Losun frá stóriðju og flugi jókst í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2019 13:04 Icelandair og Wow air fengu flestar losunarheimildir í fyrra. Wow air gerði ekki upp heimildir sínar vegna gjaldþrots félagsins í lok mars. Vísir/Vilhelm Stóriðja og flugrekendur á Íslandi juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Losunin sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir jókst alls um 1,1% á milli 2017 og 2018. Fyrirtæki á Íslandi þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir tæplega milljón tonn af koltvísýringi til að mæta losun sinni í fyrra. Fimm flugrekendur á Íslandi losuðu 820.369 tonn af koltvísýringi í fyrra og var það 0,8% aukning frá árinu á undan. Sú tala nær þó aðeins til þeirrar losunar sem þeir stóðu fyrir innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) og fangar því ekki heildarlosun fyrirtækjanna sem fljúga sum hver til Norður-Ameríku, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Sjö iðnaðarfyrirtæki falla undir viðskiptakerfi ESB en losun þeirra nam 1.854.715 tonnum af koltvísýringi í fyrra og jókst hún um 1,26% á árinu áður. Með viðskiptakerfinu fá rekstraraðilar úthlutað tilteknum fjölda losunarheimilda endurgjaldslaust á hverju ári. Fyrirtæki á Íslandi sem falla undir kerfið fengu alls úthlutað 1.693.804 losunarheimildum upp á eitt tonn af koltvísýringi hver. Af þeim fengu flugrekendur 360.815 en aðrir rekstraraðilar 1.332.989. Losun frá flugi var þannig ríflega tvöfalt meiri en úthlutaðar heimildir. Flugrekendur á Íslandi þurftu því að kaupa 459.554 losunarheimildir í fyrra. Rekstraraðilar í iðnaði losuðu um 40% meira en endurgjaldslausar heimildir þeirra dugðu fyrir. Þeir keyptu því 521.726 heimildir. Alls var losun fyrirtækja á Íslandi um 58% meiri en endurgjaldslausar losunarheimildir ársins. Samtals keyptu þau 981.280 heimildir í fyrra. Viðskiptakerfið nær utan um 45% af losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins. Markmið þess er að árið 2020 verði losun í þeim geirum sem heyra undir það 21% minni en hún var árið 2005. Árið 2030 á hún að vera orðin 43% lægri. Því á að ná fram með að fækka endurgjaldslausum losunarheimildum á hverju ári.Umhverfisstofnun Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30 Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Ráðgera mikinn samdrátt í losun Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. 11. maí 2019 09:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Stóriðja og flugrekendur á Íslandi juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Losunin sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir jókst alls um 1,1% á milli 2017 og 2018. Fyrirtæki á Íslandi þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir tæplega milljón tonn af koltvísýringi til að mæta losun sinni í fyrra. Fimm flugrekendur á Íslandi losuðu 820.369 tonn af koltvísýringi í fyrra og var það 0,8% aukning frá árinu á undan. Sú tala nær þó aðeins til þeirrar losunar sem þeir stóðu fyrir innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) og fangar því ekki heildarlosun fyrirtækjanna sem fljúga sum hver til Norður-Ameríku, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Sjö iðnaðarfyrirtæki falla undir viðskiptakerfi ESB en losun þeirra nam 1.854.715 tonnum af koltvísýringi í fyrra og jókst hún um 1,26% á árinu áður. Með viðskiptakerfinu fá rekstraraðilar úthlutað tilteknum fjölda losunarheimilda endurgjaldslaust á hverju ári. Fyrirtæki á Íslandi sem falla undir kerfið fengu alls úthlutað 1.693.804 losunarheimildum upp á eitt tonn af koltvísýringi hver. Af þeim fengu flugrekendur 360.815 en aðrir rekstraraðilar 1.332.989. Losun frá flugi var þannig ríflega tvöfalt meiri en úthlutaðar heimildir. Flugrekendur á Íslandi þurftu því að kaupa 459.554 losunarheimildir í fyrra. Rekstraraðilar í iðnaði losuðu um 40% meira en endurgjaldslausar heimildir þeirra dugðu fyrir. Þeir keyptu því 521.726 heimildir. Alls var losun fyrirtækja á Íslandi um 58% meiri en endurgjaldslausar losunarheimildir ársins. Samtals keyptu þau 981.280 heimildir í fyrra. Viðskiptakerfið nær utan um 45% af losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins. Markmið þess er að árið 2020 verði losun í þeim geirum sem heyra undir það 21% minni en hún var árið 2005. Árið 2030 á hún að vera orðin 43% lægri. Því á að ná fram með að fækka endurgjaldslausum losunarheimildum á hverju ári.Umhverfisstofnun
Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30 Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Ráðgera mikinn samdrátt í losun Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. 11. maí 2019 09:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30
Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17
Ráðgera mikinn samdrátt í losun Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. 11. maí 2019 09:00