Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2025 12:12 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni lögmanns á meinta vanþekkingu hennar á eigin málaflokki. Starfshópur sem hún skipaði til að yfirfara reglur um dvalarleyfi sé mannaður af sérfræðingum í málaflokknum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði lögmaður sem vinnur að miklu leyti að málum hælisleitenda að enginn í starfshópnum hafi praktíska reynslu af dvalarleyfisumsóknum eða aðkomu að mansalsmálum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu um skipun hópsins hafi birst vanþekking dómsmálaráðherra á málaflokknum, en að þar komi meðal annars fram að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, sem séu í raun til staðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki efast um færni sína í eigin málaflokki. „Mér finnst auðvitað leiðinlegt að þarna sé einhver maður sem þjakar á því yfir hátíðirnar hver þekking dómsmálaráðherra er á sínum málaflokkum en ég held að hann geti verið ágætlega öruggur með það. Markmið þessarar vinnu varðandi mansalið, þetta er nú breiðari vinna en svo, er að bregðast við ábendingum frá sérfræðingum í vinnumarkaðsmálum sem hafa bent á óöryggi og óvissu þolenda mansals,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vaxandi meinsemd Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar, kennt við athafnamanninn Quang Lé, er enn til rannsóknar og í tengslum við það óskaði vinnumarkaðssvið ASÍ eftir því að stigið yrði ákveðið inn í málaflokkinn. „Ég tók þessari brýningu bara mjög alvarlega. Ég skipaði fólk í hópinn sem hefur mikla sérfræðiþekkingu á þessum málaflokki, og er staðráðin í því að taka vel utan um þolendur mansals. Ég er ekki síður að horfa á þá staðreynd að mansal er vaxandi meinsemd í heiminum öllum. Hún er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Ef við tryggjum ekki öryggi þeirra sem verða fyrir mansali er botninn farinn úr svoleiðis sakamálarannsóknum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Í hópnum séu miklir sérfræðingar. „Ég ætlaði ekki að skipa í einhvern sautján manna hóp til að sitja óþarflega lengi yfir málunum. Þarna sitja færir lögfræðingar í dómsmálaráðuneytinu, þarna er fulltrúi Útlendingastofnunar, þarna eru sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum. Ég tek á engan hátt undir og finnst þetta mjög sérstök athugasemd,“ segir Þorbjörg Sigríður. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Hælisleitendur Mansal Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði lögmaður sem vinnur að miklu leyti að málum hælisleitenda að enginn í starfshópnum hafi praktíska reynslu af dvalarleyfisumsóknum eða aðkomu að mansalsmálum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu um skipun hópsins hafi birst vanþekking dómsmálaráðherra á málaflokknum, en að þar komi meðal annars fram að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, sem séu í raun til staðar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki efast um færni sína í eigin málaflokki. „Mér finnst auðvitað leiðinlegt að þarna sé einhver maður sem þjakar á því yfir hátíðirnar hver þekking dómsmálaráðherra er á sínum málaflokkum en ég held að hann geti verið ágætlega öruggur með það. Markmið þessarar vinnu varðandi mansalið, þetta er nú breiðari vinna en svo, er að bregðast við ábendingum frá sérfræðingum í vinnumarkaðsmálum sem hafa bent á óöryggi og óvissu þolenda mansals,“ segir Þorbjörg Sigríður. Vaxandi meinsemd Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar, kennt við athafnamanninn Quang Lé, er enn til rannsóknar og í tengslum við það óskaði vinnumarkaðssvið ASÍ eftir því að stigið yrði ákveðið inn í málaflokkinn. „Ég tók þessari brýningu bara mjög alvarlega. Ég skipaði fólk í hópinn sem hefur mikla sérfræðiþekkingu á þessum málaflokki, og er staðráðin í því að taka vel utan um þolendur mansals. Ég er ekki síður að horfa á þá staðreynd að mansal er vaxandi meinsemd í heiminum öllum. Hún er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Ef við tryggjum ekki öryggi þeirra sem verða fyrir mansali er botninn farinn úr svoleiðis sakamálarannsóknum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Í hópnum séu miklir sérfræðingar. „Ég ætlaði ekki að skipa í einhvern sautján manna hóp til að sitja óþarflega lengi yfir málunum. Þarna sitja færir lögfræðingar í dómsmálaráðuneytinu, þarna er fulltrúi Útlendingastofnunar, þarna eru sérfræðingar í vinnumarkaðsmálum. Ég tek á engan hátt undir og finnst þetta mjög sérstök athugasemd,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Hælisleitendur Mansal Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira