Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2019 10:40 Hatarar flugu með hinu ísraelska EL AL frá Ísrael til Lundúna. Getty/SOPA Images Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu starfsmanna flugfélagsins EL AL. Eins og greint var frá í gær montuðu þeir sig á netinu að hafa gefið meðlimum Hatara verstu sætin í flugvélinni á leið frá Ben Gurion-flugvelli til Lundúna í gærmorgun. Trommari Hatara, Einar Stefánsson, birti skjáskot af montinu, sem flugfreyja umrædds flugfélags segir þó að sé á misskilningi byggt.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel AvivFelix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera ósáttur við hegðun flugfélagsstarfsmannanna. Svo virðist sem það hafi verið meðvituð ákvörðun þeirra að stía í sundur Hatara-meðlimum í flugvélinni og sjá til þess að þau fengju öll léleg sæti. Felix segir að íslenska sendinefndin hafi íhugað að gera mál úr framferðinu strax á Ben Gurion-flugvelli en látið það vera. Enn sé verið að ákveða hvort hópurinn ætli sér að gera frekara mál úr þessu - og þá leggja fram formlega kvörtun. „Auk þess sem við vildum ræða við okkar menn hjá Ríkisútvarpinu um hvað fólk vildi að við gerðum í þessu, en mér finnst þetta ekki gott mál,“ segir Felix við Morgunblaðið.Grín tekið úr samhengi Vísir sendi í morgun fyrirspurn á EL AL, vegna málsins en ekkert svar hefur enn borist. Á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 er hins vegar haft eftir flugfreyjunni sem birti montið að fyrrnefnd skjáskot, sem Einar deildi, séu tekin úr samhengi. Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð. Eurovision Tengdar fréttir Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu starfsmanna flugfélagsins EL AL. Eins og greint var frá í gær montuðu þeir sig á netinu að hafa gefið meðlimum Hatara verstu sætin í flugvélinni á leið frá Ben Gurion-flugvelli til Lundúna í gærmorgun. Trommari Hatara, Einar Stefánsson, birti skjáskot af montinu, sem flugfreyja umrædds flugfélags segir þó að sé á misskilningi byggt.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel AvivFelix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera ósáttur við hegðun flugfélagsstarfsmannanna. Svo virðist sem það hafi verið meðvituð ákvörðun þeirra að stía í sundur Hatara-meðlimum í flugvélinni og sjá til þess að þau fengju öll léleg sæti. Felix segir að íslenska sendinefndin hafi íhugað að gera mál úr framferðinu strax á Ben Gurion-flugvelli en látið það vera. Enn sé verið að ákveða hvort hópurinn ætli sér að gera frekara mál úr þessu - og þá leggja fram formlega kvörtun. „Auk þess sem við vildum ræða við okkar menn hjá Ríkisútvarpinu um hvað fólk vildi að við gerðum í þessu, en mér finnst þetta ekki gott mál,“ segir Felix við Morgunblaðið.Grín tekið úr samhengi Vísir sendi í morgun fyrirspurn á EL AL, vegna málsins en ekkert svar hefur enn borist. Á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 er hins vegar haft eftir flugfreyjunni sem birti montið að fyrrnefnd skjáskot, sem Einar deildi, séu tekin úr samhengi. Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð.
Eurovision Tengdar fréttir Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00