísaði í dag frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í máli sem tengist skattalagabrotum þeirra vegna reksturs Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Telur rétturinn að ekki sé að finna heimild í íslenskum lögum til þess að endurupptaka málið á grundvelli dóms MDE um að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva. Það var í apríl í fyrra sem endurupptökunefnd féllst á beiðnir Tryggva og Jóns Ásgeirs um endurupptöku málsins en tvímenningarnir voru á sínum tíma dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar vegna meiriháttar brota á skattalögum.Hafa greitt hluta af sektunum Var Jón Ásgeir dæmdur til þess að greiða 62 milljónir króna í sekt og Tryggvi 32 milljónir króna í sekt. Í dómi Hæstaréttar í dag kemur fram að Jón Ásgeir hafi á árunum 2014 til 2017 greitt alls 39,3 milljónir króna af sinni sekt og Tryggvi alls 8,9 milljónir króna. Vísað er í bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra í dómi Hæstaréttar en þar segir jafnframt að sektargreiðslum hafi verið frestað þegar þá lá fyrir að dóms væri að vænta frá MDE. Endurupptökunefnd vísaði í dóm MDE í úrskurði sínum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að íslenska ríkið hefði brotið gegn 4. grein 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu þar sem þeir höfðu verið saksóttir og refsað tvívegis vegna sömu eða efnislega sömu háttseminnar í tveimur aðskildum málum sem ekki tengdust með fullnægjandi hætti.Ekki skuldbundin til að tryggja rétt til endurupptöku Í umfjöllun um dóminn á vef Hæstaréttar segir að í dómnum sé meðal annars byggt á því að með aðild að mannréttindasáttmála Evrópu hafi samningsríkin ekki undirgengist þjóðréttarlega skuldbindingu um að tryggja þeim, sem MDE telur að brotið hafi verið á við meðferð máls, rétt til endurupptöku. „Hvergi væri í íslenskum lögum mælt berum orðum fyrir um heimild til endurupptöku máls að gengnum dómi mannréttindadómstólsins. Endurupptaka yrði því ekki reist á beinni lagaheimild. Þá yrði ákvæði d. liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 hvorki með rýmkandi lögskýringu né lögjöfnun talið veita heimild til endurupptöku máls við fyrrgreindar aðstæður. Ekki yrði séð að tilgangur löggjafans með setningu ákvæðisins hafi verið að veita úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu meira vægi en þær höfðu áður í kjölfar niðurstöðu þess dómstóls um að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum. Slík grundvallarbreyting á íslenskri löggjöf hefði þurft að koma fram með ótvíræðum hætti við lagasetninguna,“ segir á vef Hæstaréttar.Óháður og óhlutdrægur dómstóll hafi komist að niðurstöðu Þar segir jafnframt að líta beri til þess að með dómi Hæstaréttar á sínum tíma í máli Tryggva og Jóns Ásgeirs hafi óháður og óhlutdrægur dómstóll komist að niðurstöðu í máli þeirra og sakfellt þá. Í þeim dómi hafi sérstaklega verið fjallað um 4. grein 7. viðauka mannréttindasáttmálans og var þá talið að meðferð málsins hefði ekki verið í andstöðu við ákvæðið. Þá sé það svo að samkvæmt lögum um mannréttindasáttmála Evrópu þá væru úrlausnir MDE ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Hæstiréttur féllst því á kröfu ríkissaksóknara og vísaði málinu frá. Dómsmál Tengdar fréttir Dæmt í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn ríkinu Málið snýst um það að þeir Jón Ásgeir og Tryggvi telja að brotið hafi verið gegn mannréttindum þeirra með því að þeim hafi verið refsað tvisvar vegna sama atviks. 13. maí 2017 07:00 Heimilt að refsa mönnum tvisvar vegna sama skattalagabrots Það getur ekki verið að Jón Ásgeir sé á sérkjörum hjá Mannréttindadómstólnum, segir Ragnar Hall, verjandi manns sem fékk þriggja mánaða fangelsisdóm 21. september 2017 17:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Hæstiréttur vísaði í dag frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í máli sem tengist skattalagabrotum þeirra vegna reksturs Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Telur rétturinn að ekki sé að finna heimild í íslenskum lögum til þess að endurupptaka málið á grundvelli dóms MDE um að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva. Það var í apríl í fyrra sem endurupptökunefnd féllst á beiðnir Tryggva og Jóns Ásgeirs um endurupptöku málsins en tvímenningarnir voru á sínum tíma dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar vegna meiriháttar brota á skattalögum.Hafa greitt hluta af sektunum Var Jón Ásgeir dæmdur til þess að greiða 62 milljónir króna í sekt og Tryggvi 32 milljónir króna í sekt. Í dómi Hæstaréttar í dag kemur fram að Jón Ásgeir hafi á árunum 2014 til 2017 greitt alls 39,3 milljónir króna af sinni sekt og Tryggvi alls 8,9 milljónir króna. Vísað er í bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra í dómi Hæstaréttar en þar segir jafnframt að sektargreiðslum hafi verið frestað þegar þá lá fyrir að dóms væri að vænta frá MDE. Endurupptökunefnd vísaði í dóm MDE í úrskurði sínum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að íslenska ríkið hefði brotið gegn 4. grein 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu þar sem þeir höfðu verið saksóttir og refsað tvívegis vegna sömu eða efnislega sömu háttseminnar í tveimur aðskildum málum sem ekki tengdust með fullnægjandi hætti.Ekki skuldbundin til að tryggja rétt til endurupptöku Í umfjöllun um dóminn á vef Hæstaréttar segir að í dómnum sé meðal annars byggt á því að með aðild að mannréttindasáttmála Evrópu hafi samningsríkin ekki undirgengist þjóðréttarlega skuldbindingu um að tryggja þeim, sem MDE telur að brotið hafi verið á við meðferð máls, rétt til endurupptöku. „Hvergi væri í íslenskum lögum mælt berum orðum fyrir um heimild til endurupptöku máls að gengnum dómi mannréttindadómstólsins. Endurupptaka yrði því ekki reist á beinni lagaheimild. Þá yrði ákvæði d. liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 hvorki með rýmkandi lögskýringu né lögjöfnun talið veita heimild til endurupptöku máls við fyrrgreindar aðstæður. Ekki yrði séð að tilgangur löggjafans með setningu ákvæðisins hafi verið að veita úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu meira vægi en þær höfðu áður í kjölfar niðurstöðu þess dómstóls um að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum. Slík grundvallarbreyting á íslenskri löggjöf hefði þurft að koma fram með ótvíræðum hætti við lagasetninguna,“ segir á vef Hæstaréttar.Óháður og óhlutdrægur dómstóll hafi komist að niðurstöðu Þar segir jafnframt að líta beri til þess að með dómi Hæstaréttar á sínum tíma í máli Tryggva og Jóns Ásgeirs hafi óháður og óhlutdrægur dómstóll komist að niðurstöðu í máli þeirra og sakfellt þá. Í þeim dómi hafi sérstaklega verið fjallað um 4. grein 7. viðauka mannréttindasáttmálans og var þá talið að meðferð málsins hefði ekki verið í andstöðu við ákvæðið. Þá sé það svo að samkvæmt lögum um mannréttindasáttmála Evrópu þá væru úrlausnir MDE ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Hæstiréttur féllst því á kröfu ríkissaksóknara og vísaði málinu frá.
Dómsmál Tengdar fréttir Dæmt í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn ríkinu Málið snýst um það að þeir Jón Ásgeir og Tryggvi telja að brotið hafi verið gegn mannréttindum þeirra með því að þeim hafi verið refsað tvisvar vegna sama atviks. 13. maí 2017 07:00 Heimilt að refsa mönnum tvisvar vegna sama skattalagabrots Það getur ekki verið að Jón Ásgeir sé á sérkjörum hjá Mannréttindadómstólnum, segir Ragnar Hall, verjandi manns sem fékk þriggja mánaða fangelsisdóm 21. september 2017 17:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Dæmt í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn ríkinu Málið snýst um það að þeir Jón Ásgeir og Tryggvi telja að brotið hafi verið gegn mannréttindum þeirra með því að þeim hafi verið refsað tvisvar vegna sama atviks. 13. maí 2017 07:00
Heimilt að refsa mönnum tvisvar vegna sama skattalagabrots Það getur ekki verið að Jón Ásgeir sé á sérkjörum hjá Mannréttindadómstólnum, segir Ragnar Hall, verjandi manns sem fékk þriggja mánaða fangelsisdóm 21. september 2017 17:00