Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Sighvatur Jónsson skrifar 20. maí 2019 10:00 Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, og Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari við síðasta vöfflujárn embættisins. Vísir/Egill Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, segir að síðasta vöfflujárn embættisins hafi ekkert verið notað á árinu. „Ætli það sé ekki að verða ár síðan,“ segir hún aðspurð um hvenær það var síðast notað. Bryndís Hlöðversdóttir tók við embætti ríkissáttasemjara fyrir fjórum árum. Með nýju fólki fylgja nýjar áherslur. Fundaraðstaða var endurnýjuð og er mun bjartari en áður. Samningafundir voru styttir. Meðal þess nýjasta hjá embættinu er fræðsla fyrir samninganefndir. „Því var mjög vel tekið, við höfðum gert ráð fyrir að það væru um 300 manns sem væru í samninganefndum í hverri lotu. En þau eru töluvert fleiri því það mættu 300 manns á þessi námskeið,“ segir Bryndís.En af hverju hefur verið hætt við vöfflurnar? Bryndís segir það spurningu um hvað sé lagt á starfsfólkið eftir langa og erfiða samningalotu. „Vöfflurnar eru dásamlegar, það elska allir vöfflurnar og það er svolítið kvartað að fólk fái ekki lengur vöfflur,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég græt það ekki þótt vöfflurnar hverfi,“ segir Elísabet sem byrjaði á vöfflubakstrinum. „Það var fyrir rúmlega 20 árum síðan og þá stóð aldrei til að þetta yrði einhver hefð. Við gerðum þetta einu sinni því það var löng og ströng lota að baki. Svo vildi næsti hópur fá vöfflur og svo gekk þetta þannig að við við gátum ekki komið okkur út úr þessu fyrr en eftir 20 ár,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara. Kjaramál Matur Tímamót Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, segir að síðasta vöfflujárn embættisins hafi ekkert verið notað á árinu. „Ætli það sé ekki að verða ár síðan,“ segir hún aðspurð um hvenær það var síðast notað. Bryndís Hlöðversdóttir tók við embætti ríkissáttasemjara fyrir fjórum árum. Með nýju fólki fylgja nýjar áherslur. Fundaraðstaða var endurnýjuð og er mun bjartari en áður. Samningafundir voru styttir. Meðal þess nýjasta hjá embættinu er fræðsla fyrir samninganefndir. „Því var mjög vel tekið, við höfðum gert ráð fyrir að það væru um 300 manns sem væru í samninganefndum í hverri lotu. En þau eru töluvert fleiri því það mættu 300 manns á þessi námskeið,“ segir Bryndís.En af hverju hefur verið hætt við vöfflurnar? Bryndís segir það spurningu um hvað sé lagt á starfsfólkið eftir langa og erfiða samningalotu. „Vöfflurnar eru dásamlegar, það elska allir vöfflurnar og það er svolítið kvartað að fólk fái ekki lengur vöfflur,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég græt það ekki þótt vöfflurnar hverfi,“ segir Elísabet sem byrjaði á vöfflubakstrinum. „Það var fyrir rúmlega 20 árum síðan og þá stóð aldrei til að þetta yrði einhver hefð. Við gerðum þetta einu sinni því það var löng og ströng lota að baki. Svo vildi næsti hópur fá vöfflur og svo gekk þetta þannig að við við gátum ekki komið okkur út úr þessu fyrr en eftir 20 ár,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara.
Kjaramál Matur Tímamót Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira